Læknablaðið - 15.11.1990, Page 52
472
LÆKNABLAÐIÐ
MEÐFERÐ Á SKEIFUGARNARSÁRI:
SAMANBURÐUR Á ENPROSTIL OG CIMETIDINE
Ásgeir Theodórs, Bjarni Pjóðleifsson, Einar Oddsson,
Ólafur Gunnlaugsson, Sigurður Björnsson, Tómas
Á. Jónasson. Lyflækningadeildir Borgarspítala,
Landakotsspítala, Landspítala og St. Jósefsspítala
Hafnarfirði.
lrmgangur: Við græðslu á skeifugamarsárum eru einkum
notuð lyf með tvennskonar verkunarmáta. Sýrulækkandi
lyf og slímuvemdandi (cytoprotectiv) lyf. Enprostil er
prostaglandin lyfjaiíki sem hefur bæði sýrulækkandi og
slímuvemdandi eiginleika. Cimetidine er H2 blokkari og
hefur sýrulækkandi áhrif.
Tilgangur er tvíþættur: 1) Að bera saman græðslu
skeifugamarsára hjá sjúklingum sem fengu enprostil
35/rgx2 og cimetidine 400 mgx2.
Aðferðir: Valdir voru sjúklingar á aldrinum 18-75 ára
og þurfti sárið að vera meira en 5 mm í þvermál greint
með speglun. Meðferð var tvíblind annað hvort enprostil
35/tgx2 eða cimetidine 400 mgx2. Sjúklingar skráðu
einkenni sín og hugsanlegar aukaverkanir í dagbók og
komu hálfsmánaðarlega í eftirlit og speglun. Leyft var
að taka sýrubindandi lyf ef tilraunalyfin slógu ekki á
einkennin en ekki önnur lyf. Meðferð var hætt þegar sárið
var gróið, en þó var ekki gefin meðferð lengur en sex
vikur.
Niðurstöður: Tuttugu og átta sjúklingar vom teknir
í rannsóknina, 13 fengu enprostil og 15 cimetidine.
Hópamir reyndust sambærilegir hvað snerti aldur,
reykingar, áfengisneyslu, lyfjanotkun og fyrri sögu um
skeifugamarsár. Hópamir vom ekki sambærilegir varðandi
stærð sára. Meðalflatarmál sára í cimetidine hópnum var
55 mm', en 36 mm' í enprostil hópnum P=0,049.
Hlutfall sjúklinga með gróin sár:
2 vikur 4 vikur 6 vikur
Enprostil... .2/13 (15%) 9/12 (75%) 11/13 (85%)
Cimetidine . .2/15 (13%) 10/13 (77%) 14/15 (93%)
Einn sjúklingur í enprostil hópi með ógróið sár var tekinn
úr rannsókninni eftir tvær vikur vegna sáreinkenna.
Hann var flokkaður sem ógróinn eftir sex vikur. Engar
alvarlegar aukaverkanir komu fram. Fjórir (31%) í
enprostil hópi og sex (40%) í cimetidine hópi fengu minni
háttar aukaverkanir.
Umrœða: Græðsla sára var ívið betri í cimetidine hópi
93% eftir sex vikur en í enprostil hópi 85% einkum ef
tekið er tillit til þess að sárin voru stærri í cimetidine hópi
í upphafi. Sjúklingar eru hinsvegar of fáir til að hægt sé
að komast að marktækum niðurstöðum.
VERNDANDI ÁHRIF OMEPRAZOLE EÐA
RANITIDINE GEGN ÁVERKA Á SLÍMHÚÐ MAGA
OG SKEIFUGARNAR AF VÖLDUM NAPROXEN
Einar Oddsson, Hallgrímur Guðjónsson, Bjarni
Þjóðleifsson. Lvflækningadeild Landspítala.
Áverki af völdum »non-steroidal antiinflammatory«
lyfja á slímhúð maga og skeifugamar er algengur.
