Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 21

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 143 60 50 40 30 20 10 0 50.6 4.< ■ 8.9 8.4 8.4 ; gg 4.9 ■ ■ _ Women Men 35 30 25 20 15 Both sides 10 Left side 5 Right side 0 Fig. 5. Percentage of women and men who reported com- plaints from shoulders the last 12 months according to unila- teral or bilateral complaints. Women Men Fig. 7. Duration of complaints from shoulders among women and men during the last 12 months. 40 30 20 10 4> : : 14 5 5.7 ■ 1 Women Men Fig. 6. Percentage of women and men who reported com- plaints from shoulders the last seven days according to unila- teral or bilateral complaints. Fig. 8. Percentage of women and men who were their work and who were unable to work because from shoulders. Unable to work >30 days "“Unable to work 8-30 days ■■ Unable to work 1-7 days “Unable to work ■ Less active less active in of complaints vegna þessara óþæginda. Á myndinni sést einnig hve lengi óvinnufæmin varaði. Svörin leiddu einnig í ljós að 17,5% kvenna og 7,7% karla höfðu einhvem tíma á síðustu 12 mánuðum farið í skoðun eða meðferð hjá lækni, sjúkraþjálfara eða öðrum vegna óþæginda í herðum eða öxlum. UMRÆÐA Hér er um að ræða niðurstöður sem byggja á slembiúrtaki, þar sem þátttakendur virðast ekki frábrugðnir þeim sem ekki tóku þátt í rannsókninni. Þær ættu því að gefa glögga mynd af þeim aldursflokkum sem athugaðir voru. Áður hefur komið fram að einkennum frá hálsi eða hnakka fylgja oft einkenni frá herðum eða öxlum (3). Hjá báðum kynjum er tíðni einkenna svipuð frá hálsi eða hnakka og herðum eða öxlum. Það er ekki einungis að fleiri konur en karlar hafi óþægindi frá hálsi eða hnakka og herðum eða öxlum, heldur hafa þær einkennin yfirleitt lengur en karlar. Þannig sögðust 11,1% kvennanna hafa haft óþægindi frá hálsi eða hnakka, sem varað höfðu að minnsta kosti í eitt ár og 13,2% höfðu haft óþægindi frá herðum eða öxlum, sem varað höfðu að minnsta kosti í eitt ár. Slík langvarandi vanlíðan er umfangsmikil þegar haft er í huga að um er að ræða slembiúrtak ákveðinna aldurshópa heillar þjóðar, en ekki valinn hóp sjúklinga sem búast má við að hafi ýmis sjúkdómseinkenni. Hér skortir sem fyrr sams konar athuganir á stórum hópum, sem ekki eru valdir sérstaklega (3-10). Oþægindi frá hálsi eða hnakka og herðum eða öxlum valda óvinnufæmi í talsverðum mæli. Þannig eru um 8% kvenna og 3% karla óvinnufær lengur en átta daga vegna óþæginda frá herðum eða öxlum síðustu 12 mánuði. Samsvarandi tölur fyrir háls eða hnakka eru 6% og 3%. Það er því augljóst að auk þess að fjöldi manns hefur óþægindi frá þessum svæðum, valda þau umræddu fólki og þjóðfélaginu í heild fjárhagslegu tjóni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.