Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 44

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 44
164 LÆKNABLAÐIÐ í þeim skömmtum sem hér voru notaðir. Ennfremur var ljóst, að ekki hafa allir einstaklingar jafnmikið gagn af lyfinu. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við niðurstöður fyrri rannsókna (9). Heildarkólesteróllækkun hópsins var mikil og marktæk, en greinilega mikill einstaklingsmunur á svörun. Innan við 20% náðu niður fyrir 5,2 mmól/1, sem af sumum hafa verið talin æskileg efri mörk (11, 12). Um það bil 25% hópsins voru enn við eða ofan 7,5 mmól/1 og gætu því þurft frekari meðferð (13). Lækkun heildarkólesteróls niður fyrir 4,0 mmól/1 kom ekki fyrir við þessa rannsókn. Slík lækkun hefur verið talin óæskileg með tilliti til aukinnar dánartíðni af öðrum orsökum, þar á meðal krabbameini, en umræða um þessi mál er þó síður en svo einhliða (14, 15). Hvað varðar áhrif á LDL-kólesteról, sem vissulega er umtalsverð og marktæk tölfræðilega, sést þó, að um helmingur einstaklinga fer niður fyrir 4,0 mmól/1, þar sem áhættumörk eru talin. A mynd 2 sést hinsvegar að aðeins fjórir úr hópnum fara niður undir 3,25 mmól/1 eða æskileg gildi (16). Sé litið til þríglýseríða sést misjöfn svörun, en þó yfirleitt lækkun. Segja má þó að í þessu efni þurfi sjaldnast að grípa til lyfjameðferðar. Líta má þó á þessa lækkun sem jákvæða ábót lóvastatíns. HDL-kólesteról hefur nokkra sérstöðu meðal fituefna líkamans. Hugmyndir um verjandi áhrif hárra gilda og óæskileg áhrif lágra gilda varðandi hjarta- og æðasjúkdóma eru vel studdar faraldsfræðilegum rökum, enda þótt ekki hafi enn tekist að sýna fram á, að með því að hækka HDL-kólesteról megi draga úr hjarta- og æðasjúkdómum. Talið er æskilegt að þéttni sé yfir 0,9 mmól/1 (17). Ekki urðu marktækar breytingar á HDL- kólesteróli við rannsókn okkar. Hins vegar eru fleiri einstaklingar neðan fyrmefndrar æskilegrar þéttni við lok meðferðar en fyrir, Gæta ber þó þess, að sterkir neikvæðir áhrifaþættir á HDL-kólesteról eins og reykingar, offita, hreyfingarleysi, andrógen virk efni, betablokkar auk hugsanlegra erfðaþátta voru ekki skoðaðir (17). Ahrif lóvastatíns á LDL/HDL hlutfallið virtust afar jákvæð. í upphafi rannsóknar voru 65% með hlutfall 5 og hærra, en eftir sex mánaða meðferð voru aðeins 12,5% með svo hátt hlutfall. Hátt hlutfall (>5) hefur verið talið einn af sterkustu áhættuþáttum blóðfitutruflana (9, 18). Fátíðir fylgikvillar, almennt góður árangur og auðveld notkun lóvastatíns voru að okkar mati meginkostir þessarar meðferðar. Nýlegar rannsóknir sýna að lóvastatín er einnig árangursríkt hjá sjúklingum með blóðfituröskun samfara eggjahvítuleka um nýru (19, 20). Notkun lóvastatíns og annarra lyfja af þessum lyfjaflokki er þó enn ekki með öllu viðtekin með tilliti til langtímameðferðar. Ef ekki koma fram nú óþekktir annmarkar á þessum lyfjum, má ætla, að þau verði mjög mikilvæg í meðferð sem beinist að því að draga úr tíðni kransæðasjúkdóma, þar sem einn alvarlegasti áhættu- eða orsakaþáttur er aukning á kólesteróli í blóði (21). Ljóst er að hér er á ferðinni mjög virk meðferð til blóðfitulækkunar, enda þótt skýrar línur verði ekki enn dregnar um það, hvemig þessari meðferð verði beitt (22). Því væri full ástæða til að mynda viðmið hér á landi til áréttingar á notkun blóðfitulækkandi lyfja. SUMMARY The efficacy, tolerability and safety of lovastatin (Mevacor) HGM-CoA reductase inhibitor was studied in forty individuals with primary hypercholesterolemia. All had total serum cholesterol above 7.75 mmol/l after several weeks of diet therapy. Lovastatin was given as a single dose of 40 mg for 6 weeks, if total cholesterol remained higher than 5.2 mmol/1 then the dose was increased to 80 mg up to 6 months. Mean total cholesterol level fell from 9.2 mmol/1 to 6.0 mmol/1 or -34.4%. LDL-cholesterol fell from 7.16 mmol/1 to 4.14 mmol/1 or -42.2%. HDL-cholesterol did not change significantly. LDL/HDL ratio fell by 42%. Triglycerides fell significantly (-24%). Before the start of treatment and at six weeks intervals the individuals had hemoglobin, white cell count, platelets, creatinine, electrolytes, CPK, ASAT, ALAT, LDH, gamma GT, alkalin phosphatase, bilirubin and urine analysis performed. There were no significant clinical or laboratory adverse effects noted. One female patient became increasingly hypothyroid and was dropped from the study. One patient developed dyspeptic symptoms and another patient had myalgia without elevation of CPK. Our conclusion is, that lovastatin is an effective and well tolerated agent in the treatment of primary hypercholesterolemia and relatively free of side effects.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.