Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 44
464 LÆKNABLAÐIÐ ÁHRIF SÝKLALYFJA Á DNA MYNDUN OG ÖRSJÁRGERÐ BAKTERÍA MEÐAN Á EFTIRHRIFUM STENDUR Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir, Ragnhildur Kolka, Aðalsteinn Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. Lyflækningadeild og sýklarannsóknadeild Borgarspítala. Rannsóknastofa Háskólans í líffærafræði. Eftirhrif sýklalyfja (postantibiotic effect, PAE) er tímabundin vaxtarstöðvun baktería sem kemur fram eftir að sýklalyf eru horfin af sýkingarstað. Þessi vaxtarstöðvun er mislöng eftir því hvaða bakteríur og lyf eiga í hlut. Flest sýklalyf geta valdið eftirhrifum hjá Gram-jákvæðum bakteríum, en hjá Gram-neikvæðum bakteríum koma eftirhrif einungis fram eftir lyf sem verka á prótein- og/eða kjamasýruframleiðslu, en /3-lactamlyf valda ekki eftirhrifum hjá þessum hópi baktería. Einnig hefur verið sýnt fram á að bakteríur eru í mörgum tilfellum næmari fyrir átfrumuvirkni meðan eftirhrif vara (postantibiotic leukocyte enhancement, PALE). Hin síðari ár hefur áhugi manna á eftirhrifum sýklalyfja farið vaxandi því talið er að aukin þekking á þessum þætti í samspili baktería og sýklalyfja geti haft áhrif á skömmtun lyfjanna, sér í lagi tímalengd milli gjafa. Orsakir eftirhrifa eru ekki þekktar. Sýnt hefur verið fram á að þau skýrast ekki af sýklalyfjum í lágri þéttni á sýkingarstað. Til að komast nær orsökum þessarar tímabundnu vaxtarhömlunar höfum við bæði kannað DNA myndun og útlitsbreytingar baktería meðan á eftirhrifum stendur eftir gjöf mismunandi sýklalyfja. Rannsakaðar hafa verið bæði Gram-jákvæðar og Gram- neikvæðar bakteríur (S. aureus, E. coli og P. aeruginosa). Bakteríumar voru merktar með 'H-thymidine eða 'H- adenine í 10 mínútur með reglulegu millibili. Með þessum athugunum höfum við þróað nýja aðferð til að meta eftirhrif og hefur hún sýnt góða fylgni við viðurkenndar aðferðir (r=0,988 fyrir E. coli og r=0,831 fyrir S. aureus). Einnig höfum við sýnt fram á að DNA myndun er lítil í upphafi eftirhrifa eftir flest sýklalyf að ciprofloxacini undanskildu. Þegar eftirhrifum sleppir eykst DNA myndunin og helst í hendur við frumufjölgun. Með rafeindasmásjá hafa verið greindar breytingar á örsjárgerð bakteríanna sem eru sértækar eftir þvf hvaða lyf hafa verið gefin. Þessar athuganir benda til þess að orsakir eftirhrifa séu mismunandi eftir því hvaða bakteríur og lyf eiga í hlut. FRUMSÝKING AF CYTOMEGALOVEIRU OG MAGASÁR í HEILBRIGÐUM EINSTAKLINGI - SJÚKRATILFELLI Gunnar Guðmundsson, Davíð O. Arnar, Ásgeir Theodórs, Gunnar Valtýsson, Ásbjörn Sigfússon, Jón G. Jónasson. Lyllækningadeild St Jósefsspítala Hafnarfirði, Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, Rannsóknastofa Háskólans í líffærameinafræði. Cytomegaloveiru (CMV) sýkingar em algengar og meira en 50% fullorðinna hafa mótefni gegn veirunni. Algengast er að sýkingin sé einkennalaus. Einnig er vel þekkt eitlasóttarlík mynd sem stundum er með einkennum frá mörgum líffærakerfum. CMV sýkingar eru algengar í meltingarvegi hjá ónæmisbældum, til dæmis sjúklingum með alnæmi og líffæraþegum, en fáum tilfellum hefur verið lýst hjá sjúklingum með eðlilegt