Læknablaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 54
174
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 174-6
ALGENGI GEÐLYFJANOTKUNAR
SVAR VIÐ BRÉFITIL BLAÐSINS
Það er ýmsum vandkvæðum bundið að
áætla algengi lyfjanotkunar nema með
beinum rannsóknum þar sem fylgst er
náið með lyfjanotkun slembiúrtaks fólks á
ákveðnu svæði og hvort hún sé í samræmi
við ráðleggingar lækna. Slíkar rannsóknir
eru mjög kostnaðarsamar og tímafrekar,
svo að nauðsynlegt er að reyna að áætla
notkunina með öðrum aðferðum. Slíkt má
gera með spumingalistakönnunum eða
viðtalskönnunum í síma hjá slembiúrtaki
úr þjóðskrá. Fleiri upplýsingar má fá með
athugunum á lyfseðlum, sem afgreiddir eru til
fólks á tilteknu svæði á ákveðnu tímabili. Þeir
gefa hugmynd um hve margir hafa að minnsta
kosti reynt lyfin á tímabilinu. Afgreitt magn
í skilgreindum dagsskömmtun (SDS) miðað
við 1000 íbúa, eða öllu frekar afgreitt magn
í ráðlögðum dagsskömmtum (RDS), sýnir
hvemig notkunin hefði átt að vera, ef fylgt
væri ráðleggingum lækna. Svipaða niðurstöðu
ætti að vera hægt að fá fram með því að taka
fyrsta lyfseðil sem sjúklingur fær á tímabilinu
og taka tillit til þess hve lengi ávísað magn
ætti að endast, ef lyfið væri tekið samkvæmt
ráðleggingu læknis sem ávísaði því. Aætlanir,
sem byggja á þrem síðastnefndu aðferðunum,
gera ráð fyrir að allt magnið, sem ávísað var,
hafi verið notað.
Hvort tveggja er, að fólk fer ekki nema að
takmörkuðu leyti eftir ráðleggingum og að
magn, sem ávísað er, ræðst af greiðsluformi
og umbúðum, en ekki bara af því hve
lengi sjúklingurinn á að taka lyfið. Því er
ekki víst hve mikið af hinu ávísaða magni
sjúklingurinn hefur notað. Hins vegar eru
yfirgnæfandi líkur til að sjúklingar, sem
fá lyfseðil í mánuðinum, taki að minnsta
kosti eitthvað af lyfjunum. Með hliðsjón af
þessu völdum við að nota mánaðaralgengi
Barst 15/12/1989.
geðlyfjaávísana sem áætlun fyrir algengi
geðlyfjanotkunar. Jafnframt birtum við einnig
fjölda afgreiddra SDS eftir lyfjategundum
til samanburðar, ásamt upplýsingum um
dreifinguna á skammtafjöldanum, sem fólk
fékk úr hverjum undirfiokki geðlyfja (töflur
V, VII og VIII og myndir 1-5) (1). Ennfremur
bentum við á nokkrar ástæður fyrir því að
heildaralgengi geðlyfjanotkunar áætlað út
frá fjölda einstaklinga, sem fengju lyfseðla í
einum mánuði, væri lægra en algengið mundi
vera ef heildarfjöldi dagsskammta væri lagður
til grundvallar, samanber athugasemd 2 í
bréfi Hauks Ingasonar. Þetta er að okkar mati
nauðsynleg ábending í umfjölluninni, en ekki
markleysa eins og lyfjafræðingurinn heldur
fram.
Bréf Hauks Ingasonar gefur tilefni til að
minna á skilgreiningu hugtakanna algengi og
nýgengi í faraldsfræði. Algengi (prevalence)
er fjöldi tilgreindra fyrirbæra, til dæmis
sjúkdóma eða lyfjanotkunar, á tilteknum
tíma (point prevalence), eða tímabili (period
prevalence) í ákveðnum hópi. Nýgengi
(incidence) eru fjöldi nýrra tilgreindra
fyrirbæra á ákveðnu tímabili (venjulega einu
ári) í ákveðnum hópi. Algengi lyfjanotkunar
segir því til um þann fjölda fólks, sem notar
lyf á hverjum tíma eða tímabili, en nýgengi
segir hins vegar hve margir byrja á meðferð.
Algengi ræðst af nýgengi fyrirbæris og hversu
lengi það varir.
Því miður vantar hér á landi upplýsingar um
hve margir byrja geðlyfjameðferð í fyrsta sinn
árlega (eða mánaðarlega) og hve margir eru á
slíkri meðferð langtímum saman. Væri mjög
nauðsynlegt að geta gert nánari rannsókn á
hvoru tveggju.
Lesendum til frekari upplýsinga fylgir hér
tafla, sem sýnir áætlað algengi notkunar
fjögurra flokka geðlyfja, byggt á mismunandi
aðferðum: