Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1990, Side 57

Læknablaðið - 15.05.1990, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 275 nafnið mislingar komið frá Dönum, og sé sjúkdómurinn mjög sjaldgæfur hér á landi, enda ekki getið í annálum síðan 1644 (Annálar Bjöms á Skarðsá). Þá kom veikin á Eyrarbakka með útlenskum. ítalska nafnið á mislingum morbilli þýðir raunar litla bóla til aðgreiningar frá stóru bólu eða bólusótt, svo líkar þóttu þessar tvær sóttir. Ekki mun þó almenningi á íslandi hafa orðið skotaskuld úr því að þekkja fullþroska bólusóttarfaraldur, þar sem sóttin varð aldrei landlæg eins og annarsstaðar vegna strjálbýlis hér, enda komst hún snemma inn í annála, eða 1240. Flekkusóttar er oft getið í annálum (14). Útgefendur Lovsamling for Island þeir Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson nota það nafn í þýðingum á mœslinger. Sveinn Pálsson segir um flekkusótt (febris petechialis, miliaris, purpuralis), að hann «veit ei til at einsömul nokkurntíma gengit hafi á Islandi, en samferða landfarsóttum og bólusótt, fer trauðla hjá, at hún ei birtst hafi þar sem annarstaðar» (27). Þessar umsagnir Sveins Pálssonar um mislinga og flekkusótt sýna vel glundroðann sem ríkt hefir í greiningu útbrotasótta í lok 18. aldar. Sprinkler er enn eitt nafnið á útbrotasótt, sem kemur fyrir í danskri tilskipun frá 1782: «Naar nogen blandt Almuen paa Landet bliver syg enten af Blodgang, Sprinkler eller nogen anden farlig sygdom blandt Husets Folk....» (28) Sprakla er sænska orðmyndin af Sprinkler og var áður fyrr notuð um mislinga í sænskum mállýskum. Spreklóttur er samsvarandi orðmynd á íslensku (29). Mislinga er getið í Minnisverðum tíðindum frá nýári 1795 til vordaga 1798 og lýst sem útbrotum, sem flögnuðu af, auk hálsbólgu (30), og myndum við nú telja, að þar hefði frekar verið lýst skarlatssótt en mislingum. í orðabókum R. Cleasbys & G. Vigfússonar og Sigfúsar Blöndals er flekkusótt þýdd á ensku scarlet fever og á dönsku skarlagens feber, það er að segja skarlatssótt. Dílasótt er loks, árið 1882, notuð um mislingafaraldur, sem þá gekk, en nú er það heiti, í nýlegu lagafrumvarpi um sóttvamir, notað um útbrotataugaveiki (typhus exanthemicus). í nýju Iðorðasafni lækna er svo gamalkunnugt mislingaheiti, flekkusótt, notað um útbrotataugaveikina (31,32,33). Öll eru þessi sjúkdómsnöfn, sem hér hafa verið nefnd, með nokkmm hætti tengd sjúkdómseinkennum, sjúkdómsgreiningunni, svo sem dílóttur, flekkóttur og svo framvegis. Ekki er hægt að treysta þessum nöfnum í nýjustu ritum, hvað þá í eldri ritum, sem réttum sjúkdómsgreiningum þó öll kunni þau að minna á tiltekin einkenni. Eftir að útbrotasóttimar fengu sinn fasta sess í sjúkdómafræðinni hefir mislingaheitið, eða nöfn af sama stofni orðið viðurkennd heiti á þeirri sótt. A Norðurlöndum eru nöfnin mislingar, mœslinger, meslinger, mássling. Á Englandi er talað um measles. I Þýskalandi er heitið Masern eða Flecken og á Frakklandi rougeole (rauður blettur). Öll eiga þessi nöfn uppruna sinn og stofninn ma að rekja til sanskrítarorðsins masura, sem þýðir flekkir, blettir. Krefðu (27, 34) sóttamafnið er ekki notað lengur. SUMMARY In this paper the constitution and function of the first active public health and quarantine - commission in Iceland is brought from obscurity and discussed in detail. The original handwritten records of the commissions meetings 1848 - 1885 together with the Danish govemment public health acts and bylaws from 1782 - 1873 are reviewed. The superior magistrate (stiftamtmaður) of Iceland, M. Rosenöm, later home secretary of Denmark, constituted the public health and quarantine- commission and authorized its books of records in the year 1848. It may be mentioned by the way, that the renowned Danish physician dr. Schleisner was, in 1847-48 also, staying in Iceland on a special public health assignment for the govemment. The commission was before long put to test, as the third cholera pandemic had then already reached Copenhagen, wherefrom there was a direct and frequented searoute to Iceland. Although it may be difficult to gauge preventive measures, it is obvious, that when the main duty of the commission was quarantine, that is to say until 1873, neither cholera, small-pox nor measles gained foothold in Iceland. All these scourges were at that periode, more or less prevalent in the neighbouring countries, and even one of them, small-pox was brought to Reykjavik by French fishing vessels during a great epidemic on the continent 1871-72. The commission succeeded in isolating 14 small- pox cases at that time by using the then abandoned, out-of-the-way, episcopal seat at Laugames for quarantine-house.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.