ónæmiskerfi. Fjömtíu og tveggja ára gömul kona var lögð inn með sex daga sögu um uppköst og verki í uppmagálssvæði með leiðni aftur í bak. Hún hafði áður verið hraust og aldrei fengið blóðgjöf. Hún fæddi heilbrigt bam 10 mánuðum fyrir innlögn. Við skoðun var kviður mjúkur en bein þreifieymsli í uppmagálssvæði. Engin lifrar- né eitlastækkun fannst. Speglun af efri meltingarvegi leiddi í ljós þrjú sár í maga. Tekin vom vefjasýni úr jöðrum sáranna. Vefjagreining með venjulegri HE litun staðfesti sár og í kirtilþekjufrumum í slímhúð magans og í einstaka frumum í eiginþynnu slímhúðar sáust CMV innlyksur. Blóðrannsóknir sýndu eitlafrumudreyra með frábrigðilegum frumum og IgM mótefni gegn CMV sem ekki vom til staðar 17 mánuðum áður. ítarlegar rannsóknir á ónæmiskerfi voru eðlilegar. Sjúklingur svaraði vel meðferð með H2-blokka og útskrifaðist við góða líðan. Speglun af efri meltingarvegi mánuði síðar sýndi að sárin voru gróin en enn sáust CMV innlyksur í vefjasýnum úr magaslímhúð. Endurteknar ónæmisfræðilegar rannsóknir og speglun af efri meltingarvegi sjö mánuðum eftir útskrift vom eðlilegar. Sjúklingurinn hafði þá verið einkennalaus frá útskrift. Fáum tilfellum af CMV sýkingum í meltingarvegi heilbrigðra hefur verið lýst og hjá fæstum þeirra hefur verið lýst ítarlegri rannsókn á ónæmiskerfi. Nokkur tilfelli eru frá því fyrir daga HIV mótefnamælinga. Sumir höfðu fengið blóðgjöf. Við höfum aðeins fundið tvö tilfelli þar sem sermisvendingu er lýst eins og hjá okkur. Það er óljóst hvort CMV valdi sárum í meltingarvegi eða hvort hún setjist í sár sem eru til staðar fyrir. Það að sýkingin var virk á sama tíma og sárin koma fyrir bendir til að veiran gæti hafa valdið sárunum. Ef CMV innlyksur sjást í vefjasýnum frá meltingarvegi ætti það að vekja gmn um ónæmisbælingu. En eins og þetta tilfelli sýnir geta CMV sýkingar komið fyrir í meltingarvegi heilbrigðra einstaklinga en eru þó afar sjaldgæfar. KÖNNUN Á ÞÉTTNI FRÚKTÓSAMÍNA OG HbAl í BLÓÐI HEILBRIGÐRA OG SYKURSJÚKRA Magnús Valdimarsson, Ástráður B. Hreiðarsson, Sigurður H. Sigurðarson, Matthías Kjeld. Rannsóknarstofan í Domus Medica, göngudeild sykursjúkra Landspítala. Frúktósamínpróf er nýleg aðferð til mælinga á sykurbundnum sermispróteinum. Frúktósamín samanstanda af flokki sermis - og vefjapróteina. Myndun þeirra er óensýmhvatað tveggja skrefa hvarf þar sem glúkósi og amínóhópar próteina hvarfast og mynda sykurbundin prótein á svipaðan hátt og á sér stað við myndun sykurbundins blóðrauða (HbA 1). Þar sem niðurbrotstími frúktósamína er mun styttri (1-3 vikur) en HbAl (u.þ.b. 120 dagar) endurspeglar þéttni frúktósamína og HbA I í sermi stjómun blóðsykurs á mismunandi tímum, eða á fyrstu til annarrar viku á undan blóðtökunni fyrir frúktósamínin og allt að áttundu viku fyrir HbA 1. Frúktósamínmæling getur því verið mikilvæg viðbót við mælingu HbAl til mats á sykursýkisstjómun, til dæmis ef breyta þarf meðferð. Frúktósamínpróf hefur ýmsa kosti fram yfir HbAl mælingu. Prófið er ódýrara, fljótlegt í framkvæmd, hægt að beita meiri sjálfvirkni. Til að finna viðmiðunarmörk fyrir frúktósamín og til að kanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.