Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1990, Side 18

Læknablaðið - 15.05.1990, Side 18
240 LÆKNABLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR Meðalgildi serumlípíða eru sýnd í töflu I. Bomar eru saman mæliniðurstöður eftir fjórar og sex vikur á lýsi, og viðmiðunargildi á sambærilegum tíma. Þannig líða að minnsta kosti fjórar vikur ýmist á lýsi eða án lýsis áður en mælingar eru gerðar og á þeim tíma má ætla að jafnvægi hafi náðst í líkamanum með tilliti til þessara breytinga á mataræði. Einnig benda mæliniðurstöður í hópi B til þess að blóðfitubreytingar af völdum hjartadrepsins séu komnar í jafnvægi, enda liðnar um sex vikur frá áfallinu þegar fyrsti samanburður er gerður. Enginn munur sést í neinum af þeim þáttum sem mældir voru, nema þríglýseríðum. Lýsistakan lækkaði meðaltal þríglýseríða frá 2,08 mmol/1 í 1,82 mmol/1. Þetta er marktækur munur, þegar notað er parað t-próf (p<0,03). Aðrir hafa greint frá sambærilegum áhrifum, bæði í heilbrigðu fólki, sjúklingum og tilraunadýrum (2). Á mynd sjást þríglýseríðgildi allra þátttakenda fyrir og eftir lýsistöku og sést þar að þríglýseríð lækka í blóði 17 þátttakenda, hækka lítillega í fjórum en hækka verulega í blóði eins. í töflu II sést hver áhrif lýsistakan hefur á arachidónsýru (20:4n6), EPS (20:5n3) og DHS (22:6n3) í þríglýseríðum, fosfólípíðum og kólesterólesterum í plasma. Marktæk hækkun er á EPS og DHS í umræddum lípíðum, meðan arachidónsýran breytist ekki. Styrkur EPS eykst mun meir en DHS í öllum lípíðunum, þótt magn beggja fitusýra sé mjög áþekkt í lýsinu, þ.e. 1,6 g EPS og 1,8 g DHS í 20 ml lýsi, sem var dagskammturinn. UMRÆÐA Þessi rannsókn var upphaflega gerð til að kanna áhrif lýsis á tíðni takttruflana eftir hjartadrep og hafa þær niðurstöður þegar verið birtar (5). Samhliða voru gerðar ítarlegar mælingar á blóðfitu og eru þeim niðurstöðum gerð skil hér. Eins og að framan greinir hafði lýsisneyslan ekki áhrif á magn kólesteróls, HDL-kólesteróls eða apólípóprótína A1 og B. Þess ber að geta að þátttakendur breyttu ekki um neysluvenjur meðan á rannsókninni stóð, en magn og samsetning annarrar fitu en lýsis sem neytt var á tímabilinu er óþekkt. í tilraunum þar sem öll fituneysla hefur verið mæld nákvæmlega hefur Table I. Serum lipids and lipoproteins, mean values (S.D.) after four and six weeks on cod liver oil (CLO) and cross over control at equivalent times. Not CLO CLO Total cholesterol 6.77 (1.37) 6.91 (1.45) mmol/l HDL cholesterol 1.46 (0.30) 1.45 (0.30) mmol/l Triglycerides )j 2.08 (1.19) 1.82 (1.11) mmol/l Apolipoprotein A1 1.22 (0.15) 1.18 (0.17) g/i Apolipoprotein B 1.05 (0.33) 1.04 (0.39) g/i t) Paired t-test: p<0.03 Table II. The amount of arachidonic acid (AA), eicosapen- taenoic acid (EPA) and docosahexaenoic acid (DHA) as % of total fatty acids in plasma triglycerides, plasma phospho- lipids and plasma cholesterol esters with and without cod liver oil substitution. Not CLO CLO Paired t-test Triglycerides 20:4 n6 (AA) 0.81 0.85 NS 20:5 n3 (EPA) 0.51 1.76 0.0001 22:6 n3 (DHA) 1.43 3.43 0.0001 Phospholipids 20:4 n6 (AA) 6.22 5.88 NS 20:5 n3 (EPA) 2.18 5.92 0.0001 22:6 n3 (DHA) 5.93 7.85 0.002 Cholesterol esters 20:4 n6 (AA) 4.26 4.61 NS 20:5 n3 (EPA) 2.25 6.02 0.0001 22:6 n3 (DHA) 1.16 1.56 0.004 TG, all participants Participants Figure Triglyceride values of all participants, first column when not on cod liver oil, second column after taking cod liver oil for four to six weeks. komið í ljós að hátt hlutfall af bæði n-6 og n- 3 ómettuðum fitusýrum í heildarfitu fæðunnar, veldur lækkun á kólesteróli, aðallega LDL- kólesteróli og um leið apólípóprótíni B

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.