Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 47

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 167-9 167 Haukur Þóröarson UMKVAKLOG FLEIRA Uppruni þeirrar læknisfræði sem þekkist í dag er rakinn til Hippókratesar en hann var uppi fyrir um það bil 2400 árum. Þetta er ekki stutt æviskeið fræðigreinar en um jafnlangan aldur hefur læknisfræðin átt skæðan og sívirkan keppinaut, en það er hinn óskilgetni bastarður sem hér á landi gengur aðallega undir heitinu skottulækning. Hér vil ég gera stuttan stans við orðsitjar. I nýútkominni fslenskri orðsitjabók er forliðurinn skottu-, í orðum eins og skottuferð og skottulækning, skotturóður, sagður vera frá 19. öld og talinn helst merkja eitthvað flýtiskennt og skammvinnt og þannig ekki talið dregið af kvendraugsheitmu Skotta. Forliðurinn er sagður hugsanlega tengjast sögninni að skotta eða skopta í merkingunni að fara um og flækjast. Til eru í íslensku orðin skottuferð, stutt ferð, og skottupredikun, fölsk predikun, leikmannspredikun. Eftir þessu að dæma er talið að skottulækning merki flýtiskennd og skammvinn lækning. Ekki hef ég skýringu á því hvers vegna orðið skottulækning náði festu í íslensku máli fremur en annað orð sömu merkingar en eldra eða frá 18. öld, það er orðið kvakl. Með þessu íslenska orði, kvakl, er hljóðfarslega komið mjög nærri orðum sömu merkingar í tungumálum nágrannaþjóða, samanber á dönsku kvakle, kvaksalveri og kvaksalver og í ensku orðin quack, quacery. Endingin - salver eða - salveri á að sjálfsögðu við salva eða smyrsl. Skýringin á þessum orðmyndunutn í nágrannatungumálunum mun vera sú að umferðarsalar falbuðu smyrsl og önnur efni og létu í sér heyra með þar til gerðu kvakhljóði. Orðmyndin kvakl berst sem sagt með sínum hætti inn í íslenskt mál á 18. öld en vék síðar, eða á 19. öldinni, fyrir orðinu skottulækning, Erindi flutt á fundi Læknafélags íslands og landlæknis aö Hótel Sögu 24.11.1989. sem eftir á að hyggja voru ekki góð skipti. Nú er það svo að læknum er ami að því að orðið »lækning« er tengt út og suður alls konar verknuðum sem menn taka sér fyrir hendur gagnvart samborgurum sínum, ýmist af meintri hjálpsemi eða peningavon. Orðið Iækning hefur alla jafna á sér geðþekkan blæ og sjálfsagt talinn ávinningur af því til að dylja kukl og loddaraskap sem stofnað er til í fjárhagslegu ábataskyni. Þannig er í fullri alvöru talað um grasalækningar, andalækningar og huglækningar og nú hjálækningar. Og lengur mætti þannig rekja. Læknar telja það af hinu illa að tengja orðið »lækningar« við gerðir og hugmyndir af þessu tagi, slíkar tengingar eru í vægasta skilningi misleiðandi fyrir almenning eða jafnvel hreinn svikavefur. Læknar vilja gjaman endurvekja orðið kvakl sem er eldra í málinu og gefur ekki til kynna tengingu við lækningar. Allt frá örófi alda hefur fólk reynt að bæta líðan sjúkra manna og slasaðra. Nú eru um 230 ár síðan fyrst var skipaður læknir til starfa hér á landi (Bjarni Pálsson landlæknir). Það gefur auga leið að þrátt fyrir tjölgun lækna, sem var hæg allt fram á þessa öld, gafst aðeins litlum hluta landsmanna kostur á læknisþjónustu. Eftir sem áður varð fólk að grípa til þess sem nærtækt var og kalla má alþýðulækningar. Það er allmerkilegt að konungsvaldið vildi setja öflugar hömlur á alþýðulækningar eftir að læknum tók að tjölga hér á landi á 19. öldinni, en læknar hér virtust hins vegar hallir að því að greindir og varkárir menn fengju sérstakt leyfi til að sinna sjúkum og slösuðum. Um þetta stóð nokkur styr, en um miðja 19. öld skutu smáskammtalæknar hressilega upp kollinum hér á landi og urðu mjög aðgangsharðir í sölu smáskammta sinna. Þáverandi landlæknir, Jón Hjaltalín, skar upp herör gagnvart þessari starfsemi, réðst harkalega á smáskammtalæknana sem

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.