Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 43

Læknablaðið - 15.03.1990, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 163 HDL-kólesteról einstaklinga • HDL-kólesteról í upphafi o HDL-kólesteról í lok Mynd 4. HDL-kólesteról fyrir og eftir sex mánaöa meöferð meö lóvastatíni. Hlutfall einstaklinga . LDL/HDL í upphafi o LDL/HDL í lok Mynd 5. Breyting á LDLVHDL hlutfalli eftir sex mánaöa meöferð meö lóvastatíni. 4. HDL-kóIesteról: 0,81-1,98 mmól/1 í upphafi (meðaltal 1,30 mmól/1); 0,64-2,26 mmól/1 eftir 6 mánuði (meðaltal 1,33 mmól/1) (sjá mynd 4). 5. LDL/HDL hlutfall: 2,94-9,28 í upphafi (meðaltal 5,83); 1,61-6,60 eftir 6 mánuði (meðaltal 3,39) (sjá mynd 5). Ekki urðu marktækar breytingar á öðrum eftirlitsþáttum. kreatínfosfókínasi (CPK) hækkaði í tveimur tilvikum, en ekki marktækt yfir vikmörk. Einkenni fylgdu ekki þessum hvatabreytingum. Lifrarhvatamir ASAT og ALAT hækkuðu hjá fimm einstaklingum tímabundið. Hækkun þessi var í öllum tilvikum innan við 20% yfir vikmörkum. Engin einkenni komu fram samfara þessum breytingum. Blóðhagur, blóðsykur, nýmahagur og þvagskoðun breyttust ekki á meðferðartímabili. Hjartalínurit var óbreytt hjá öllum sjúklingum við lok rannsóknar. Einn sjúklingur greindist með bráða kransæðastíflu skömmu eftir að rannsókn lauk. Hann hélt áfram notkun lóvastatíns eftir að rannsókn lauk og enn eftir kransæðastíflu og hjáveituaðgerð á kransæðum. Augnskoðun að loknu rannsóknartímabili sýndi engar sérstakar breytingar, sér í lagi komu ekki fram neinar breytingar sem bentu til drermyndunar. Á rannsóknartímabili komu fram kvartanir um óþægindi frá meltingarvegi hjá tveimur einstaklingum. I öðm tilvikinu var um tímabundið lystarleysi og ógleði að ræða. Olíklegt var talið að um bein tengsl við lóvastatínnotkun hafi verið að ræða. Þó gæti lyfið hafa stuðlað að eða magnað einkennin. í hinu tilvikinu var um aukinn vindgang að ræða og óþægindi um kvið. Þessi einkenni byrjuðu á síðara sex vikna tímabili rannsóknar eftir að skammtur lyfsins hafði verið aukinn úr 40 í 80 mg. Meðferð var haldið áfram í báðum tilvikum án breytinga. I einu tilviki komu fram verkir frá stoðkerfi og vöðvum. Um væg einkenni var að ræða og þeim fylgdu engar breytingar á eftirlitsbreytum. Meðferð var haldið óbreyttri áfram út rannsóknartímabilið. Athyglisvert var að sú breyting á líðan, sem flestir tiltóku, var aukin vellíðan. Líklegt verður þó að telja, að lyfið sem slíkt hafi Iítt með þessa breytingu að gera, nema um plasebó-áhrif hafi verið að ræða, eins og við má búast í opinni rannsókn sem þessari. Nú þegar verið er að leggja síðustu hönd á þessa greinargerð eru liðnir 14 mánuðir frá lokum hins eiginlega rannsóknartímabils. Allir þátttakendur hafa haldið áfram meðferð með lóvastatíni og ekki hafa á þeim tíma komið fram neinar aukaverkanir lyfsins. Fylgst hefur verið áfram með lifrarprófum og kreatínfosfókínasa og engar marktækar breytingar sést. Blóðfitulækkandi áhrif hafa ennfremur haldist svipuð. UMRÆÐA Meginniðurstöður rannsóknar voru því, að hér sé um lyf að ræða, sem lækki heildarkólesteról og LDL-kólesteról í blóði manna með góðum árangri (34 og 42%) og þríglýseríða einnig nokkuð vel (24%). Áhrif á HDL-kólesteról voru lítil sem engin. Breyting á hlutfalli LDL og HDL er veruleg (42% lækkun). Einnig var ljóst að lyfið þoldist vel og virtist ekki hafa alvarlegar aukaverkanir við skammtímanotkun

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.