Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1990, Side 17

Læknablaðið - 15.05.1990, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 239-41 239 Elín Ólafsdóttir 1), Þorvaldur Veigar Guðmundsson 2), Guðrún Skúladóttir 3), Árni Kristinsson 2), Þórður Harðarson 2) ÁHRIF LÝSIS Á SERUMLÍPÍÐ OG LÍPÓPRÓTÍN í SJÚKLINGUM EFTIR HJARTADREP INNGANGUR I hinum umfangsmiklu rannsóknum á áhættuþáttum kransæðasjúkdóma, ásamt leit að leiðum til að fyrirbyggja eða hægja á framgangi sjúkdómsins, hefur athyglin meðal annars beinst að áhrifum fjölómettaðra fitusýra í lýsi og feitum fiski á samsetningu blóðfitu (1). Allmargar rannsóknir hafa kannað áhrif lýsis á lípíð og lípóprótín í blóðvökva heilbrigðra og hjarta- og æðasjúklinga. í flestum þessum rannsóknum hefur neysla lýsis valdið lækkun á þríglýseríðum, lækkun á heildarkólesteróli hefur náðst, ef háir skammtar af eicosapentaenoinsýru (EPS) og docosahexaenoinsýru (DHS) eru gefnir, en breyting á styrk HDL-kólesteróls kemur sjaldnar fyrir (2). Rannsóknir á ómega-3 fjölómettuðu fitusýrunum EPS og DHS, sem finnast í miklu magni í feitum fiski og lýsi, en mjög litlu magni í landdýrum, benda til fjölþættra áhrifa lýsisins. Auk lækkunar á þríglýseríðum og kólesteróli í blóði er talið að neysla þeirra minnki hættu á blóðsegamyndun (3). Nýleg rannsókn Fox og DiCorleto í Cleveland (4) sýnir að sýrumar letja einnig framleiðslu æðaþels á prótíni, sem líkist blóðflöguvaxtarvaka (PDGFc), sem örvar vöxt á sléttum vöðvafrumum í æðaveggjum. Hugsanlega eiga allir þessir þættir hlut í hinum vemdandi áhrifum lýsis gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Hér verður greint frá athugun á áhrifum lýsis á blóðfitu og lípóprótín í sjúklingum eftir hjartadrep. Aður hefur verið greint frá áhrifum lýsis á takttmflanir í þessum sama sjúklingahópi (5). EFNIYIÐUR OG AÐFERÐIR Blóðsýni voru tekin úr 22 körlum á aldrinum 33-70 ára (meðalaldur 56 ár). Hæð Frá 1) meinefnafræðideild Landspítalans. 2) lyflækningadeild Landspítalans. 3) Raunvísindastofnun Háskólans. sjúklinganna var 164-191 cm (meðaltal 179 cm) og þyngd 71-103 kg (meðaltal 87 kg). Allir höfðu legið á Landspítalanum vegna hjartadreps og liðu að meðaltali átta dagar frá innlögn til upphafs rannsóknar. Enginn hafði langvarandi sjúkdóm í öðm líffærakerfi en blóðrás. Enginn hafði tekið lýsi að staðaldri eða neytt áfengis í óhófi, en 13 töldust neyta þess í hófi. Varðandi nánari lýsingu á staðsetningu hjartadrepsins, lyfjameðferð og takttruflunum vísast í fyrri grein (5). Tilrauninni var skipt í tvisvar sinnum sex vikur og stóð frá apríl 1986 til febrúar 1988. Þátttakendum var slembiraðað í tvo hópa, hóp A sem tók 20 ml af þorskalýsi á dag í sex vikur og síðan ekkert lýsi í aðrar sex vikur, og hóp B sem byrjaði fyrst að taka lýsi þegar fyrri hópurinn hætti og tók það síðan daglega í sex vikur. Lýsisneyslan hófst eftir útskrift og höfðu þá tvö blóðsýni verið tekin, hið fyrra átta dögum eftir hjartadrep og hið síðara útskriftardaginn um þremur dögum síðar að jafnaði. Þátttakendur vom beðnir að breyta í engu sinni venjubundnu neyslu og enginn sjúklingur neytti áfengis í þrjá daga fyrir blóðtöku: fastað var í 12 tíma fyrir töku. Mæliniðurstöður úr blóðsýnum teknum í lok fjórðu og sjöttu viku hvors tímabils eru notaðar í útreikningum. Kólesteról, HDL-kólesteról og þríglýseríð voru mæld á Multistat III með ensímatískum aðferðum frá Boehringer Mannheim. Apolípóprotín A1 og B vom mæld á Multistat III með ónæmis-felliaðferð frá Orion Diagnostica. Raunvísindastofnun Háskólans annaðist mælingar á EPS og DHS. Plasmalípíð vom dregin út úr blóðvökvanum með klóróform-metanólblöndu (2:1, v/v), aðgreind með þunnlagsskilju (TLC) og hlutföll fitusýra í fosfólípíðum, þríglýseríðum og kólesterólestemm ákvörðuð með gasvökvaskilju (GLC). Parað t-próf var notað við tölfræðilega útreikninga.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.