Ekki er ljóst hvemig lyfin framkalla áverkann sem
getur verið blæðingar í slímhúð, fleiðursár eða eiginleg
maga- og skeifugamarsár. Tilgangur rannsóknarinnar
var að kanna vemdandi áhrif tveggja lyfja sem hemla
sýrumyndun, annað um 100% (omeprazole) en hitt um
75% (ranitidine).
Aðferðir: Fimmtán sjálfboðaliðar 22-28 ára fóru í þrjár
magaspeglanir fyrir og þrjár eftir meðferð. Speglanir
vom gerðar með Olympus sjónvarpsspeglunartæki og
niðurstöður skráðar á kvarða 0-4. Meðferð var tvíblind
í tilviljunarröð með annað hvort lyfleysu (placebo),
omeprazole 40 mg eða ranitidine 150 mgx2 í sjö daga.
Á degi 3-7 var gefið naproxen 500 mgx2. Þrjár vikur
voru milli meðferðartímabila. Staðtölulegur samanburður
var gerður með Friedmann prófi á heildarskori. Ennfremur
var athugað hvort mismunur væri á áverka af gráðu 3-4
milli meðferðartímabila.
Niðurstöður: Meðaláverkaskor fyrir magann var
1,53 eftir lyfleysumeðferð og omeprazole gaf 40%
og ranitidine 44% lækkun, sem var ekki marktækt
P=0,35. Enginn einstaklingur hafði gráðu 3-4 áverka á
omeprazolemeðferð, en 33% á lyfleysumeðferð og 13% á
ranitidinemeðferð.
Meðaláverkaskor fyrir skeifugöm var 2,06 eftir
lyfleysumeðferð og omeprazole gaf 90% og
ranitidine 80% lækkun. Áverki af gráðu 3-4 kom
hjá 20% á lyfleysumeðferð en 7% á omeprazole- og
ranitidinemeðferð.
Umrœða: Niðurstöður benda til að magasýran valdi
að verulegu leyti þeim áverka á skeifugöm, sem fyigir
naproxengjöf og að um 75% sýrulækkun nægi til vemdar.
1 maganum virðist sýran hafa óveruleg áhrif á vægan
áverka (gráðu 1-2) en sennilega veruleg áhrif á svæsnari
áverka (gráðu 3-4) og þarf þá nær 100% sýruhemlun til
vemdar.
ÁVERKI AF VÖLDUM NAPROXEN Á SLÍMHÚÐ
MAGA OG SKEIFUGARNAR. VERNDANDI ÁHRIF
SUCRALFATS?
Hallgrímur Guðjónssun, Einar Oddssun, Bjarni
Þjóðleifsson. Lyflækningadeild Landspítala.
Bráður áverki á slímhúð maga og skeifugamar er algengur
við töku nonsteroidal gigtarlyfja. I dýratilraunum hefur
verið sýnt fram á versnandi áhrif sucralfats gegn slíkum
áverka en tilraunir hjá mönnum hafa ekki gefið skýrar
niðurstöður. 1 þessari rannsókn er reynt að meta vemdandi
áhrif sucralfats gegn naproxen áverka á slímhúð maga og
skeifugamar.
Aðferðir: Sextán sjálfboðaliðar á aldrinum 20-28 ára
undirgengust tvær speglanir á maga og skeifugöm
fyrir og eftir meðferð. Speglanir voru gerðar með
videospeglunartæki og ástand slímhúðar metið á kvarða 0-
4. Sjálfboðaliðar fengu sucralfat (Mukal Delta) 2 gx2 eða
gervilyf (placebo) á dögum 1-7, tvíblint og réðist röð af
hendingu. Naproxen 500 mgx2 var gefið á degi 3-7. Sex
vikur voru á milli meðferða. Staðtölulegur samanburður
var gerður með Wilcoxon sign rank prófi.
Niðurstöður: Meðaltal áverkaskorar fyrir maga var 2,13