Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Síða 28

Læknablaðið - 15.11.1990, Síða 28
450 LÆKNABLAÐIÐ Á síðasta aðalfundi sínum beindi Landssamband sjúkrahúsa því til einstakra sjúkrahússtjóma að reykingar verði bannaðar á sjúkrahúsum eigi síðar en 1. janúar 1991. Stjómamefnd Ríkisspítalanna hefur ákveðið að verða við þessari áskorun. Jafnframt ákvað hún að gerð yrði könnun meðal starfsfólks til þess að kanna viðhorf til reykinga og þekkingu á skaðlegum áhrifum þeirra. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Spurningalistar voru sendir til allra sem voru á launaskrá Ríkisspítala í desemberlok 1989. Fengu allir starfsmenn stutt bréf um aðdraganda könnunarinnar og spumingalistann. Engin ítrekun var gerð og starfsfólkið fékk aðeins þetta eina bréf. Höfð var fullkomin nafnleynd. Á spumingalistanum voru átta spumingar. Spurt var hvort fólk reykti og hvort það vildi hætta reykingum. Leitað var álits á því hvort fólk teldi að Ríkisspítalar ættu að bjóða starfsmönnum sem vilja hætta að reykja á námskeið. Fólk var beðið að taka afstöðu til tíu fullyrðinga um áhrif reykinga. Fimm fullyrðingar voru réttar og fimm rangar. Við val fullyrðinganna var stuðst við upplýsingar úr fræðsluritum Krabbameinsfélags íslands (6,7) og reynt að hafa atriðin ólík að innihaldi. Fjórar fullyrðinganna voru um hugsanlega skaðsemi reykinga tengda sjúkdómum, þrjár um tengsl reykinga og almenns heilbrigðis, ein fullyrðing var urn óbeinar reykingar, önnur um áhrif reykinga foreldra á reykingar bama og enn önnur um reykingar á meðgöngu. Ennfremur var spurt um álit fólks á því hvort banna ætti reykingar á heilbrigðisstofnunum. Loks var spurt um kyn, aldur og starfsheiti. Spumingalistinn fylgir í viðbæti. Öllum starfsmönnum á launaskrá Ríkisspítalanna, 3247 manns voru sendir spumingalistar þann 28. desember 1989. Endursendir listar starfsmanna sem voru hættir störfum eða voru frá vinnu í lengri tíma, t.d. vegna barnsburðarleyfa voru 70. Þann 17. janúar 1990 höfðu borist svör frá 1963 starfsmönnum eða 60.5% starfsmanna. Gera rná ráð fyrir að þá daga sem könnunin stóð yfir hafi einhverjir Tafla I. Starfsmenn og svarendur skipt eftir aldri. Aldur Allir starfsmenn Svarendur Fjöldi (%) Fjöldi (%) Yngri en 30 ára .. .. 643 (19.8) 405 (21.0) 30-49 ára .. 1536 (47.3) 952 (49.2) 50 ára og eldri ... .. 1068 (32.9) 576 (29.8) Alls 3247 (100.0) 1933 (100.0) X2=5.40 d.f.=2 p>.05 verið frá vinnu vegna veikinda eða fría og ekki fengið spumingalistann. Samtölur í töflunum geta verið mismunandi vegna þess að sumir svarendur hafa ekki svarað öllum spurningunum. Svör bárust frá 372 körlum og 1589 konum, enda eru konur í miklum meirihluta meðal starfsmanna Ríkisspítalanna. Tveir svarendur tilgreindu ekki kyn. Til þess að gera sér grein fyrir gildi niðurstaðna var borin saman skipting allra starfsmanna og svarenda eftir aldri og starfi. Á töflu I sést að hlutfallslega fleiri svarendur eru undir fimmtugu en færri eldri í samburði við alla starfsmenn. Munurinn er þó ekki marktækur. Tafla II sýnir hvemig svarendur skiptast í níu starfshópa. Þar sem úrtakið var fengið frá launadeild skrifstofu Ríkisspítala, miðast skipting eftir starfsheitum við þá flokkun sem skrifstofan notar. Takmarkar það nokkuð möguleika á sainanburði við aðrar kannanir. Ef litið er á dreifingu svarenda eftir starfshópum svara hlutfallslega flestir í hópi hjúkrunar- og skrifstofufólks, en fæstir meðal ræstingafólks og vaktmanna og tækni- og umsjónarmanna. í hjúkrunarhópnum eru fleiri konur en karlar og svo er einnig meðal skrifstofufólks en fáar konur eru tækni- og umsjónarmenn. Hugsanlega hefur þetta áhrif í þá átt að hlutfallslega fleiri konur hafi svarað könnuninni en karlar. Konur eru hins vegar fleiri en karlar í hópi ræstinga- og vaktmanna og kann því þessi munur að jafnast út. Að öðru leyti er gott samræmi í aldursdreifingu og dreifingu starfsfólks í starfshópa meðal allra starfsmanna Ríkisspítala og þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Áuk þeirra sem svöruðu alls ekki voru nokkrir sem svöruðu ekki einstökum spurningum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.