Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 441-7 441 Hjalti Kristjánsson 1), Jóhann Ag. Sigurösson 1), Guöjón Magnússon 1), Leif Berggren 2) SKOÐANIR LÆKNA Á STARFSSVIÐUM SERGREINA III: Afstaða til tilvísana, heilsugæslu, sérfræðiþjónustu og vitjana ÁGRIP Þessi grein er sú þriðja í röðinni af fimm sem fjalla um skoðanir lækna á starfssviðum sérgreina (1,2). í fyrri greinum var hugtakið huglæg vallhöslun (non-physical territorial behaviour) skilgreint og sagt frá viðhorfum til heildrænnar yfirsýnar og óvinsælla viðfangsefna. í þessari grein verður einkum skýrt frá afstöðu lækna til tilvísana og nauðsynjar þess að »stýra sjúklingaflæðinu«, til vitjana, hvort ráða eigi sérfræðinga aðra en heimilislækna í fullar stöður á heilsugæslustöðvar, hvort heimilislæknar séu að sinna verkefnum sem ættu frekar að vera í höndum sérfræðinga og öfugt. INNGANGUR Á síðustu árum hafa íslenskir læknar deilt um réttmæti tilvísana og virðast þeir þar skiptast í flokka eftir sérsviðum. Megin tilgangur með tilvísunum hefur fyrst og fremst verið upplýsingamiðlun á milli lækna en einnig hefur þeim verið ætlað að »stýra sjúklingaflæðinu«. Þá er gert ráð fyrir að sjúklingar leiti til heimilislæknis sem vísar þeim síðan til sérfræðinga eftir því sem við á. Sýnt hefur verið fram á (3) að sérfræðiþjónusta er yfirleitt dýrari í þeim Iöndum þar sem tilvísanaskylda er ekki við lýði og hafa því heilbrigðisyfirvöld mikinn áhuga á málinu. Aðrir (4,5) hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu að það geti verið hættulegra fyrir sjúklinginn að leita beint til sérfræðings án tilvísunar heldur en að láta heimilislækni stýra flæðinu. Skoðanir á þessu máli geta því mótast af fjárhagslegum sjónarmiðum og faglegum ágreiningi (1,6). Fáar rannsóknir hafa verið gerðar meðal Frá 1) læknadeild Háskóla íslands / heimilis- og félagslæknisfræöi, 2) Nordiska Hálsovárdshögskolan, Gautaborg. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Jóhann Ag. Sigurösson. sjúklinga, en Slunge (7) sýndi fram á að tveir þriðju aðspurðra í Svíþjóð vildu helst leita fyrst til heilsugæslustöðva, ef sjúkdómurinn var ekki »banvænn«. Þessi ágreiningsatriði eru hluti af mörgum öðrum sem rekja má til skoðanamunar á verksviði sérgreina og þróunar síðustu ára í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins (1). Tilgangur þessarar greinar er að kanna þessi mál sérstaklega og í því skyni hafa verið settar fram eftirfarandi tilgátur (6): * Starfshópar (sérgreinar) leitast við að marka sér eins umfangsmikið verksvið og frekast er unnt. * Heimilislæknar telja að þeir eigi að sjá um nær alla heilsugæslu. * Aðrir sérfræðingar vilja gjaman vinna í heilsugæslunni. * Heimilislæknar telja að þeir eigi að jafnaði að rannsaka sjúklinginn fyrst. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsókn þessi er hluti af samnorrænni könnun. Áður hefur verið gerð nánari grein fyrir efnivið og aðferðum (1,6). Árið 1988 var sendur út spumingalisti til 185 lækna í sjö sérgreinum, sjá Læknablaðið 1990; 76: 295-301. Heimtur í heild voru 81% (heimilislæknar 100%, bamalæknar 63%, öldrunarlæknar 100%, kvensjúkdómalæknar 81%, geðlæknar 67%, háls-, nef- og eymalæknar 89% og lyflæknar 65%) (1). Settar voru fram 65 fullyrðingar, sem læknum gafst kostur á að svara á fimm mismunandi vegu, það er: a) »hiklaust sammála«, b) »samþykki með nokkrum efasemdum«, c) »hef ekki skoðun á málinu«, d) »neita með nokkrum efasemdum« eða e) »neita hiklaust«. Úr þessum möguleikum voru síðan gerð »áherslustig« og tölfræðilegur samanburður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.