Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 26

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 26
146 LÆKNABLAÐIÐ Lyfjagjöf Súklópenþíxólasetat í Viscoleo®er ætlað til innspýtingar í vöðva. Lyfið frásogast jafnt og sígandi og þéttni þess í sermi vex samsvarandi, þ.e. án sveiflu, og nær hámarki eftir einn til tvo sólarhringa (3) (mynd 1). Styrkleikinn er 5% þannig að í einum millílítra eru 50 mg af súklópenþíxólasetati. Efnið er í 1 og 2 ml glösum. Gefa skyldi lyfið á þriggja sólarhringa fresti, ef gefa þyrfti fleiri en eina sprautu. Næðist ekki tilætlaður árangur af fyrstu sprautu mátti gefa aðra fyrr en þetta, en þó ekki fyrr en einum sólarhring eftir þá fyrstu. Væri önnur sprauta gefin innan eins og hálfs sólarhrings frá þeirri fyrstu var litið á það sem einn skammt og þriðja sprauta gefin þrem sólarhringum eftir þá fyrstu, ef þurfa þótti. Viðbótarlyf. Ekki var leyfilegt að gefa önnur sefandi geðlyf (neuroleptika) þeim sjúklingum sem þátt tóku. Sem aukalyfjum mátti beita bensódíasepínlyfjum við svefnleysi og einnig lamariðulyfjum (antiparkinsonlyfjum) við aukaverkunum, ef þörf krafði. Sjúklingar á líþíummeðferð héldu henni áfram óbreyttri meðan á prófuninni stóð. Mat. Metið var með hliðsjón af CGI (Clinical Global Impressions) kvarða (4). Veikindi sjúklings (0-6) (þ.e. frá því að vera frískur upp í að vera fárveikur), árangur meðferðar (0-3) (frá albata upp í að hafa versnað) og bagi af aukaverkunum (0-3) (frá því að vera enginn upp í að upphefja læknandi verkun lyfs). Sjáanlegar aukaverkanir (fyrst og fremst taugrænar og andkólínergar) voru metnar samkvæmt aðlöguðum UKU aukaverkanakvarða (5). Metið var áður en fyrsta sprauta var gefin og einum og þremur sólarhringum síðar og síðan þremur sólarhringum eftir hverja viðbótarsprautu. Sefandi verkun (6) lyfsins var metin á fjögurra þrepa stiku (0-3) (frá glaðvakandi til steinsofandi), fyrir hverja sprautu og einni, tveimur, fjórum, átta, 24, 48 og 72 klukkustundum eftir hverja sprautu. Aðstoðarlæknir ræddi við sjúkling, útfyllti inntökuskema, mat sjúkling samkvæmt CGI kvarða og sjúkdómsgreindi. Sjúkdómsgreining var síðar staðfest af sérfræðingi. Sefun mátu ýmist hjúkrunarfræðingar viðkomandi deilda eða aðstoðarlæknar. Aukaverkanir voru metnar af vakthafandi aðstoðarlækni hverju sinni. MG/ML Mynd 1. Meöalsermiþéttni meö einu staöalfráviki hjá 15 sjúklingum eftir innspýtingu súklópenþíxólasetats í Viscoleo í vööva. Niöurstöðurnar eru lagaðar aö 100 milligramma skammti. Tölurnar viö punktana tákna fjölda sjúklinga á því augnabliki. Blóð- og þvagrannsóknir. A öllum sjúklingum var tekinn almennur blóðstatus, mælt sökk og gerð deilitalning og mælt Na,K,Cl, glúkósa, kreatínín, ASAT, ALP og gGT í sermi og gerð almenn þvagrannsókn og smásjárskoðun á þvagi. Tölfræðilegir útreikningar voru unnir á Biostatistisk afdeling hjá Lundbeck A/S í Kaupmannahöfn. Tölfræðipróf voru Wilcoxon matched pairs signed rank test og t-test. Eins og fyrr segir voru sjúklingar sem metnir voru fyrir fyrstu sprautu og sólarhring eftir hana teknir með í tölfræðilega úrvinnslu. Borin voru saman upphafsgildi (grunnmat) og síðari gildi. Einnig gerður samanburður milli grunnmats og lokamats allra sjúklinga, sem voru metnir þremur sólarhringum eftir fyrstu sprautu. Hver sjúklingahópur var unninn sér. Þýði. Lyfinu var beitt í 22 tilvikum, þar af fjórum sinnum við sama sjúklinginn, en aðeins einu sinni reyndist hann uppfylla þau skilyrði sem gerð voru til þess að hann yrði tekinn til mats, og annar sjúklingur var of skamman tíma í prófuninni (þ.e. innan við sólarhring) til þess að verða metinn. Tveir sjúklingur gengu úr prófuninni á öðrum og þriðja sólarhring. Annar þeirra uppfyllti ekki lengur skilyrði prófunarinnar (var gefið annað geðlyf), en hinn hafnaði frekari þátttöku (útskrifaði sig sjálfur). Sjúklingar þeir sem teknir voru til tölfræðimats voru því 18 og skiptust jafnt milli kynja. Þrír fengu greininguna bráðasturlun, tíu greininguna æði og fimm elnun langvinnrar geðveiki

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.