Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 48
412
LÆKNABLAÐIÐ
Tafla 1. Samsvörun klínísks gruns heimilislæknis og
niðurstööu hálsræktunar.
Klínískur Ræktun
Flokkar Eölileg Keöjuk. Ekki
grunur
A, C eöa G flóra fl. A fl. A
Bakteríur .. 9 6 4 11
Veirur .. 5 19 2 22
Samtals 14 25 6 33
til rannsóknar. Aldursdreifing var 5-52 ár og
meðalaldur 24 ár (miðgildi 21 ár). S. pyogenes
ræktaðist úr hálsi sex sjúklinga.
Snargreiningaprófið var jákvætt hjá sex
sjúklingum, en það samsvaraði niðurstöðu
ræktunar í fimm tilvikum (rétt jákvæð). Eitt
prófið reyndist falskt neikvætt (ræktun: S.
pyogenes, lítill vöxtur) og eitt prófið falskt
jákvætt (ræktun: /3-hemólýtískir keðjukokkar
af flokki C, nokkur vöxtur). Næmi prófsins
var 83%, sértæki 97%, jákvætt spádómsgildi
83% og neikvætt spádómsgildi 97%.
í 15 tilvikum taldi heimilislæknir að um
bakteríuhálsbólgu væri að ræða, en það
reyndist rétt í fjórum tilvikum (4/15). Næmi
greiningar heimilislæknis (baktería eða ekki)
var 67%, sértæki 67%, jákvætt spádómsgildi
27% og neikvætt spádómsgildi 92% (sjá
töflu 1; ath. að hjá einum sjúklinganna
gleymdist að skrá klínískan grun). Ef hins
vegar bakteríuhálsbólga er einnig talin vera
af völdum /3-hemólýtískra keðjukokka af
flokkum C og G var klínískt mat rétt í níu
tilvikum (9/15). í 24 tilvikum var grunur
um veirur og var það líklega rétt í 19 þeirra
(19/24), þar sem hemólýtískir keðjukokkar
af flokkum A, C eða G fundust ekki. Næmi
greiningar heimilislæknis var 64%, sértæki
76%, jákvætt spádómsgildi 60% og neikvætt
spádómsgildi 79% (tafla 1).
Einstaklingar með S. pyogenes í hálsi reyndust
í fimm af sex tilvikum hafa graftamabba
og/eða skánir á hálskirtlum en aðeins fjórir af
25 með eðlilega hálsflóru höfðu graftamabba.
Hiti var algengari meðal þeirra, sem höfðu
jákvæðar bakteríuræktanir (10 af 15 á móti 10
af 25) og kvefeinkenni meðal þeirra sem ekki
höfðu S. pyogenes í hálsi (10 af 34 á móti 0
af 6).
Tuttugu einstaklinganna leituðu læknis innan
tveggja daga, en 35 innan fimm daga frá
byrjun einkenna. Einn var á penisillínmeðferð,
en hjá honum reyndust bæði prófin neikvæð.
UMRÆÐA
Niðurstöður snargreiningaprófsins eru í
samræmi við aðrar sambærilegar kannanir
sem gerðar hafa verið erlendis. Næmi (83.3%)
og sértæki (97%) eru síst lakari en í öðrum
sambærilegum prófum. Þar sem athugun
okkar var lítil var erfitt að draga miklar
ályktanir af henni einni sér, og þarf að hafa
í huga niðurstöður annarra sambærilegra
rannsókna. Eins og sést í töflu 2, er næmi
prófanna 55-96% (meðaltal 78%) og sértæki
54-100% (meðaltal 92%). Helsti galli
prófanna er of lítið næmi. Allir sjúklinganna
sem í rannsókn okkar höfðu rétt jákvætt
mótefnavakapróf höfðu mikinn vöxt af S.
pyogenes í hálsræktuninni, en sá einstaklingur
sem hafði falskt neikvætt próf hafði lítinn
vöxt. Því hefur verið haldið fram að þeir
sem hafa lítinn vöxt frá hálsstrokum séu
líklegri til að vera berar en vera sýktir, og
því skipti þessi falsk neikvæðu svör litlu
máli. Ef það er rétt væru mótefnavakaprófin
heppilegri en ræktanir, því það eru hinir
sýktu sem eru í hættu að fá gigtsótt eða
bráða nýmahnoðrabólgu en ekki beramir.
Gerber og félagar (19) athuguðu 31 bam sem
hafði neikvæð mótefnavakapróf og jákvæðar
ræktanir. Fjórtán þeirra (45%) fengu hækkun
á keðjukokkamótefnum og verða því að
teljast sýktir, samanber 114 af 224 (51%)
bömum sem höfðu bæði jákvæðar ræktanir
og mótefnavakapróf. Þetta bendir til þess
að um helmingur einstaklinga með neikvæð
mótefnavakapróf séu sýktir og þess vegna í
hættu að fá síðkomna aukakvilla. Lítill vöxtur
þarf því ekki að þýða að sjúklingurinn sé
keðjukokka-beri, heldur getur viðkomandi
verið sýktur. Þótt sértæki sé ekki 100% kemur
það minna að sök, þar sem afleiðingin er
aðeins að einhverjir fá sýklalyf að þarflausu.
Þar sem notkun prófsins er líkleg til að draga
úr sýklalyfjanotkun er það lítill galli.
Mótefnavakaprófin eru ekki jafn næm og
ræktun og því vaknar spurningin hvenær rétt
sé að nota þessi próf? Prófin eru til bóta þegar
þau eru notuð ásamt ræktunum. Þau hindra
að einhverjir fái sýklalyf að nauðsynjalausu,
og þeir sem hafa jákvætt próf fá sýklalyf
fyrr en ella, sem gæti hugsanlega flýtt bata
(20). Þeir sem hafa falsk neikvæð próf yrðu