Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 20

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 20
142 LÆKNABLAÐIÐ hálsi eða hnakka, höfðu 7,7% einhvern tíma slasast og 2% höfðu einhvem tíma skipt um starf eða starfssvið vegna óþægindanna. Mynd 2 sýnir hve langan tíma alls fólk var með einkenni frá hálsi eða hnakka síðustu 12 mánuðina. í spumingalistanum eru gefnir fjórir möguleikar. Einkenni geta hafa staðið í 1-7 daga, 8-30 daga, meira en 30 daga eða verið til staðar daglega. I öllum tilvikum voru konur í meirihluta. Þannig höfðu 40% kvenna með einkenni frá hálsi eða hnakka haft þau í 30 daga eða lengur. Mynd 3 sýnir að 27,8% kvenna og 11,7% karla telja að dregið hafi úr virkni þeirra í starfi og að 14,5% kvenna og 8,3% karla höfðu orðið óvinnufær einhvern tíma á síðustu 12 mánuðum vegna þessara einkenna. Myndin sýnir einnig hve langan tíma óvinnufæmin varaði. Af svörum við spumingunum kom einnig í ljós að 19,1% kvenna og 8,3% karla höfðu einhvern tíma á síðustu 12 mánuðum farið í skoðun eða meðferð hjá lækni, sjúkraþjálfara eða öðrum vegna óþæginda í hálsi eða hnakka. Herðar og axlir. Mynd 4 sýnir að 68,7% kvenna og 49,2% karla höfðu einhvern tíma haft einkenni frá herðum eða öxlum. Einnig kemur fram hlutfall þeirra, sem höfðu haft óþægindi frá þessum svæðum einhvern tíma á síðustu 12 mánuðum og síðustu sjö sólarhringum: 4,9% kvenna og 8,7% karla höfðu einhvern tíma slasast á herðum eða öxlum, öðrum eða báðum megin og 7,7% kvenna og 1,3% karla höfðu einhvern tíma skipt um starf eða starfssvið vegna óþæginda í herðum eða öxlum. Mynd 5 sýnir hlutfallslegan fjölda kvenna og karla sem höfðu haft einkenni frá herðum eða öxlum einhvem tíma á síðustu 12 mánuðum, skipt niður eftir því hvort einkenni hafa verið hægra, vinstra eða báðum megin. Bæði konur og karlar hafa oftast einkenni báðum megin og konur hafa oftar einkenni hægra megin en vinstra megin. Mynd 6 sýnir, á svipaðan hátt og mynd 5, fjölda kvenna og karla sem sögðust hafa haft einkenni frá herðum eða öxlum á síðustu sjö sólarhringum. Enn höfðu bæði kynin frekar einkenni frá báðum hliðum en annarri. Fig. 2. Duration of complaints from neck among women and men during the last 12 months. 11.7 1-8.3---- ■ 5J II “ Unable to work >30 days “ Unable to work 8-30 days ■" Unable to work 1-7 days “ Unable to work “ Less active Men Fig 3. Percentage of women and men who were less active in their work and who were unable to work be- cause of complaints from neck. Ever complaints last year Complaints last week Women Men Fig 4. Percentage of women and men who reported complaints from shoulders. Mynd 7 sýnir hve langan tíma konur og karlar höfðu haft óþægindi frá herðum og öxlum síðustu 12 mánuði. Fleiri konur en karlar höfðu haft einkenni í langan tíma. Um 42% kvenna en 19% karla höfðu haft óþægindi í 30 daga eða lengur. Mynd 8 sýnir að 26% kvenna og 12% karla töldu að dregið hefði úr virkni þeirra síðustu 12 mánuðina og að á sama tíma höfðu alls 15,3% kvenna og 7,3% karla verið óvinnufær

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.