Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1990, Side 22

Læknablaðið - 15.11.1990, Side 22
444 LÆKNABLAÐIÐ ættu að fara í vitjanir. Mestur stuðningur var við að starfsfólk öldrunar- og geðdeilda færi einnig í vitjanir (60%). Öldrunarlæknar voru allir hlynntir því að þeir færu sjálfir í vitjanir, geðlæknar töldu í 60% tilvika að þeir ættu að fara í vitjanir. Bamalæknar töldu einnig í 68% tilvika að þeir ættu að fara í vitjanir. I öðmm sérgreinum voru skoðanir meira skiptar á þessu máli. Hjá heimilislæknum var þó einnig almennur stuðningur við vitjanir öldmnarlækna. Hópamir vom frekar hlynntir vitjunum geðlækna. Sérfrœðivinrta í heilsugœslunni. Myndir 7-12 sýna skoðanir lækna á því, hverjir eigi að vinna á heilsugæslustöðvum og álit sérfræðihópa á verkaskiptingunni. Eins og sjá má á myndunum telja heimilislæknar að heilsugæslustöðvamar eigi aðallega að vera mannaðar heilsugæslulæknum, en háls-, nef-, og eymalæknar, geð- og bamalæknar telja æskilegt að sérfræðingar (aðrir en heimilislæknar) vinni þar einnig í fullu starfi. Lyf-, kvensjúkdóma- og öldrunarlæknar em tvístígandi. Lítill stuðningur er við þá hugmynd að reka frumheilsugæsluna (primary health care) á göngudeildum sjúkrahúsa. Háls-, nef- og eymalæknar og bamalæknar telja að í heilsugæslunni séu unnin verk sem ættu að vera unnin af sérfræðingum. Öldrunar- og kvensjúkdómalæknar em tvístígandi, en aðrir andvígir. Heimilislæknar eru nær algjörlega ósammála þessari fullyrðingu. Einnig koma fram þær skoðanir heimilislækna að sérfræðingar vinni ýmis verkefni sem flytjast ættu til heilsugæslunnar. Bamalæknar, háls-, nef- og eymalæknar og lyflæknar eru tvístígandi, aðrir frekar sammála. Fæstir, nema bamalæknar, töldu að líta ætti á bamalækni sem heimilislækni fyrir böm, frekar en sem sérfræðing í hefðbundnum skilningi. í töflu III má sjá tölfræðilegan samanburð á stigagjöf hjá heimilislæknum borið saman við aðrar sérgreinar á fullyrðingu í myndum 7- 12. Eins og sjá má er tölfræðilega marktækur munur á milli þessara hópa í flestum tilvikum. UMRÆÐUR Fyrri rannsóknir á þessu sviði (1,2,6) sýndu að læknar hafa mjög ólík viðhorf til faglegra hluta og fer það mjög eftir sérgreinum. I þessari rannsókn kemur glöggt fram að heimilislæknar hafa önnur viðhorf en flestir sérfræðingar í öðrum greinum hvað varðar GPs Internists Gynaecologists Oto-laryngologists Geriatricians Psychiatrists Pediatricians 0 20 40 60 80 100 Percentage 2SS3 Disagree n□ No opinion ■■ Agree Fig. 7. Answers to the following statement (Q51): »The primary care ought to be carried out mainly at health service centres with only GPs employed«. Oto-laryngologists Pediatricians Psychiatrists Geriatricians Gynaecologists Internists GPs 0 20 40 60 80 100 Percentage £53 Disagree ZZ3 No opinion ■■ Agree Fig. 8. Answers to the following statement (Q52): »The primary health care ought to be carried out mainly at health service centres where other specialists are employed full-time, together with GPs«. £23 Disagree CZZ No opinion ■■ Agree Fig. 9. Answers to the following statement (Q53): »The primary health care ought to be carried out mainly at outpatient clinics in hospitals«.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.