Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 38
158 LÆKNABLAÐIÐ 35-44 ára kvenna með part í efri gómi og 4,2% með part í neðri gómi. Af þeim sem eldri voru en 65 ára var partaeign ókyngreint 4,6% í efri gómi og 5,1% í þeim neðri. Hjá Haakanson var partaeign helmingi hærri meðal 54-55 ára kvenna, en verður svo helmingi algengari meðal 55-60 ára karla (8, 14). Sænskar rannsóknir frá 1970 sýndu, að 31% 58-68 ára einstaklinga þörfnuðust tannparta (38). Vart mun þörfin minni hérlendis. Þær konur, sem haldið hafa tönnum sínum, eru að jafnaði betur tenntar en karlamir samkvæmt mörgurn könnunum. Þær eru einnig duglegri að leita sér hverskonar lækninga (1, 8, 14, 16, 17). Það hefur komið fram í ýmsum könnunum, að karlar hafi fleiri óviðgerðar tennur en konur, enda fleiri karlar gjarnan lengur með einhverjar tennur (11, 14, 16, 39). Þetta kann þó aðeins að benda til þess, að karlar sætti sig fremur við verri tennur og lélegra útlit. Fleiri tennur þurfa ekki í öllum tilvikum að þýða fleiri »góðar« tennur. Bent hefur verið á, að einstaklingar nteð fáar slæmar tennur séu raunverulega svo gott sem tannlausir og að skilin milli tenntra og tannlausra séu afar óljós í þessu tilliti (40, 41). Ekki voru aðstæður til þess að meta gervitennumar hjá Hjartavernd, en sænsk rannsókn frá 1970 sýnir að 56% Svía 58-68 ára þörfnuðust gervitanna (38). Sé tekið mið af aldri gervitannanna og öðrum athugunum, sem hérlendis hafa verið gerðar er eðlilegt að álykta að þörfin hér sé mikil (tafla IV). Hærri tíðni tannleysis hjá konum kemur hér ótvírætt í ljós, sé borið saman við karlana. Ekki kemur þetta á óvart enda hefur sú niðurstaða fengist úr mörgum rannsóknum, en vekur óneitanlega þá spurningu, hvort tannáta, eða aðrir sjúkdómar, er leiða til tannmissis séu algengari meðal kvenna (1, 2, 8, 11, 14, 16, 39). Einnig kann að vera, að þar sem konur leita fremur til tannlækna en karlar sé algengara að lélegar tennur séu dregnar úr þeim. Tannlæknar hafa lengi vitað, að fjöldi Islendinga notar gervitennur mun lengur en æskilegt er, enda kemur það berlega fram í þessari könnun, þar sem meðalaldur gervitannanna var yfir 12 ár, sem er áþekkt fyrir bæði kynin (1). Einnig kom í ljós, að algengast er að konurnar eignist á lífsleiðinni tvennar til þrennar gervitennur, femar er sjaldgæfara og fleiri heyra undantekningum til. Þama kemur og í ljós að þær skifta oftar um tennur en karlamir, sem er í samræmi við þá niðurstöðu annarra kannana, að konur eru duglegri að leita sér lækninga (1). Eins og við mátti búast hafa þessar reykvísku konur oftar endumýjað gervitennur sínar og einnig eignast fleiri góma en landsúrtak þeirra Guðjóns Axelssonar og Castleberrys gefur til kynna (8). Tafla III sýnir dreifingu tanna, tannleysis og lausra tanngerva. Þar sést meðal annars að tannleysi er algengara í efra gónti, og að gervitennur eru oftar smíðaðar á móti eigin tönnum í neðra gómi en öfugt. Eigið mat einstaklinganna á gervitönnum sínum sýndi, að 78,7% töldu efri góm góðan, en aðeins 61,4% voru sama sinnis með þann neðri. Rise auk annarra hefur komist að svipaðri niðurstöðu (17). Helstu kvartanir eru um lausa góma. Lang flestar konurnar kvarta undan losi á neðri gómi 24,4%, en 11% yfir losi á þeim efri. Þá kvarta 18% undan særindunt í neðri gómi en rúm 6% undan þeim efri. Öll neikvæð einkenni eru mun tíðari vegna neðri góms en þess efri. Þessar niðurstöður voru mjög svipaðar því sem gerðist hjá körlunum (1). Rúmlega 33% segjast þrífa gervitennumar daglega, tæp 39% tvisvar á dag og yfir 25% oftar. Varlegt kann að vera að treysta niðurstöðu þessarar spumingar, þar eð fólki hættir gjarnan til að lagfæra svarið að því, sem það telur að sé æskilegt (14, 42). Aðeins 0,8% segjast eingöngu þrífa gómana af og til. Borið saman við karlana má ætla að konurnar þrífi gervitennur sínar almennt mun betur. Ef dæma skal af þessu, þá hlýtur munnhirða íslenskra kvenna, a.m.k. þeirra er ggnga með gervitennur að vera með miklum ágætum. Ofangreindar niðurstöður benda til þess, að ástandið hafi batnað töluvert síðan 1962, eins og raunar aðrar hliðstæðar rannsóknir, sem gerðar hafa verið hér á landi sýna (1-8). Ef íslendingar hyggjast hins vegar nálgast takmark Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.