Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 8
134 LÆKNABLAÐIÐ greindust var 38 ár. Sambærilegur tími fyrir heilaæxlin og húðkrabbameinin í andliti var 46 og 43 ár. Báðir einstaklingarnir sem fengu skjaldkirtilskrabbamein eru á lífi 19 og 21 ári eftir greiningu. Dánartíðni í rannsóknarhópnum er ekki marktækt aukin. Hlutfallsleg áhætta 1,3, 95% vikmörk, 0,9 og 1,8. Þrjátíu og þrír af 161 voru látnir í lok athugunartímabilsins en miðað við aldur og kyn hefði mátt búast við að 25 væru látnir og 27% af þeim sem eru dánir, létust vegna krabbameins. UMRÆÐA Eins og áður sagði var tilgangurinn með þessari rannsókn að kanna áhrif geislunar á nýgengi skjaldkirtilskrabbameins á Islandi. I ritgerð sinni um skjaldkirtilskrabbamein á Islandi, sem náði yfir tímabilið 1940-64, fundu Williams og félagar eitt tilfelli, sem fékk geilameðferð vegna þrymlabóla (acne) í andliti áður en krabbameinið greindist (17). I þessu uppgjöri fundust tveir einstaklingar með skjaldkirtilskrabbamein, sem höfðu fengið geislameðferð á bamsaldri. Þótt um aukningu hafi verið að ræða (hlutfallsleg áhætta 2,9) var hún ekki marktæk en þess ber að geta að hópurinn sem meðhöndlaður var hér á landi var lítill. Þar sem athugunin nær til fiestra bama sem fengu geislun á ofangreindum þremur áratugum hefur þessi meðferð væntanlega haft lítil áhrif á heildamýgengi skjaldkirtilskrabbameins á Islandi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að börn, sem fengu geislameðferð vegna góðkynja sjúkdóma á höfði, hálsi eða efri hluta bols eru í aukinni áhættu að fá skjaldkirtilskrabbamein (18). Hvað varðar sams konar meðferð á hálsi hjá fullorðnum einstaklinguni þá hefur verið lýst aukinni tíðni krabbameina í skjaldkirtli (19). Þetta er þó minna rannsakað en geislameðferð meðal bama en hættan á krabbameini er líka álitin minni hjá fullorðnum. Það er ekkert sem bendir til að geislameðferð meðal fullorðinna vegna góðkynja sjúkdóma hafi verið meira stunduð hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Af öðrum geislagjöfum sem ætla má að Islendingar hefðu getað orðið fyrir má nefna gegnumlýsingar, isótópa og geimgeislun. Gegnumlýsingar vegna berkla gáfu geislun til skjaldkirtils en þó í lágum skömmtum. Það hefur verið lýst tilfellum, sem hugsanlega hefði mátt rekja til þess að sjúklingar voru gegnumlýstir á bamsaldri, en sé um auknar líkur að ræða eru þær mjög litlar (20). Geislavirkt joð hefur lengi verið notað til greiningar á sjúkdómum í skjaldkirtli. Við þessa rannsókn fær skjaldkirtill ákveðinn geislaskammt sem er hlutfallslega nokkuð hár en tíminn sem skjaldkirtillinn verður fyrir geisluninni er lengri en við röntgengeislun. Það er ekki talin aukin tíðni á skjaldkirtilskrabbameini hjá sjúklingum sem hafa farið í þessa rannsókn (21). Geislavirkt úrfelli eftir kjarnorkutilraunir stórveldanna og geimgeislun sem álitin er vera kringum 0,0003 Gy á ári hefur ekki mælst hærri á íslandi en í öðrum löndum Norður Evrópu (22). Það verður því að teljast ólíklegt að geislun geti skýrt háa tíðni skjaldkirtilskrabbameins hér á landi og verður að leita að orsökinni annars staðar. Krabbamein í skjaldkirtli, sem rekja má til geislunaráhrifa hafa sýnt svipaða hegðun og önnur skjaldkirtilskrabbamein (23, 24). Það sem helst skilur þau frá öðrum meinum er að þau eru oftar á mörgum stöðum í kirtlinum við greiningu. í fiestum rannsóknum þar sem athugað hefur verið samband geislunar og skjaldkirtilskrabbameins hefur tíminn milli geislunar og krabbameinsins verið áætlaður um og yfir 20 ár (18, 25). Því má ætla að áhrif geislunar á skjaldkirtil séu að mestu komin fram í þessum sjúklingahópi þar sem athugunartíminn er orðinn yfir 37 ár hjá öllum og upp í 67 ár. Þó hefur komið fram í öðrum rannsóknum að áhættan helst aukin allt lífið (19). Eins og kemur fram f niðurstöðum var tíminn frá meðferð til greiningar að meðaltali 38 ár í þessari rannsókn. I spítalauppgjörum frá Bandaríkjunum er getið um að allt að 40% þeirra sem greindust með skjaldkirtilskrabbamein hafi sögu um geislameðferð á bamsaldri (23) og gerðar eru hópskoðanir á fólki sem vitað er um að hafi fengið geislameðferð á bamsárunum. Skýring á því af hverju þetta hlutfall er mjög lágt á íslandi getur verið í fyrsta lagi að börn hafi f minna mæli verið meðhöndluð með geislum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.