Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1990, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.05.1990, Qupperneq 34
254 LÆKNABLAÐIÐ en meðgöngutími veirunnar er mismunandi langur eftir því á hvem hátt smitið varð (7). Flest böm sem greinst hafa með alnæmi og smituðust á meðgöngu fengu einkenni HIV sýkingar á fyrsta aldursári (7). Um helmingur þeirra greindist með alnæmi við níu mánaða aldur og flest greindust fyrir tveggja ára aldur. A hinn bóginn liðu að meðaltali 17 mánuðir þar til vart varð fyrstu einkenna HIV sýkingar ef bamið smitaðist af blóðgjöf (7). Lengsti þekkti meðgöngutími veirunnar hjá bömum er sjö til átta ár (7,20). Sum þessara bama voru jafnframt með neikvæð HIV mótefnapróf langt fram eftir aldri, þó sýkt væru (21,22). Ekki er vitað hvers vegna meðgöngutími veirunnar er svo miklu styttri hjá bömum en fullorðnum, en talið er að helmingur fullorðinna sem smitast af HIV muni fá einkenni alnæmis sjö til níu árum efir smit (23). Flest böm sem smitast í móðurkviði eru einkennalaus við fæðingu. Lýst hefur verið ákveðnum andlitsdráttum hjá HIV sýktum nýfæddum bömum, en óvíst er hversu sérhæf (specific) þau einkenni eru (24). Fyrstu einkenni HIV sýkingar í bömum eru oft mjög ósérhæf til dæmis vanþrif, niðurgangur, þruska í munni, torkennileg útbrot, hiti, útbreiddar eitlastækkanir og lifrar- og/eða miltisstækkun (25). Þar sem HIV veiran veldur víðtækri röskun á ónæmiskerfi líkamans, líður oftast ekki langur tími frá ofangreindum einkennum þar til alvarlegir fylgikvillar sýkingarinnar koma fram. Þessir fylgikvillar einkenna alnæmi og hjá bömunt eru það einkum ýmsar sýkingar sem eru mest áberandi (7,25,26). Sá sjúkdómur sem einna helst einkennir alnæmi hjá bömum er L.I.P. (lymphocytic interstitial pneumonitis) (7). L.I.P er hægfara lungnabólga og sést hjá um helmingi bama með alnæmi (7,27). Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar, en sterkar líkur benda til, að Epstein-Barr veiran sé orsakavaldurinn (28). Af ókunnum ástæðum fá böm með L.I.P. mjög sjaldan aðrar lungnasýkingar til dæmis Pneumocystis carinii og eru horfur þeirra venjulega betri en þeirra sem hafa önnur alnæmiseinkenni (27-29). L.I.P er jafnframt mjög sjaldgæfur hjá fullorðnum með alnæmi (30). Önnur algeng einkenni alnæmis hjá bömum eru: 1) Endurteknar lífshœttulegar bakteríusýkingar svo sem blóðsýkingar, lungnabólga og heilahimnubólga af völdum S. pneumoniae, H. influenzae, Salmonella eða Staphylococci (31). Þar sem flest böm með alnæmi fiafa ekki náð að mynda mótefni gegn mörgum bakteríum er þau veikjast af HIV, er þeim hættara en fullorðnum að fá alvarlegar bakteríusýkingar (31,32). 2) Aðrar bakteríusýkingar svo sem endurteknar eymabólgur og sýkingar í andlitsholum (sinusitis) eru mjög algengar (31). 3) Lungnabólga af völdum Pneumocystis carinii sést hjá um 50% bama með alnæmi (33). Þær eru algengastar hjá bömum á fyrsta aldursári og eru lífshorfur þeirra mjög slæmar (7,34). 4) Aðrar sýkingar til dæmis af völdum mycobaktería, Candida, CMV (cytomegaloveiru), cryptosporidium og herpes veira eru oft alvarlegar og langvinnar (7,35). 5) Fyrstu einkenni alnæmis hjá bömum eru oft frá miðtaugakerfi (CNS). Þau eru einkum afturför í andlegum þroska, hreyfihamlanir og breyting á hegðun (36). Talið er, að HIV valdi þessum einkennum með sýkingu í miðtaugakerfinu (37). 6) Illkynja krabbamein eru sjaldgjæf (7). Kaposi sarcoma hefur verið lýst hjá um 4% þessara bama og eitilfrumukrabbameini (lymphoma) í miðtaugakerfi hjá um 2%. 7) Truflun á blóðmynd, einkum fækkun á blóðflögum (thrombocytopenia) og blóðþurrð (anemia) er mjög algeng (25,38). Fækkun á einkoma hvítum blóðfrumum (lymphocytopenia) er sjaldgæfari en hjá fullorðnum, þó hlutfall T4 og T8 einkoma hvítra blóðfruma sé oft minnkað (25). 8) Ósérhœf (unspecific/polyclonal) hœkkun á immunoglobulinum sést hjá svo til öllum bömum með alnæmi en veitir hins vegar litla sem enga vemd gegn sýkingum (7,31). HORFUR Um 55% bama sem greind hafa verið með alnærni í Bandaríkjunum hafa dáið af fylgikvillum HIV sýkingarinnar (10). Að meðaltali eru lífshorfur þeirra um tvö ár eftir

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.