Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1990, Side 5

Læknablaðið - 15.05.1990, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 229-35 229 Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Siguröur Guömundsson, Haraldur Briem SÝKLUN í HÁLSI ALDRAÐRA ÚTDRÁTTUR Nýleg athugun á orsökum lungnabólgu á Borgarspítala leiddi í ljós að ekkert tilfella spítalalungnabólgu reyndist af völdum Gram- neikvæðra stafbaktería. Undanfari flestra lungnabólgna er talin sýklun (colonization) baktería í hálsi og hefur algengi sýklunar Gram-neikvæðra stafbaktería hjá ýmsum sjúklingahópum verið allt frá 2% til 40% í fyrri rannsóknum. Lítið er hins vegar vitað um faraldsfræði sýklunar af þessu tagi og sérstaklega ekki hvemig og hvort hún breytist með tíma, þar sem flestar fyrri athuganir hafa beinst að algengi eingöngu. Sýklun í hálsi sjúklinga á öldrunarlækningadeild var því könnuð, bæði með sneiðrannsókn (cross- sectional), þar sem ein ræktun var tekin úr hálsi hvers sjúklings án tillits til legutíma, og langtímarannsókn (longitudinal), þar sem hálsræktanir voru teknar vikulega frá innlögn til útskriftar. Til samanburðar voru annars vegar gerðar sneiðrannsóknir á öldruðum einstaklingum á vistheimili og hins vegar á einstaklingum er bjuggu á eigin heimilum. Frá 23,1% sjúklinga í sneiðrannsókninni, sem á sjúkradeild voru, ræktuðust Gram-neikvæðar stafbakteríur, en einungis frá 6,7-9,5% hinna. Við langtímarannsóknina reyndist sýklun vera mjög óstöðug, og minnkaði hlutfall sýklaðra einstaklinga úr 23% við komu á sjúkradeild í 7% á 10. viku sjúkrahúsvistar. Frá einungis 14% sjúklinga með jákvæðar ræktanir ræktaðist sama bakteríutegund í þrjár vikur eða meira samfleytt. S. aureus fannst einungis örsjaldan. I aðeins einu tilviki var unnt að sýna fram á sýklun sem undanfara og mögulega orsök öndunarfærasýkingar. Niðurstöður þessar gefa til kynna að sýklun í hálsi aldraðra er skammæ og er ekki með vissu áhættuþáttur öndunarfærasýkinga meðal þeirra. Frá lyflækningadeild Borgarspítala. INNGANGUR Síðustu áratugi hafa Gram-neikvæðar stafbakteríur haslað sér æ stærri völl sem orsakir lungnabólgu, einkanlega meðal aldraðra og þeirra sem þjást af alvarlegum eða langvinnum sjúkdómum (1,2). Tíðni þeirra hefur aukist eftir tilkomu sýklalyfja (3,4,5), og kannanir á síðustu tveimur áratugum hafa leitt í ljós að þær valda um 10-20% lungnabólgna meðal almennings (community acquired pneumonia) (1,6,7,8,9) og allt að 50% iungnabólgna er til verða inni á sjúkrahúsum (nosocomial pneumonia) (10). I tveimur nýlegum rannsóknum hérlendis hafa Gram- neikvæðar stafbakteríur aðrar en Haemophilus influenzae valdið 6-8% lungnabólgna er til verða utan sjúkrahúsa (11,12), og í annarri af þessum athugunum reyndust 21% »spítalalungnabólgna« vera af þeirra völdum (11). Hins vegar reyndist enginn inniliggjandi sjúklinga hinnar rannsóknarinnar (12) hafa lungnabólgu af þeim sökum. Er sú niðurstaða í samræmi við hlutfallslega lága tíðni blóðsýkinga (bacteremia) af völdum Gram- neikvæðra stafbaktería meðal inniliggjandi sjúklinga við sama spítala (13). S. aureus hefur í flestum athugunum reynst vera fátíðari meðal orsakavalda lungnabólgu en Gram-neikvæðar stafbakteríur og valdið 2- 5% tilvika lungnabólgu utan sjúkrahúsa og allt að 11% tilvika sem til verða á sjúkrahúsum (7,14). 1 fyrmefndum rannsóknum hérlendis olli S. aureus 0-5% lungnabólgna utan sjúkrahúsa og 8-10% »spítalalungnabólgna« (11,12). Tíðni sýklunar Gram-neikvæðra stafbaktería í hálsi ýmissa hópa hefur verið könnuð, þar á meðal heilbrigðra einstaklinga, sykursjúkra, aldraðra utan og innan stofnana svo og áfengissjúklinga og annarra sem líklegir eru til að svelgjast á (11,14,15,16) og reynst vera frá 2-40%. Lítið er vitað um klíníska

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.