Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Síða 46

Læknablaðið - 15.11.1990, Síða 46
466 LÆKNABLAÐIÐ 9 LTS SEM BÆTA ÞOL 7 LTS SEM BÆTA EKKI ÞOL (M±SF) (M±SF) Fyrir Eftir Fyrir Eftir FEV1 ..................................... 1.22±0.43 1.29±0.49 1.66±0.85 1.69±0.78 V02 hámark (ml/mín)....................... 1242±445 1558±501 1225±366 944±259 Loftfirröarmörk (ml) ..................... 944±205 N:5 1143±197N:5 832±186 N:6 719±155 N:6 6 mín. göngupróf (m) ..................... 609±98 686±135 633±125 N:6 683±137 N:6 VE/V02 hámark............................. 38±11 31 ±6 39±6 59±21 VE/MVV hámark............................. 0.89±0.13 0.88±0.18 0.84±0.30 0.91 ±0.26 sex mínútna göngupróf eftir fjórar gönguæfingar. b) hámarksþolpróf á hjóli með mælingum á súrefnisupptöku (V02), útskilnaði koltvísýrings (VC02) og öndun (VE). Þjálfun fimm daga vikunnar í sex vikur samanstóð af leikfimi, sundæfingum og göngu auk þess sem sjúklingar hjóluðu á þrekhjóii. Hver þáttur þjálfunar stóð yfir í 30 mínútur og var þyngd álags ákvörðuð af niðurstöðum þolprófa. Öndunaræfingar breyttust ekki við þjálfun. Níu LTS juku þol með marktækum bata á súrefnisupptöku og sex mínútna gönguvegalengd (P<0,01). Loftfirrðarmörk greindust hjá fimm þeirra og hækkuðu verulega við þjálfun (P<0,05). Mínútuöndun (VE) í álagi lækkaði hjá átta af níu sjúklingum og VE/VO: við hámarksálag lækkaði verulega (P<0,05). Sjö LTS bættu ekki þol þar sem hækkun varð ekki á V02 og loftfirrðarmörkum. Þessir sjúklingar bættu samt sex mínútna gönguvegalengd (P<0,01) og hámarksþyngd álags (wött) á hjóli (P<0,05). Niðurstöður sýna gagnsemi þjálfunar fyrir fullorðna sjúklinga með langvinna lungnateppu á háu stigi. Hvöt eða áhugi sjúklinga virðist ekki hafa áhrif á niðurstöður þolprófa þar sem mismunur hámarksöndunar í álagi og MVV breytist ekki. Tækni margra af sjúklingum okkar batnaði, en niðurstöður gefa til kynna að helsta ástæða bata sé lægri mínútuöndun vegna þjálfunaráhrifa. Rannóknin er að hluta byggð á rannsóknarverkefni framhaldsnáms við líffræðiskor Háskóla Islands. HÁÞRÝSTINGUR í LUNGNABLÓÐRÁS OG SERÖST SJÓNHIMNULOS HJÁ MÆÐGUM Tryggvi Ásmundsson, Kristján Eyjólfsson, Guðmundur Þorgeirsson, Björn Magnússon, Einar Stefánsson, Friðbert Júnasson, Ingimundur Gíslason. Lyflækningadeild Landspítala, endurhæfingarstöð Reykjalundar, augndeild Landakotsspítala. Háþrýstingur í lungnablóðrás af óþekktri orsök og seröst sjónhimnulos eru hvorttveggja óalgengir sjúkdómar. Áður hefur verið lýst háþrýstingi í lungnablóðrás hjá tveimur eða fleirum skyldmennum í l. lið, en ekki hefur fyrr verið getið um að þessir tveir kvillar fari saman hjá nánum ættingjum. Við skýrum frá mæðgum fæddum 1939 og 1960 sem hafa báða þessa sjúkdóma samtímis. Niðurstöður hjartaþræðingar reyndust: Báðar hafa þær á árunum 1988 og 1989 fengið seröst sjónhimnulos, sem hefur lýst sér með skyndilegri minnkun á sjón á öðru eða báðum augum samtímis. Þegar verst lét varð skyndileg minnkun á sjón á báðum augum frá eðlilegu niður í lögblindu. Við skoðun sáust merki um mikinn bláæðabakþrýsting sem kom fram í stórum episcleral bláæðum og hækkuðum augnþrýstingi. Einkenni gengu til baka af sjálfu sér hjá dótturinni. Hjá móðurinni virtist acetazolamíð flýta frásogi á þessum vökva, og þarf hún lága viðhaldsskammta til að koma í veg fyrir einkenni. Við höfum af þessu tilefni skoðað ættmenni þeirra: Kona f. 1919 reyndist hafa langvinnan teppusjúkdóm í lungum á háu stigi, en eðlilegar þrýstingsmælingar í hægri hjartaþræðingu. Kona f. 1957 reyndist hafa verulega skert áreynsluþol með aukningu á P(A - a)02 og skyndilegu blóðþrýstingsfalli við lok álags. Hægri hjartaþræðing 1989 og 1990 reyndist þó eðlileg. Aðrir einstaklingar höfðu eðlilegar lungna- og augnskoðanir. Eitt af því sem finnst við háþrýsting í lungnablóðrás af óþekktri orsök eru lokanir á smáum bláæðum lungnanna með segamyndun. Það er þó óvíst hvort sams konar breytingar geti átt sér stað í augum, og það hversu skammvinn augneinkenni voru mælir gegn því. Kona f. 1939 1988 Kona f. 1960 1988 1990 Þrýstingur í art.pulm. (Torr) 125/55 50/15 75/35 Meðalþrýstingur í art.pulm. (Torr) 82 26 55 Þrýstingur í aorta 95/65 158/75 125/80 Meöalþýstingur i aorta 80 100 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.