Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 6
132 LÆKNABLAÐIÐ og kennitala var fundin í manntölum eða íbúaskrám. Geislameðferðin var gefin á fjórum dögum, ein geislun á dag á eitt af eftirtöldum svæðum, á hnakkann, hvirfilinn og hægri og vinstri hlið hársvarðar. Geislaskammturinn var um 3,5 Gy á hvert svæði. Við meðferðina misstu börnin hárið. Yfirleitt læknuðust sjúklingamir eftir þessa meðferð en í einstöku tilfellum þurfti að endurtaka hana. Aðferðir og geislaskammtar virðast í samræmi við það sem tíðkaðist erlendis á þessum tíma (11). Ymsir rannsóknarhópar hafa fengist við að meta þann geislaskammt, sem skjaldkirtill varð fyrir við geislameðferð vegna sveppasýkingar í hársverði með því að setja upp líkan af því hvemig meðferðin var gefin og framkvæma síðan viðeigandi mælingar. Niðurstöður sýna að geislaskammtur í skjaldkirtil var innan við 0,09 Gy (12,13). Einnig kom þá í ljós að ytri hluti heilans fékk yfir 1,0 Gy við þessa meðferð. 1 hópi 2 voru böm sem fengu geislameðferð á höfuð, háls eða efri hluta bols á tímabilinu 1931 til 1950 vegna annarra sjúkdóma en sveppasýkingar í hársverði. Ekki fundust upplýsingar um börn í hópi 2, sem fengu meðferð á árunum 1920 til 1930. Geislaskammtar til ákveðins líffæris eru verulega háðir fjarlægð frá meðferðarstað (minnka með fjarlægðinni í öðru veldi). Því var rannsóknin takmörkuð við þau böm sem höfðu fengið meðferð á höfuð, háls og efri hluta bols. Hjá þessum hópi var geislameðferðin mjög mismunandi og erfitt að meta geislaskammta til einstakra líffæra. Þau böm sem fengu geislun á hálsinn t.d. vegna útvortis berklasýkinga fengu verulega hærri skammta á skjaldkirtil en þeir, sem fengu geislameðferð á hársvörð. Nýgengistölur um krabbamein á Islandi eru til frá 1955 (14) og var væntigildi (expected) á nýgengi fyrir rannsóknarhópinn reiknað út frá þeirn upplýsingum ásamt aldursdreifingu sjúklinganna. A þennan hátt má reikna bæði áætlað heildarnýgengi krabbameina og nýgengi einstakra krabbameina fyrir þá sem fengu geislameðferð. Með samanburði á skrá yfir einstaklingana sem höfðu fengið geislameðferð og krabbameinsskrárinnar fengust upplýsingar Table I. Cancer types among irradiated children. Cancer type ICD7 Number of patients Group 1 Stomach cancer 151 3 Lung cancer 160 1 Breast cancer 170 1 Cervix cancer 171 1 Prostatae cancer 177 1 Skin cancer 191 2 CNS tumours 193 4 Thyroid cancer 194 1 Lymphoma 200 1 Multiple Myeloma 203 2 Group 2 Lip cancer 140 1 Rectum cancer 154 1 Bladder cancer 180 1 Thyroid cancer 194 1 um hversu margir úr rannsóknarhópnum fengu krabbamein frá árinu 1955 til ársins 1987 og hvaða tegund krabbameins unt var að ræða. Þessi aðgerð var ekki möguleg fyrir sjúklinga sem voru dánir fyrir 1955 og teljast þeir því ekki með. Reikningar á nýgengi (observed) fyrir rannsóknarhópinn byrja því árið 1955 og ná til 1987. Reikningamir voru gerðir með hjálp BMDP tölvuforrits (15). Vikmörk fyrir hlutfallslega áhættu (relative risk) voru reiknuð samkvæmt Haenszel og félögum. (16). NIÐURSTÖÐUR Rannsóknin nær til 161 barns. í hópi I eru 116 börn en í hópi 2 eru 45 börn. AIls fundust skýrslur um 117 börn í hópi 1. Eitt barnanna dó úr berklum fyrir 1955 og er það því ekki með í rannsókninni. í hópnum voru 63 drengir og 53 stúlkur. Meðalaldur við meðferð var 8,9 ár. Yngsta barnið var 2 ára og það elsta 15 ára. Á árunum 1920-1930 fengu 78 böm meðferð, 23 börn á árunum 1931-40 og 15 böm á árunum 1941-50. í árslok 1987 voru 28 einstaklingar látnir, þar af 8 úr krabbameini samkvæmt dánarvottorðum Hagstofu Islands. Krabbamein hafði greinst hjá 17 einstaklingum (tafla I). Eins og sést í töflunni greindist einn sjúklingur með skjaldkirtilskrabbamein og 4 einstaklingar með heilaæxli, þar af 3 með himnuæxli (meningioma). Húðæxlin voru bæði í andliti (flöguþekjukrabbamein).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.