Læknablaðið - 15.05.1990, Síða 56
274
LÆKNABLAÐIÐ
gildi, um leið. Þá var einnig dregið nokkuð
úr varúðarráðstöfunum er snertu íveruföt,
sængurföt og aðrar eigur manna sem veikst
höfðu eða látist í hafi, og talið nægja að
reykja gripina í stað þess að sökkva þeim í
sæ eða brenna eftir atvikum. Þessari slökun
á varúðarráðstöfunum, sem fyrst var auglýst
í byrjun árs 1839 í Vestmannaeyjum og
Reykjavík, má ef til vill kenna bólusóttina,
sem hóf feril sinn í Vestmannaeyjum
1839 eins og áður er getið. Hinar fyrri
ströngu ráðstafanir frá 1805 voru síðan aftur
teknar upp 1851, enda var þá komin ný
sótt til sögunnar við bæjardyr Danmerkur,
austurlenska kóleran í Eystrasaltslöndin og
England. (20)
KÓLERAN
Kólera er ævafom sjúkdómur í austanverðri
Asíu og landlægur í Indlandi frá ómuna
tíð. Það var fyrst er samgöngur bötnuðu að
stórfaraldrar breiddust út um Austurlönd
nær og fjær, fyrst 1817. Sjúkdómurinn
komst þó ekki til Vesturlanda fyrr en í fyrsta
heimsfaraldrinum 1826-1834. Þessi fyrsti
kólerufaraldur í Evrópu kom til Rússlands
1830, til Hamborgar og vesturstrandar
Englands 1831 og vestur um haf 1832.
Fran^ois Magendie frá Borgarsjúkrahúsinu
Hotel Dieu í París heimsótti pestarsvæðin í
Sunderland við ána Tyne og sá þar sjúklinga
í október 1831, sem hann lýsti svo í bréfi
til forseta Vísindaakademíunnar í París:
«...alheilbrigður maður, verður á því
augnabliki, sem hann veikist af kóleru eins
og liðið lík,... nema augun...» Seinna sagði
hann, staddur í London: «Eg held að þetta
sé sjúkdómur sem hefst á endalokunum,
dauðanum.» (20) Það var ekki að furða
þótt danska stjómin brygðist hart við.
Þann 11. júní 1831 voru gefin út tilmæli í
umburðarbréfi til allra amtmanna um vamir
gegn kóleru (21), og nokkru seinna 24. júní
enn nýtt umburðarbréf til stiftamtmanns um að
koma á fót heilbrigðisnefndum til vamar gegn
kóleru (22), og fleira í sama dúr næstu mánuði
og ár.
Arið 1849 skall nýr kólerufaraldur yfir
Evrópu, sem leiddi meðal annars til
mikils mannfalls í Noregi og Englandi,
en þá létust 53.000 manns á Englandi.
Þá var enn endumýjuð krafan um að
heilbrigðis- og sóttvamamefndir þær er
stofnað var til hér 1831 og síðar yrðu
endurreistar með umburðarbréfi stjórnardeildar
innanríkisráðuneytisins eftir samkomulagi
við stjómardeild fjárhagsmálanna. Hafði
stjómardeildin þegar með bréfi 17. mars 1849
skipað fyrir um þessi mál. Þótti hlýða að gefa
enn nákvæmari fyrirmæli, með umburðarbréfi
5. júlí 1851, til allra sóttvamarhaldsnefnda á
íslandi (23,24). Þetta stjómarbréf undirritaði
Matthías Rosenöm, nú innanríkisráðherra.
í Danmörku var allt sóttvamarhald upphafið
með lagaboði 10. mars 1852, en það lagaboð
náði ekki til íslands. Dönum þótti strangar
sóttvamarreglur hefta mjög siglingar, verslun
og viðskipti. Þá leið ekki á löngu uns
þriðji heimsfaraldur kólerunnar skall yfir
Kaupmannahöfn árið 1853, sem deyddi
þegar það ár 6000 manns í Kaupmannahöfn
einni, en hún taldi þá 120.000 íbúa. Þetta
ár reyndi á hina nýju heilbrigðis- og
sóttvamarhaldsnefnd hér, eins og fram kemur í
fyrstu fundargerð nefndarinnar 20. júlí 1853,
sem sagt er frá í upphafi þessa spjalls. I
þessum faraldri, sem einnig gekk yfir Bretland
og drap þar 23 þúsund manns, fannst loks
sambandið á milli kólerusýkingar og mengaðs
drykkjarvatns í Breiðstrætisbrunninum í
London. Deyfingameistari (anesthetist)
Viktoríu drottningar, John Snow, gerði sér
grein fyrir því, að skólpmengað drykkjarvatn
bar kólerueitrið (smitið) með sér í fólk sem
drakk vatn úr þessum brunni. Hann taldi
einnig þetta eitur vera smákom, sem síðar
reyndist vera kólerusóttkveikjan, Vibrio
Cholerae, sem Kock sannaði 30 árum síðar.
John Snow stöðvaði og útbreiðslu kóleru í
Soho í London með því að taka dæluhandfang
Breiðstrætisbrunnsins úr sambandi. Þessa
atburðar er enn minnst á sama stað í John
Snow-öldurhúsinu. Það er nú í Broadwick
Street (20). Minna má á, að Rosenöm
stiftamtmaður síðar ráðherra og dr. Schleisner
voru samtímis á íslandi árin 1847 til 1848.
Þeir hafa áreiðanlega rætt heilbrigðismál.
NOKKUR ORÐ UM NÖFN
ÚTBROTASÓTTA
A blöðum þessum hefir verið vitnað til orða
T. Sydenhams um lík einkenni bólusóttar og
mislinga, einkum í byrjun veikinnar. Sveinn
Pálsson telur einnig í grein um sjúkdómanöfn
(27) mislingasótt (febris morbillosa) mjög
sviplíka bólu fyrst í stað. Sveinn telur