Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 473 (±1,5) á gervilyfjameðferð en 2,0 (±1,0) fyrir sucralfal meðferð (P=0,7) Meðaláverkaskor fyrir skeifugöm var 1,69 (±1,1) fyrir gervilyf en 1,06 (±0,9) fyrir sucralfat meðferð. UmrœHa: Sucralfat veitir enga vemd gegn naproxen áverka í maga, en í skeifugöm var 42% lækkun á áverkaskor við sucralfat meðferð en þessi lækkun var ekki marktæk. KRABBAMEIN í RISTLI OG ENDAÞARMI: ER GALLBLÖÐRUTAKA ÁHÆTTUÞÁTTUR? Gunnlaugur Pétur Nielsen, Ásgeir Theodórs, Hrafn Tulinius, Helgi Sigvaldason. Lyflækningadeild St. Jósefsspítala Hafnartirði, Krabbmeinsfélag íslands. Á undanfömum árum hefur áhugi farið vaxandi á hugsanlegu sambandi gallblöðmtöku og krabbameina í ristli og endaþarmi. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna þetta samband en niðurstöður þeirra hafa verið mismunandi sem í mörgum tilfellum skýrist af ólíkum aðferðum sem beitt er. Sameiginlegt öllum þessum rannsóknum er að þær ná aðeins til mjög lítils hluta þeirra sem gengist hafa undir gallblöðrutöku. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þetta samband hjá Islendingum. Upplýsinga var aflað um nær alla þá sjúklinga (97%) sem gengist höfðu undir gallblöðrutöku á árunum 1955-1980 (26 ár). Samtals 3425 einstaklingum (857 karlar, 2568 konur) var fylgt eftir í 8-33 ár. Upplýsingar voru bomar saman við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands og líkumar á þvf hvort gallblöðrutaka er áhættuþáttur fyrir tilurð krabbameina í ristli og endaþarmi kannaðar. Niöurstöður: Gallblöðrutaka og krabbamein í ristli og endaþarmi. Fundiö Áætlað Relative 95% nýgengi nýgengi risk öryggismörk kk 16 9,2 1,74 0,99-2,82 Ristill kvk 29 30,4 0,95 0,64-1,37 kk 3 4,6 0,65 0,13-1,19 Endaþ. kvk 9 9,2 0,98 0,45-1,86 Krabbamein í ristli í 857 karlmönnum 1-10 ámm eða síðar eftir aðgerð. Fundið Áætlað Relative 95% nýgengi nýgengi risk öryggismörk 1-10 7 5,9 1,19 0,48-2,45 Ár 11- 9 3,3 2,73 1,25-5,19 *) Alit: I) Áhættan á krabbameini í ristli í íslenskum karlmönnum er marktækt aukin *) 11 ámm eftir gallblöðmtöku. 2) Áhættan hjá konum á krabbameini í ristli og endaþarmi er ekki marktækt aukin eftir gallblöðmtöku. HJARTAÖNG EN EÐLILEGAR KRANSÆÐAR I. NIÐURSTÖÐUR KRANSÆÐAMYNDA 1985-1989 Jón Atli Árnason, Jón Högnason, Ásgeir Jónsson, Árni Kristinsson. Lyflækningadeild Landakotsspítala, lyflækningadeild Landspítala. Hluti sjúklinga með hjartaöng (angina pectoris), blóðþurrðarbreytingar í hjartariti og/eða jákvætt áreynslupróf hefur eðlilegar kransæðar. Slíkt hefur verið nefnt »Syndrome X«. Markmið þessarar athugunar var að kanna algengi sjúkdómsins á Islandi, og er hún sú fyrsta í heiminum sem nær til heillar þjóðar. Kannaðar voru niðurstöður úr kransæðamyndatökum á Landspítala í fimm ár, frá júlí 1984 til júní 1989. Alls fannst 291 mynd af eðlilegum kransæðum eða 11,26% en eðlilegum kransæðamyndatökum fækkaði á þessu tímabili úr 14,67% í 7,42% (r = - .8326) Eðlilegar kransæðar voru mun algengari meðal kvenna sem fóm í kransæðamyndatöku, eða 28,24%, en 6,6% meðal karla. Meðalaldur kvennanna var tæplega 52 ár, en meðalaldur karlanna um 56 ár. Gerð var síðan nánari athugun á hluta þessa hóps (sjá Hjartaöng en eðlilegar kransæðar II). HJARTAÖNG EN EÐLILEGAR KRANSÆÐAR II. SAMANBURÐUR Á EINKENNUM, ÁHÆTTUÞÁTTUM HJARTASJÚKDÓMA, HJARTARITUM OG ÁREYNSLUPRÓFUM SJÚKLINGA MEÐ EÐLILEGAR OG ÓEÐLILEGAR KRANSÆÐAR Jón Atli Árnason, Jón Högnason, Ásgeir Jónsson. Lyflækningadeild Landakotsspítala. Athuguð vom tiltæk gögn 63 sjúklinga af Landakotsspítala sem allir höfðu eðlilegar kransæðar en mismikla hjartaöng. Til samanburðar var valinn hópur sjúklinga með breytingar á kransæðum, af svipuðum aldri og með sömu kyndreifingu. Upplýsingum var safnað í gagnagrunn. í ljós kom að þó ekki sæjust þrengsli á kransæðum, voru einkenni þessa hóps og blóðþurrðarbreytingar í hjartariti álíka og hjá samanburðarhópnum. Aðrar hjartaritsbreytingar báru þess merki að kransæðastífla hafði nær eingöngu orðið í samanburðarhópnum. Notkun /3-hamlara var meiri í samanburðarhópnum. Á hinn bóginn voru helstu áhættuþættir minni hjá þeim sem höfðu eðlilegar kransæðar, svo sem cholesterol (p=,035), reykingar (hvort reykt væri eða ekki (p=,014), pakkaár (p=,00001)) og ættarsaga um kransæðasjúkdóm (p=,005). Engin bein tengsl komu fram milli niðurstöðu áreynsluprófs og ástands kransæða, en ekki höfðu allir sjúklingamir farið í áreynslupróf. Hluti sjúklinganna var þó með greinilega jákvætt áreynslupróf en eðlilegar kransæðar. Þeir höfðu marktækt meiri einkenni en hópurinn í heild (p=.021). Þessi athugun sýnir að ekki er beint samband milli einkenna og ástands kransæða í þessum hópi, en áhættuþættir skipta miklu. Niðurstöðumar em í samræmi við þær rannsóknir sem sýna að þó einkenni séu svipuð í báðum hópunum, virðist »Syndrome X« eiga sér aðrar ástæður en æðakölkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.