Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1990, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.03.1990, Qupperneq 56
176 LÆKNABLAÐIÐ Til þess að tryggja að geðlyfjameðferð sé við hæfi, að farið sé eftir ráðleggingum og til að draga úr líkum á að hún standi óþarflega lengi, verður læknir að fylgjast vel með sjúklingum sínum og ætti ekki að ávísa meira magni af lyfjunum en svo, að það nægi til fárra vikna eða eins mánaðar í senn. Það er hins vegar því miður ekki eingöngu læknisfræðilegar ástæður sem ráða því hve miklu lyfjamagni er ávísað og um leið hversu lengi það endist. Það ræðst einnig af reglugerðum heilbrigðisyfirvalda og lyfsölutæknilegum ástæðum eins og áður er vikið að. Auk ávísanavenja lækna geta þessar lyfsölutæknilegu ástæður leitt til þess, að lyfjabirgðir safnist á heimilum eða óþarflega miklu af lyfjum sé fleygt. A myndinni er sýnd dreifing á fjölda fyrstu lyfseðla mánaðarins eftir því hve lengi ávísað magn hefði átt að endast. Af toppunum á línuritinu býður mann í grun hversu oft muni vera ávísað umbúðum með 100 töflum eða margfeldi af 100. Þeir, sem ráðlagt var að taka 3 töflur á dag og var ávísað 100 töflum, eru allir í hópnum sem fékk ávísanir er endast áttu í 4-5 vikur, og þeir, sem áttu að taka 2 töflur á dag og fengu sama magn, eru í 7-8 vikna hópnum. Ljóst er, að ástæða er til þess að halda áfram athugunum á notkun geðlyfja og raunar allra lyfja, meðal annars með því að framkvæma kannanir sem byggja á öilum lyfseðlum sem gefnir eru út á einu ári og »með viðamiklum könnunum« þar sem stórum hópum fólks, sem hefur verið ávísað einhverjum geðlyfjum, er fylgt með viðtölum og athugunum á lyfjabirgðum einstaklinganna og þær bomar saman við afgreiðsludag og ráðlagða notkun. Tómas Helgason Júlíus Bjömsson HEIMILDIR 1. Helgason T. Bjömsson J. Geðlyfjaávísanir utan sjúkrahúsa í Reykjavík í mars 1984. Læknablaðið 1989; 75: 293-302. 2. Helgason T, Bjömsson J. Hverjir ávísa geðlyfjum utan sjúkrahúsa. Læknablaðið 1989; 75: 349-57.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.