Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 37

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 157 Danskar rannsóknir 1975 og 1980 sýndu jafnan bata í öllum aldurshópum (31, 32). Sé tannleysi kvenna samkvæmt nokkrum rannsóknum á Norðurlöndum borið saman við það sem hér hefur verið gert verður útkoman eins og sést í töflu VI. 1 Noregi minnkaði tannleysi almennt frá 1973- 1981 um 6,3% hjá 50-64 ára fólki, en stóð næstum í stað hjá aldurshópnum yfir 65 ára. A sama tíma hafði fjöldi þeirra, sem haldið höfðu fleirum en 20 sinna eigin tanna aukist um 15,8% fyrir 50-64 ára, en 5,3% fyrir 65 ára og eldri (17). Bandarískar kannanir sýna stöðugt lækkandi tíðni tannleysis og könnun, sem framkvæmd var í Iowa 1985 sýnir 38,5% tannleysi meðal 65 ára og eldri (16, 22-24). Samkvæmt athugun Haakansons hafa 20- 24 ára Svíar á Malmö-svæðinu að meðaltali 29 tennur í munni en 11 tennur þegar 55- 60 ára aldri er náð eða u.þ.b. 5 tennur í Tafla VI. Samanburöur á tannleysi kvenna á Noröurlöndum. Land Ár Aldur Tannleysi % Noregur (15) 1976 65-79 87,0 Noregur (15) 1976 65-69 79,0 Noregur (15) 1976 70-79 93,0 Noregur (26) 1977 67-79 54,0 Noregur (26) 1977 67-78 20,0 Noregur (15) 1978 65+ 62,9 ísland 1987 65-79 66,8 Svíþjóö (14) 1978 50-54 30,6 Svíþjóð (14) 1978 55-60 82,0 ísland 1987 52-54 30,3 ísland 1987 55-59 34,9 Svíþjóö (28) 1979 55-64 58,0 Svíþjóö (28) 1979 65-74 75,9 Svíþjóö (13) 1977 67- 62,8 Svíþjóö (28) 1979 >75 82,3 Svíþjóö (16) 1972 70 55,0 Svíþjóö (16) 1977 70 42,0 ísland (8) 1985 65+ 83,7 ísland (8) 1985 65+ 75,6 ísland 1987 65-69 53,0 Danmörk (25) 1982 50-64 32,7 Island 1986 52-64 37,1 Danmörk (9) 1974 65+ 70,7 Danmörk (9) 1975 65+ 65,3 Danmörk (25) 1982 65-81 64,3 Island 1986 65-79 58,1 hvorum gómi. Þar kemur einnig fram, að meðalfjöldi eftirstandandi tanna er svipaður hjá báðum kynjum fram undir 54 ára aldur, en úr því eru þær konur, sem haldið hafa eigin tönnum að jafnaði með fleiri tennur en karlar (14). Hjá Hjartavemd höfðu 55-60 ára konur að meðaltali 13.5 tennur, að brúarliðum meðtöldum, eða heldur færri en hjá körlunum í sama aldurshópi. í Gautaborg voru 70 ára karlar og konur með svipaðan tannafjölda væri aðeins litið til hinna tenntu eða 13,6 og 13,5 tennur alls, en 55% kvenna (46% karla) voru tannlausar (16). Meðal tannafjöldi Hjartavemdarkvenna á aldrinum 65-69 ára var 8 tennur og 50% voru tannlausar. A aldrinum 70-74 ára voru konurnar með 3 tennur að meðaltali og 63,6% án tanna, sem er mjög svipað og hjá körlunum (1). Atján konur voru tenntar í aldursflokknum 75-79 ára eða 30%, en þær, sem tenntar voru í báðum gómum höfðu að meðaltali 20,6 tennur, en hinar sem tenntar voru í öðrum gómi 5,3 tennur. Að tannleysingjunum meðtöldum er meðaltalið 3,9 tennur í þessum elsta hópi, en var 4,4 fyrir karlana (1). Meðaltannafjöldi allra kvennanna tenntra sem tannlausra voru 9,4 tennur að brúarliðum meðtöldum (mynd 4). Þótt munnheilsa hafi eflaust batnað í nágrannalöndunum, þá hefur sá bati alls ekki verið augljós á efri aldursstigum. Ef til vill má spyrja, hvort »bætt munnheilsa« (oral health) þýði í reynd aðeins seinkun á tanntapi fyrir ntikinn hluta fbúanna (sjá myndir 9 og 10). Ætla mætti þó, að mikill fengur sé að slíkri seinkun. Ekki eru þó allir á einu máli um það. Rise og fleiri hafa bent á, að gamalt fólk eigi oft erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum eins og gervitönnum, auk þess sem kjálkar eru gjaman orðnir rýrari m.a. eftir langvarandi tannholdsvandamál. Seinkun er þannig ekkert markmið í sjálfu sér, heldur það, að menn haldi tönnum sínum allt til æviloka (1, 17). Með brýr og krónur voru 29,9% hinna tenntu í úrtaki Hjartavemdar, eða 15% alls úrtaksins, sem er nokkru hærra en hjá körlunum. Akveðið var til hagræðingar að telja krónur og brúarliði eins og tennur (37). Lausa tannparta höfðu 8,3%, sem er nokkru minna en hjá körlunum (14,3%) (1). í úrtaki Guðjóns Axelssonar og Castleberrys eru 6,1%

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.