Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1990, Síða 55

Læknablaðið - 15.05.1990, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 273 Stiftbefalingsmœnd, Friherrer, Biskopper, Amtmœnd, Landsdommere,Laugmœnd, Presidenter, Borgmestre og Raad, Fogeder og alle Andre, som denne Vores Plakat under Vort Cancellie-Seigl tilskikket vorder, at den paa behörige Steder til Alles Eftererretning strax lader lœse og forkynde. Givet paa Vort Slot Christiansborg udi Vores kgl. Residenc-stad Kjöbenhavn den 18. Mai 1787». Auglýsingin er undirrituð af Kristjáni 7. Þetta fyrsta konunglega opna bréf um sóttvamir á íslandi gagnvart útlöndum verður að teljast mjög stefnumótandi og má sjálfsagt rekja til hugsanlegra afieiðinga af afnámi einokunarverslunarinnar og þar með opnun íslands fyrir umheiminum meira og minna milliliðalaust. Þetta bréf, sem er sérstaklega ætlað íslendingum, er aftur gefið út 27. maí 1803 og þá með þeirri breytingu, að auglýsingin taki einnig til Færeyja. Enn á ný er bréfið gefið út 20. júní 1838, og þá með þeim breytingum, að dregið er úr kröfum um meðferð látinna manna í hafi og fata þeirra. Þá var nú endanlega staðfest, að «reglugerð um Quarantine-ráðstafanir í Danmörku og Noregi, útgefin þann 8.Febr. 1805», skuli einnig gilda á Islandi: «Tilskipan um Quarantine-ráðstafanir í Danmörku og Norvegi, útgefin þann 8. Febr. 1805 ásamt instruxi fyrir lóðsa í Danmörku og Norvegi, dags. 1. mars s. ár á íslensku útlögð af conferencer. og justit. Dr. jur. Magnúsi Stephensen. Viðeyjarklaustri 1831. 8vo 56 Sider.» (18,19) Þessi reglugerð, sem í fyrstu er aðallega stfluð á Danmörku og Noreg (og á einnig að gilda um Hertogadæmin) er mjög ítarleg, heilbrigðis- og sóttvamarreglugerð, og er raunar miklu víðtækari en auglýsingin frá 18. maí 1787, sem snýr fyrst og fremst að íslandi. Reglugerðin er í 40 greinum auk viðbótar um efni þau eða hluti, sem smithætta eða eiturverkanir kynnu að stafa af, og þá um leið upp talin þau efni, sem ekki þarf að óttast. Hér er því einnig um að ræða all nákvæma eiturefnareglugerð. I fyrstu grein reglugerðarinnar (tilskipan) er rætt um heilbrigðisnefndir eða sóttvamamefndir (Sundheds eller Quarantine-Commissioner) sem séu nú þegar til staðar víða í helstu kaupstöðum við sjó (í Danmörku og Noregi), en nú sé nauðsynlegt að koma slíkum nefndum upp í smærri sjóplássum, þar sem ætla má að útlend skip leiti hafnar. I nefndimar ber að skipa yfirvald staðarins, hér fógeta, lækni staðarins, hér landlækni, héraðslækni eða annan lækni. Þá er tilnefndur einhver maður tengdur sjóhemum, ef til staðar er eða annar maður vanur siglingum. Aðrar tilnefningar kunna að koma til greina eftir atvikum. Hér á landi rnunu bæjarstjómir (sveitastjómir) hafa skipað þriðja mann í nefndimar úr sínum hópi eftir að þær fengu bæjarstjómarréttindi. Þessar nefndir munu ekki hafa verið annað en nafnið tómt, hafi þær á* annað borð verið skipaðar, þangað til fyrsta varanlega heilbrigðis- og sóttvarnarhaldsnefndin var skipuð af Rosenöm stiftamtmanni 1848 eins að ofan greinir. í reglugerðinni frá 1805 eru miklar varúðarráðstafanir við hafðar um meðferð látinna manna og fatnaðar þeirra, það er að segja sökkva í hafið eða jarða allt í einni kistu ef um veika eða grunsamlega skipbrotsmenn var að ræða sem látist höfðu í landi. Einnig mátti brenna eigur manna, einkum sængurföt. Þá var tekinn upp grænn fáni, sem hafa skyldi við hún ef sótt var um borð eða komið frá höfnum þar sem sóttir geisuðu. Þá var notaður sérstakur blikkkassi í keðju, þar sem þurfti að flytja bréf, skjöl, peninga eða aðra smáhluti í land. Var kassinn látin síga frá skipi niður í bát, sem komið hafði úr landi, en báturinn skyldi halda sig vindmegin við skipshlið. Innihald kassans var síðan er í land var komið baðað úr ediki, eða reykt, áður en skipsskjöl og annað innihald kassans var kannað. Lóðsinn, var fulltrúi heilbrigðis- og sóttvamarhaldsnefndar er hann fyrstur manna úr landi hafði samband við aðkomuskip. Hann varð því að fara mjög varlega, og fara ekki um borð fyrr en að vel athuguðu máli svo hann lenti ekki sjálfur í sóttvamarhaldi með skipshöfninni, ef aðstæður reyndust grunsamlegar. Þessari sóttvamarreglugerð frá 1805 var í fyrstu aðeins ætlað að gilda fyrir Noreg og Danmörku, og var miklu viðameiri en reglugerðin um bólu og mislinga frá 1787, sem stíluð var á Island. Seinna var stóra reglugerðin frá 1805 þýdd á íslensku af Magnúsi konferensráði Stephensen í Viðéy 1831 og talin gilda eftir það fyrir ísland eða vera til viðmiðunar á Islandi þótt um það væru ekki gefin út sérstök fyrirmæli. En 1838 eru tekin af öll tvímæli um þetta atriði og auglýsingin frá 1787 numin úr

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.