Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 48

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 48
168 LÆKNABLAÐIÐ svöruðu í sömu mynt og áttu þeir talsmenn marga og volduga. Til gamans má þess geta að svo fór að smáskammtalæknarnir báru nokkurn sigur af hólmi, bæði var að landlæknir mátti illa við margnum og auk þess nutu smáskammtalæknamir góðs stuðnings á Alþingi. Þetta kom meðal annars í ljós í fyrstu lögunum um lækningaleyfi frá 1911, en þar munu smáskammtalæknar hafa notið einhverrar undanþágu og þar með voru smáskammtalækningar óbeinlínis lögleyfðar og mun svo hafa verið allt til þess að sett voru læknalög 1932. Fróðlegt er að kynna sér baráttu Vilmundar Jónssonar landlæknis við kvakl og kukl, einkanlega á 4. áratugnum. I ritinu Lœknar á íslandi rekur Vilmundur feril skottulækninga og skottulækna á Islandi og minnist meðal annars á hæstaréttardóm í tilefni meintra brota á ákvæðum læknalaga þar sem niðurstaðan var sú, að »athafnir slíks fólks séu út affyrir sig ekki þannig lagaðar að þœr verði taldar til lœkningastarfsemi«. Vilmundur gerði því síðan skóna að það hafi verið mat réttarins, »að það sem ekki er lœkningastarfsemi geti heldur ekki verið skottulœkningastarfsemi«. Og enn segir Vilmundur: »Þó að þetta mœtti virðast stopul málfrœði og þó enn hœpnari rökfrœði er það ugglaust órœk lögfrœði enda tjáir ekki að deila við dómarann og verður við að sitja«. Enn sem áður eru tilburðir með kvakl og kukl læknum og mörgum öðrum þymir í augum. Mönnum þykir þetta fargan fara vaxandi hér á Iandi. Sláandi var dæmið síðastliðið sumar þegar Ríkisútvarpið greindi frá starfsemi erlendrar konu sem kemur hingað reglubundið og býður meðferð sem er kvakl af fyrstu gráðu. Starfsemin var kynnt allrækilega í Rfkisútvarpinu og einnig var rætt við íslenska embættismenn. Margir töldu konuna standa í lokin með pálmann í höndunum, og í staðinn fyrir að fá reisupassa hafi hún óbeinlínis fengið eins konar gæðastimpil á starfsemi sína. A aðalfundi Læknafélags íslands í september síðastliðnum var eftirfarandi ályktun samþykkt: »Aðalfundur L.I., haldinn í Reykjavík 21.-22. sept. 1989, skorar á heilhrigðis- og tryggingamálaráðherra og landlœkni að heita sérfyrir hertum aðgerðum gegn skottulœkningum hér á landi í samrœmi við 22. gr. lceknalaga nr. 53/1988«. Eftirfarandi greinargerð fylgdi tillögunni: »Skv. 1. málsgr. 22. gr. lœknalaga nr. 53/1988 eru hvers konar skottuiœkningar hannaðar hér á iandi. 1 síðari málsgr. sömu greinar eru skottulœkningar skilgreindar. Það er öllum Ijóst af fjölmiðlum og auglýsingum í þeim að stöðugt er í framhoði meðferð, þjónusta og aðgerðir af ýmsu tagi sem fiokkast ótvírœtt undir skottulœkningar. Þeir sem slíka þjónustu hjóða með auglýsingum hafa ekki leyfi skv. lœknalögum til að taka sjúklinga til lœkninga og gera sér lœkningar að atvinnu enda vœru þeim þá auglýsingar óheimilar. Enda þótt kunnugt sé um heilsutjón af skottulœkningum er þó hitt jafnvel enn alvarlegra ef greining og meðferð alvarlegra sjúkdómstilvika dregst af þessum sökum á langinn þannig að ekkert verður að gert«. Þessi ályktun aðalfundar var að sjálfsögðu send viðkomandi aðilum. Stjórn L.I. er vel ljóst að ályktun af þessu tagi er ein sér næsta máttvana og vildi því fylgja henni úr hlaði með þeirri umræðu sem hér er fyrirhuguð. Nú vilja sumir meina að dagar hins raunverulega kvakls eða skottulækninga séu ef til vill að mestu liðnir, menn gæti sín á því núorðið að auglýsa sig ekki sem lækna eða kalla starfsemi sína lækningar. Það sem er áberandi nú til dags á þessum vettvangi er sala á efnum í hvers kyns formi, sem auglýst eru bætandi, fyrirbyggjandi, örvandi, styrkjandi, mýkjandi, herðandi og svo framvegis. Það er vitað að sala þessara efna er mikil hér á landi eins og í nágrannalöndunum og fara miljónir og tugir miljóna á milli handa í þeim viðskiptum. Og þetta er fiokkað undir hjálækningar - vallækningar. En er þetta nokkuð frábrugðið því sem kvaklarar gerðu er þeir buðu salva sinn til sölu með kvaki og smáskammtalæknamir sína vöru? Vert hefði verið að velta því fyrir sér hér af hverju almenningur er ginkeyptur fyrir skrumi af þessu tagi. Vitað er, meðal annars af rannsóknum sem dr. Erlendur Haraldsson hefur gert og kynnt hérlendis og erlendis að íslendingar hafa allrfka tilhneigingu til að aðhyllast kvakl og kukl, og ef til vill verður þessi tilhneiging að teljast partur af þjóðarsál þeirra. Það er því vissulega spurning hvort

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.