Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 29

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 149 að geta gert sér grein fyrir ábendingum lyfsins og notkun. Við mat skv CGI-kvarða sást bati strax eftir fyrsta sólarhring hjá öllum sjúklingahópunum og hélst hann meðan prófunin stóð hjá yfirgnæfandi meirihluta sjúklinganna. Hæfilegur byrjunarskammtur sýnist vera í flestum tilvikum á bilinu 75-150 mg (1,5-3 ml). Endurtaka má lyfjagjöf, ef þörf krefur, þó helst ekki fyrr en tveimur til þremur sólarhringum eftir þá fyrstu. Ekki er talið ráðlegt að láta skemmra en sólarhring líða milli skammta né gefa margar sprautur þar eð hætta getur verið á uppsöfnun lyfsins sem gæti aukið líkur á aukaverkunum (2). Öll sefandi geðlyf (neuroleptika) geta haft aukaverkanir, og lýst hefur verið hárri tíðni taugrænna aukaverkana eftir halóperídól í bráðameðferð sturlunarsjúklinga (7, 8). Aukaverkanir frá utanstrýtukerfi (extrapyramidalsystem) voru tiltölulega sjaldgæfar og vægar, sem talið er mega rekja til þess hve sermiþéttni lyfsins í þessu formi vex jafnt og sígandi. Einnig má vera að sefunarverkun lyfsins hafi áhrif á aukaverkanamat samkvæmt CGI- kvarða (2). Sefunar fer þegar að gæta einni til tveimur klukkustundum eftir lyfjagjöf og hún nær hámarki eftir um það bil átta klukkustundir sem er um sólarhring fyrr en mestu sermiþéttni lyfsins er náð (mynd 1) og hún varir í allt að tvo til þrjá sólarhringa. Það hefur sýnt sig að jafnvel við hærri sermiþéttni sem fæst með viðbótargjöf lyfsins er meðalsefunarskor lægri en eftir fyrstu sprautuna. Það má því búast við stuttri en góðri sefunarverkun eftir sprautu af súklópenþíxólasetati í Viscoleo®, en á hinn bóginn er lítil hætta á ofsefun, jafnvel eftir viðbótarskammt (1). Hinn langi virkunartími lyfsins hefur þann ótvíræða kost að sjaldnast þarf að sprauta sjúkling oftar en einu sinni áður en hann fæst til samvinnu um að taka lyf inn eða hægt er að skipta yfir á forðasprautumeðferð. Raunin varð sú að lyfið var fyrst og fremst gefið erfiðari sjúklingum og í langflestum tilvikum sjúklingum sem þekktir voru að erfiðleikum frá fyrri innlögnum. Starfsfólk deildanna var mjög ánægt með árangurinn og álag á sjúklinga og starfslið var sýnu minna heldur en áður hafði þekkst í innlögnum sömu einstaklinga. í fljótu bragði vekur það athygli hve hátt hlutfall sjúklinganna hefur greininguna æði (mania), en skýringin gæti legið að einhverju leyti í ofannefndri tilhneigingu til að beita lyfinu við gamalkunna sjúklinga. SAMANTEKT Sú prófun sem hér er lýst staðfestir að súklópenþíxól í þessu formi, sem hlotið hefur nafnið acutard (úr latnesku lýsingarorðunum acutus=skjótur, bráður og tardus=hægur, varfærinn), ber nafnið með réttu og er virkt og hentugt lyf til meðferðar bráðsturlaðra sjúklinga og slær fljótt og vel á sturlunareinkenni. Gagnleg sefunarverkun sést mjög snemma eftir fyrstu sprautu, en gætir lítið eða ekki eftir síðari sprautur. Lyfið verkar í tvo til þrjá sólarhringa og sjúklingar þurfa fæstir fleiri en eina sprautu til að ráðin sé bót á bráðum einkennum. Skammtar á bilinu 75 til 150 mg (einn og hálfur til þrír millilítrar) sýnast henta flestum sjúklingum. Sprautan veldur litlum sem engum óþægindum á sprautustað og þolist vel (9). Óæskilegra aukaverkana gætir lítið og þær eru oftast vægar og láta vel undan viðeigandi meðferð. Enginn sjúklingur hætti í prófuninni vegna þeirra. Pakkir. Höfundar þakka sjúklingum sem þátt tóku og öllu starfsliði móttökudeilda skora 1 og 2 geðdeildar Landspítalans fyrir góða samvinnu við framkvæmd þessarar prófunar. Einnig Niels Melbye cand. pharm. hjá Lundbeck A/S í Kaupmannahöfn fyrir veitta aðstoð og fyrirgreiðslu og síðast en ekki síst Sigurlaugu Sigurðardóttur, læknafulltrúa, fyrir aðstoð og við uppsetningu og frágang. SUMMARY An open study, part of a multicentric Nordic one, is described. The aim was to study the effectivenéss of a new preparation of zuchlopenthixol, i.e. 5% zuchlopenthixol acetate in Viscoleo®in the treatment of acutely psychotic patients. The study included 18 patients with the following ICD diagnoses: 295 (Schizophrenic psychosis), 297 (Paranoid states), 298 (Other nonorganic psychoses), 296.0 (Manic-depressive psycosis, manic type) and 296.2 (Manic-depressive psychosis, circular type but currently manic). The patients’ sickness and results of treatment were

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.