Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1990, Side 36

Læknablaðið - 15.03.1990, Side 36
156 LÆKNABLAÐIÐ dvelst á stofnunum, en hjá þeim, sem eru úti í þjóðfélaginu (26, 27). Getum er að því leitt, að lélegra heilsufar og hreyfingarleysi kunni m.a. að valda því, að tennur séu færri og í verra ástandi (26). Niðurstöður þær, sem nú liggja fyrir staðfesta í stórum dráttum það sama og Haakanson fann meðal Svía (1, 8, 14). 1) Tannleysi er algengara hjá eldri einstaklingum. 2) Tannleysi er ennþá algengara hjá konum en körlum. 3) Tannleysi er algengara við lægri tekjur, menntun og þjóðfélagsstöðu. 4) Tannleysi er algengara úti á landsbyggðinni en í Reykjavík. Raunar fundu Dunbar, Möller og Wolff ekki mun eftir menntun eða búsetu 1962, en þessi rannsókn, svo og póstkönnunin frá 1985 sýna greinilegan mun eftir búsetu, og póstkönnun in gefur vísbendingu um, að menntun hafi sitt að segja. (1, 2, 8). Haakanson komst að þeirri niðurstöðu, að tannleysi sé mjög svipað hjá báðum kynjum frá 20 ára aldri til og með 50-54 ára, en verður svo helmingi algengara hjá konum á aldrinum 55-60 ára. I rannsókn Dunbars og félaga voru yfir 84% kvenna og 40% karla á aldrinum 55-60 ára tannlaus með öllu (2). Hjá Hjartavemd 1985- 1987 var tíðni tannleysis meðal tilsvarandi aldurshóps 40% fyrir konur en 32% fyrir karla O). Rise og Helöe fundu, að 87% 65-79 ára kvenna voru tannlausar í Troms 1977 (15). í sama aldurshópi hjá Hjartavernd voru tæplega 67% tannlausar. Axell og Öwall komust að raun um, að 50,4% 55-64 ára og 69,5% 65-74 ára sænskra kvenna höfðu gervitennur árið 1979 (28). Konumar í úrtaki Hjartavemdar voru með gervitennur í öðrum gómi eða báðum í 54,2% tilvika 55-64 ára og 75,6% tilfella 65-74 ára. í póstrannsókn Guðjóns Axelssonar og Castleberrys 1985 voru 83,7% kvenna eldri en 65 ára tannlausar (8). Einnig var tannleysi algengara í rannsókn Axells og Öwalls hjá fólki til sveita en í þéttbýli (28). Þetta er í samræmi við niðurstöður Guðjóns og Castleberrys, % 100 90 80 H Konur Karlar 52-59 60-69 70-79 Aldur Mynd 15. Tíöni tannleysis kvenna og karla í úrtaki Hjartaverndar. þar sem tannleysi reyndist algengara meðal dreifbýlisfólksins og getur einnig skýrt mun þann, sem er á tíðni tannleysis Reykvíkinganna hjá Hjartavernd og landsúrtaks þeirra Guðjóns (8). Samkvæmt enskri könnun, sem gerð var árið 1968 og endurtekin árið 1978, minnkaði tannleysi meðal 50-64 ára fólks úr 64% í 48%, en úr 79% í 74% fyrir 65-74 ára. Bati var minnstur hjá 75 ára og eldri (28). Þessi sama tilhneiging kemur fram í þessari rannsókn og öðrum íslenskum niðurstöðum (1, 8). Athyglisvert er, að þær tvær kannanir, sem hér hafa verið gerðar sýna aukið tannleysi í eldri hópum karlmanna síðan 1962. A landsvísu virðist vera aukning tannleysis er nemur 10,5% meðal 65-74 ár karla, en tæplega 20% fyrir 75-79 ára hópinn (8). í Reykjavík virðist ástandið nánast óbreytt fyrir 65-74 ára karlana, en hefur versnað um 7,8% fyrir 75-79 ára hópinn (1). Þrátt fyrir þetta og þó svo að verulegur bati hafi náðst hjá kvenfólkinu, þá er tannleysi ennþá mun algengara meðal þeirra en karlmanna, eins og sjá má á mynd 15. Aukin tíðni tannleysis eins og hér kemur fram hjá körlunum kom fram í Finnlandi frá 1970- 1980 þar sem tannleysi jókst úr 42% í 45% nteðal 50-64 ára og 54% í 67% meðal þeirra, sem eldri voru en 65 ára (30).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.