Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1990, Side 7

Læknablaðið - 15.03.1990, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 133 I síðarnefnda hópnum fundust skýrslur um 56 börn. Fyrir fjögur þeirra tókst ekki að finna kennitölu. Fimm dóu fyrir 1955, þar af tvö úr berklum, eitt úr lungnabólgu, eitt úr hvítblæði og eitt vegna heilaæxlis. Öll þessi börn höfðu fengið geislameðferð á brjósthol nema annað þeirra bama, sem dó úr berklum en það fékk geislameðferð á vör. Tvö böm fluttust burt af landinu. Þannig voru 45 börn sem rannsóknin náði til. Þeir góðkynja sjúkdómar á höfði, hálsi og efri hluta bols, sem voru meðhöndlaðir hjá bömum á árunum 1931-1950 eru sýndir í töflu II. Einni^ sést í töfiunni hvar meðferðin var gefin. A árunum 1931 til 1940 voru 19 þessara barna meðhöndluð en á seinni áratugnum 26. Meðalaldur barnanna þegar þau fengu meðferðina var 10,7 ár og það yngsta tveggja mánaða. Fjögur úr Table II. Children irradiated in the head, neck and thorax area. Diagnosis and treatment site. Diagnosis Number of patients Initial treatment site Tb adenitis . 12 cervical nodes Furunculosis 1 face Granuloma 2 nose Lupus vulgaris 2 nose Pleuritis 1 chest Eczema 3 face, chest Asthma 2 chest Iritis tuberculosa 1 eye Strictura oesophagii.... 1 chest Cystes maxillae 2 maxillae Arthritis 2 shoulder Actinomycosis 1 face Otitis externa 2 ear Tonsillitis chronica 7 neck Hydradenitis 3 axillae Thymus hyperplasia ... 1 thymus Verrucae 1 face Acne vulgaris 1 face þessum hópi fengu krabbamein og eru tegundirnar sýndar í töflu I. Það barn sem síðar fékk skjaldkirtilskrabbamein hafði fengið geislameðferð á hálsinn og það sem fékk krabbamein í vör fékk geislameðferð á nefið. Sá sjúklingur sem greindist með blöðrukrabbamein fékk geislameðferð á brjósthol og sá sem hafði greinst með krabbamein í endaþarmi fékk meðferð á hálsinn. Fimm einstaklingar úr þessum hópi voru látnir í lok athugunartímabilsins þar af einn þeirra sem greinst hafði með krabbamein (í endaþarmi). Dreifing æxlanna eftir aldri sjúklinga við meðferð var svipuð. Þannig fengu krabbamein 15% barna sem voru meðhöndluð 0-5 ára, meðal 6-10 ára við meðhöndlun fengu 8% krabbamein og 17% barna 11-15 ára við meðhöndlun. I töflu III sést hversu margir úr rannsóknarhópnum fengu krabbamein ásamt áætluðum fjölda miðað við nýgengi á landinu á viðmiðunartímabilinu. Sé allur hópurinn (hópur 1+2) athugaður fannst 21 krabbamein en væntigildið var 16. Hlutfallsleg áhætta var því 1,3. Ef eingöngu karlar eru athugaðir var mismunurinn meiri, hlutfallsleg áhætta 1.8, sem er á mörkum þess að vera marktækt sé miðað við 5% vikmörk. Hvorki æxli í skjaldkirtli né æxli í húð ná því að vera marktækt aukin í þessum hópi. Séu einungis teknir þeir einstaklingar sem voru í hópi 1, þá var ekki um marktæka aukningu að ræða ef miðað var við heildarfjölda krabbameina en aftur á móti var hlutfallsleg áhætta að fá heilaæxli tíföld, sem var greinilega marktækt. Meðaltími frá því að geislameðferðin var gefin og þar til skjaldkirtilskrabbameinin tvö Table III. Observed and expected number of cancer cases among irradiated children. Number of cases Observed number of cancers Expected number of cancers Relative risk 95% conf. int All cases 161 ....................... 21 16 1.3 0.8-2.0 (Group 1+2) Males 86 .......................... 16 9 1.8 1.0-2.9 Females 75.......................... 5 7 0.7 0.2-2.6 Thyroid............................. 2 0.7 2.9 0.3-10.3 Skin ............................... 2 0.3 6.7 0.8-24.1 Group 1 116........................ 17 14 1.2 0.7-1.9 Males 63 .......................... 12 9 1.3 0.7-2.3 Females 53.......................... 5 5 1.0 0.3-3.3 CNS tumours ........................... 4 0.4 10.0 2.7-25.6

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.