Læknablaðið - 15.05.1990, Síða 31
ERÝBAS
erýtrómýsín
sfgilt sýklalyf
Hver sýruhjúptafla inniheldur: Erythromycinum INN 250 mg eða
500 mg. EIGINLEIKAR: Erýtrómýcín er sýklalyf, sem verkar á
bakteríur með því að hindra kjamasýrumyndun. Lyfið er sýkla-
heftandi (bakteríustatískts). Það verkar á flestar tegundir Gram-
jákvæðra sýkla og einnig á branhamella, legionella auk chlam-
ydiastofna, Bordetella pertussis og mycoplasma. Lyfið frásogast
all vel. Helmingunartími í blóði er 1,5-3 klst. Próteinbinding er
60-80%. Lyfið útskilst að mestu í galli, en mjög lítið í þvagi.
ÁBENDINGAR: Sýkingar af völdum erýtrómýcínnæmra sýkla.
Sýkingar af völdum pneumokokka eða hemolytískra streptok-
okka, þegar penicillínofnæmi er til staðar. Campylobactersýk-
ingar. Acne vulgaris. Virkt gegn chlamydia stofnum, t.d. við
þvagrásarbólgu og einnig gegn Legionella pneumophila og skyld-
um bakteríum. FRÁBENDINGAR: Ofnæmi fyrir erýtrómýcíni.
AUKAVERKANIR: Ofnæmi fyrir lyfinu er sjaldgæft og kemur
fram sem útþot eða lyfjahiti. Ógleði og uppköst, algengara hjá
bömum. Lifrarstarfsemi getur brenglast. MILLIVERKANIR:
Erýtrómýcín dregur úr sýkladrepandi áhrifum penicillíns, cefal-
óspórínsambanda, linkómýcíns og klindamýcíns. Teófýllínmagn
í blóði getur hækkað. Lyfið truflar umbrot eftirtalinna lyfja:
brómókriptíns, cýklóspóríns, ergótamíns, karbamazepíns, met-
ýlprednisólóns, tríazólams og kúmarínlyfja. SKÁMMTA-
STÆRÐIR HÁNDA FULLORÐNUM: Venjulegur skammtur
er 500 mg á 12 klst. fresti. Við alvarlegum sýkingum má gefa 2 g
eða jafnvel meira á sólarhring. Skammtur skal þó ekki vera meiri
en 4 g á sólarhring. Lyfið skal tekið fyrir eða með mat. Við acne
vulgaris: 500 mg tvisvar sinnum á dag í upphafi með-
ferðar, síðan 250 mg tvisvar sinnum á dag.
SKAMMTASTÆRÐIR HANDA BÖRNUM:
Venjulegur skammtur er 30-50 mg/kg
líkamsþunga á sólarhring, gefinn í tveimur til
fjórum jöfnum skömmtum. Við campylo- , DEITA
bactersýkingum: 250 mg tvisvar sinnum á
dag. Lyfið skal tekið fyrir eða með mat.
PAKKNINGAR: Sýruhjúptöflur 250 mg:
30 stk.; 40 stk.; 100 stk. Sýruhjúptöflur 500
mg: 20 stk.; 30 stk.; 100 stk.
RBKIAVIKURVEGI 78,
222 HAFNARRRÐI