Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 51

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 171-2 171 Bfiéf tiL BLacísins Ég var að fá Læknablaðið, 7. tbl. 75. árg. Eru þar tvær greinar nokkuð ólíkar því, sem eru að jafnaði í því blaði. Snemma í fyrri greininni - á bls. 228 - segir svo: »Dœmi um íslenskt afrek af þessu tagi er þegar Guðmundur Björnsson lœknir sýndi fram á að uppkoma taugaveiki í Reykjavík 1906 tengdist mengun í ákveðnum vatnsbólum (2). Kortlagði Guðmundur hvar tilfelli komu upp og fékk síðan - eftir mikil átök við bœjarstjórn - því fram komið að þessum vatnsbólum var lokað.« Vjsar greinarhöfundur í bók Knuds Zimsens »Ur bæ í borg« og Zimsen vitnar til Matthíasar Einarssonar um lokun vatnsbóls 1906. Knud Zimsen var í forystuliði þeirra, sem börðust fyrir vatnsveitu í Reykjavík frá upphafi, en því máli var fyrst hreyft í bæjarstjóm 1902, þó taugaveikifaraldurinn 1906 hafi kannske orðið til þess að hafist var handa. í Læknablaðinu, 6.tbl. 32. árg. 1947, er grein eftir Matthías Einarsson um upptök taugaveikifaraldurs 1906. Þar segir: »Allt það helzta, um þessa miklu sótt, skrifaði eg hjá mér, þegar er hún var um garð gengin, í febr. 1907.« Hann telur upp vatnsból fyrir ofan læk og segir síðan: »Var sœmilega frá þessum vatnsbólum gengið. Steinlím hleðsla, timburþak yfir og vatnsdœla í (póstur). Oll voru þessi vatnsból, nema Móakotslindin, þannig sett, að þau voru allfjarri húsum, svo ekku var mikil hætta á að skolp eða annar óþverri rynni að þeim. Hvað Móakotslindina snertir, þá voru peningahús og salerni rétt austan við hana, ofar í hallanum og veitti ég því athygli, þegar ég athugaði vatnsbólin, eftir að taugaveikin tók að magnast, að sprungur voru miklar í brunnhleðslunni. Vakti ég nú máls á því við héraðslœkni, Steingrím Matthíasson og landlœkni Guðmund Björnsson, að þarna gœti verið uppspretta sóttarinnar, en þeir töldu það ólíklegt, þetta vœri venjuleg haust-taugaveiki, öllu magnaðri þó en venjulega gerðist. Eg spurðist nú fyrir hjá öllum taugaveikissjúklingum, sem ég stundaði, í hvaða vatnsból vatn vœri sótt til heimilisins, og kom í Ijós að alls staðar var vatnið sótt í Móakotslind. Fór ég nú enn og náði tali af landlœkni og héraðslœkni, en þeir sátu við sinn keip. Varð ég því að fara betur á stúfana og fór nú í hvert það hús í hverfinu, er taugaveiki var í, og spurðist betur fyrir um vatnsból. Kom enn í Ijós það sama, því að undanteknum þremur heimilum við Laugaveg og einu við Grettisgötu, sóttu öll smituðu heimilin vatn í M óakotslindina. Að þessu loknu gerði ég þegar í stað kort yfir svœðið, er sóttin gekk um, og merkti þar heimili þau, er veikin var á og sjúklingafjölda á hverju heimili. Merkti ég heimilin á mismunandi hátt á kortinu, eftir því hvort þau sóttu vatn í Móakotslind, Barónspóst eða önnur vatnsból. Sýndi ég nú landlœkni og héraðslœkni kortið, og tjáði nú ekki í móti að mœla. Var þá Móakotslind lokað hœgt og hljóðalaust þann 16. des 1906. Ekki nefnir Matthías bæjarstjóm á nafn í grein sinni. Knud Zimsen var nákunnugur þessum málum frá upphafi. Hann hefir skráð ítarlega frásögn um vatnsveituna í bók sína »Úr bæ í borg« og er kafli um lokun Móakotslindar á bls. 107-10. Ekki minnist hann á það þar að bæjarstjóm hafi lagst gegn lokun lindarinnar og ekki er að sjá að sú stjóm hafi komið nálægt því máli. Þó Guðmundur Bjömsson væri ekki trúaður á óhollustu þessa vatnsbóls var hann engu að síður skeleggur baráttumaður fyrir vatnsveitu í bæinn, og nokkmm ámm fyrr hafði hann látið loka menguðu vatnsbóli á Selstúnum. Líklega á enginn einn maður meiri hlut

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.