Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 145-50 145 Vigfús Magnússon, Tómas Zoéga PRÓFUN Á SÚKLÓPENÞÍXÓLASETATI í VISCOLEO® INNGANGUR Allir sem unnið hafa á móttökugeðdeildum þekkja hverjum erfiðleikum stundum er bundið að fá sturlaða sjúklinga til að taka inn lyf. Er þá oft ekki um annað að ræða en að sprauta viðkomandi gegn vilja hans. Þau lyf sem hafa verið til slíkra nota eru vatnslausnir ýmissa geðlyfja. Sá galli er á gjöf Njarðar að í því formi verka þau stutt þannig að þurft hefur að gefa sjúklingi sprautu allt að fjórum sinnum á sólarhring. Að vísu eru til forðasprautur (depot) en verkunar þeirra tekur ekki að gæta fyrr en tveimur til þremur sólarhringum eftir gjöf þannig að það lyfjaform hentar ekki í þeim tilvikum sem hér er um að ræða. Sárlega hefur vantað lyf sem gæti brúað þetta bil. Súklópenþíxól (Cisordinol®) er þekkt geðlyf sem verkar vel á sturlun og er auk þess sefandi. Nýrri gerð lyfsins, súklópenþíxólasetat leyst í Viscoleo®(þunn jurtaolía af staðlaðri seigju), gerir kleift að ná sturlunarstillandi og sefandi verkun sem varir í tvo til þrjá daga. Fyrri rannsóknir (1,2) hafa leitt í ljós að þetta form lyfsins er vel fallið sem upphafsmeðferð við bráðasturlun, þar með talið æði (mania) og elnun langvinnrar geðveiki. Lyfið dregur hratt úr sturlunareinkennum og hefur um leið góð sefandi áhrif. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Val sjúklinga. Prófunin náði til innlagðra, bráðsturlaðra sjúklinga á aldrinum 18-65 ára sem féllu í einhvem þeirra hópa sem að framan getur og sem taldir voru í bráðri þörf fyrir geðlyfjameðferð í sprautuformi til að hemja sturlun þeirra. Geödeild Landspítalans. Barst ritstjórn 28/06/1989. Samþykkt 05/09/1989. Áform. Prófun sú sem hér er lýst var opin rannsókn og fór fram á móttökudeildum geðdeildar Landspítalans á tímabilinu frá nóvember 1986 til desember 1987 sem hluti stærri prófunar sem gerð var sameiginlega á mörgum sjúkrahúsum á Norðurlöndum. Tilgangurinn var sá að kanna frekar gagnsemi súklópenþíxóls í þessu formi sem byrjunarmeðferð bráðveikra sjúklinga með eftirtaldar ICD greiningar: 295 (Schizophrenia), 297 (Psychosis paranoides), 298 (aðrar starfrænar sturlanir), 296.0 & 296.2 (æði) eða elnun einhverra þessara sjúkdóma í langvinnu formi til að geta ákveðið um ábendingar og notkunarreglur þess. Gert var ráð fyrir að sjúklingar væru í prófuninni í þrjá sólarhringa eða þar til annars konar meðferð teldist henta þeim betur. Þeir sjúklingar sem metnir voru eftir einn sólarhring voru teknir nteð til tölfræðilegrar úrvinnslu. Við framkvæmd prófunarinnar var gætt ákvæða Helsinki II yfirlýsingarinnar. Einnig var leitað samþykkis siðanefndar Landspítalans og fengið leyfi Lyfjanefndar ríkisins til að nota lyfið í þessu formi. Sjúklingar sem fengið höfðu sefandi geðlyf (neuroleptika) í inntöku innan sex klukkustunda eða í forðasprautu innan hálfs mánaðar svo og sjúklingar með alvarlega líkamlega sjúkdóma eða þekktan vefrænan heilasjúkdóm voru ekki teknir með í prófunina. Meðganga var sömuleiðis talin frábending. í prófuninni gat margt orðið þess valdandi að sjúklingar hættu þátttöku svo sem ef þeir fengu aukaverkanir í það ríkum mæli að ekki var unnt að meðhöndla slíkt með leyfilegu viðbótarlyfi eða að lyfið sýndist ekki gefa nógu góða verkun þannig að ástæða var talin til að skipta yfir á annað lyf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.