Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.11.1990, Qupperneq 54
474 LÆKNABLAÐIÐ BRJÓSTVERKIR. ORSAKIR DÆMIGERÐRA SEM OG ÓDÆMIGERÐRA BR.IÓSTVERKJA Ólöf Jónsdóttir, Gizur Gottskálksson, Gestur Þorgeirsson, Ásgeir Theodórs. Lvflækningadeild Borgarspítala. Framsækin rannsókn var gerð á vegum lyflækningadeildar Borgarspítalans á þeim sjúklingum sem komu í skoðun og mat til lækna deildarinnar vegna brjóstverkja. Rannsóknin tók yfir fjögurra mánaða tímabil á árinu 1989 og varð sjúklingafjöldinn 238 einstaklingar; 144 karlar, (60%), og 94 konur, (40%). Sjúklingar voru á aldrinum 19 til 91 árs, meðalaldur 60 ár. Af heildarfjöldanum voru 204 sjúklingar, (85,7%), lagðir inn á sjúkrahús en 34 einstaklingar voru sendir heim samdægurs að skoðun og rannsóknum loknum. Sjúklingar voru unnir upp á hefðbundinn hátt; þar sem grunur vaknaði um undirliggjandi hjartasjúkdóm var reynt að sanna hann eða afsanna með hefðbundnum rannsóknum, (hjartalínurit, röntgenmynd af hjarta og lungum, blóðmælingum, þolprófi, ómskoðun af hjarta og hjartaþræðingu þegar þess var talin þörf). Ef þetta dugði ekki til sjúkdómsgreiningar voru frekari rannsóknir gerðar sem þóttu við hæfi hverju sinni. Langflestir reyndust hafa kransæðasjúkdóm sem undirliggjandi orsök sinna einkenna, 155 sjúklingar, (65%), þar af höfðu 58 sjúklingar bráða kransæðastíflu og var yngsti sjúklingurinn í þeim hópi 28 ára gömul kona. Næststærsta hópinn fylltu þeir sem voru álitnir hafa stoðkerfisverki, 35 sjúklingar, (14,7%). Meltingarfærasjúkdómar voru tiltölulega fátíðir í þessu úrtaki, 13 talsins, (5,5%); vélindabólga 3, (1,26%), magasár I (0,42%), magabólgur 3, (1,26%), skeifugamarsár 1, (0,42%), briskirtilbólga 1, (0,42%), gallsteinar 4, (1,68%). Ymsar aðrar sjúkdómsgreiningar höfðu síðan tæplega 15% sjúklinga. Greinilegt er að brjóstverkir eru gífurlega algengt klínískt vandamál. Niðurstöður styðja mikilvægi þess að útiloka þurfi undirliggjandi hjartasjúkdóm sem hugsanlega orsök sérstaklega í efri aldurshópunum. Rætt verður nánar um niðurstöður þessarar rannsóknar. GÚLL Á VINSTRI SLEGLI - EINKENNI OG AFDRIF Rafn Benediktsson, Olafur Eyjólfsson, Guðmundur Þorgeirsson. Lyflækningadeild og röntgendeild Landspítala. Áhrif gúls á vinstri slegli á einkenni og afdrif sjúklinga eru óljós eins og fram kemur í mismunandi dánartölum þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið. Til að kanna dánartíðni og einkenni sjúklinga með gúl á vinstri slegli voru allar hjartaþræðingar gerðar á íslandi 1983-1985 skoðaðar (n=l 261). Sextíu og sjö sjúklingar uppfylltu eftirfarandi skilmerki um gúl á vinstri slegli: 1. eðlileg útlína slegils í hlébili en staðbundin útbungun í slagbili (n=6). 2. óeðlileg útlína slegils í hlébili með a) hreyfingarleysi í slagbili (n=36), b) útbungun í slagbili (n=25). Sextíu og sjö sjúklingar valdir úr sama heildarhópi voru notaðir sem samanburðarhópur. Þeir höfðu staðbundið hreyfingarleysi í slagbili og eðlilegar útlínur slegils í hlébili. Hópamir höfðu sama meðalaldur, sömu aldursdreifingu og enginn munur var á kynhlutfalli. Fjöldi sjúkra æða var sá sami hjá báðum hópunum. Við greiningu var útstreymisbrot marktækt hærra hjá samanburðarhópi (56% en 46% hjá gúlhópi). Enginn munur var á vinstri slegilsþrýstingi í lok hlébils en tengiæðar voru marktækt oftar til staðar hjá samanburðarhópi. Enginn munur var á algengi eðlilegrar röntgenmyndar við greiningu. ST-hækkanir á hjartalínuriti voru til staðar hjá 57,6% þeirra sem höfðu gúl á hjarta en í 19,4% samanburðarhópsins. Á miðju ári 1989 höfðu 19 sjúklingar með gúl látist en 12 úr samanburðarhópi. Allir nema tveir úr samanburðarhópi létust vegna sjúkdóma í hjarta/heila-æðakerfi. Lífslíkur sjúklinga eftir 5 ár voru 70% í gúlhópi en 85% í samanburðarhópi (p<0,05). Ekki fannst marktækur munur milli undirhópa sjúklinga með gúl, né ef þeir voru miðaðir við samanburðarhóp. Við læknisskoðun 1989 hjá þeim sem eftir lifðu (45 með gúl og 48 í samanburðarhópi) reyndist enginn munur vera milli hópa hvað varðaði sögu um takttruflanir frá sleglum, eða segarek í slagæðakerfi. Ekki fannst munur á algengi klínískrar hjartabilunar né vísbendinga um það á röntgenmynd. Algengi eðliiegrar lungnamyndar var sama í báðum hópum. Afbrigðilegur broddsláttur hjarta var marktækt algengari hjá gúlhópi: 43,2% en 18,2% í samanburðarhópi. Martækt fleiri sjúklingar með gúl voru í 3. flokki hjartabilunar samkvæmt flokkun NYHA en annars var dreifing sjúklinga eins, einnig hvað varðar hjartaöng. Heldur færri sjúklingar í samanburðarhópi notuðu þvagræsilyf, ACE-blokka og digitalis. Heldur fleiri sjúklingar í samanburðarhópi voru án lyfja. Ofangreindar niðurstöður benda til að gúll á vinstri slegli hafi í för með sér lakari horfur en staðbundið er, bæði hærri dánartíðni og meiri einkenni hjartabilunar. Hins vegar komu ekki fram meiri einkenni blóðþurrðar, takttruflana eða segareks. BRJÓSTHOLSVÖKVI Á BORGARSPÍTALA Gunnar Guðmundsson, Magni Jónsson. Lyflækningadeild Borgarspítala. Sagt er frá niðurstöðum fyrstu þriggja mánaða framsæjar rannsóknar á brjóstholsvökva (BV) á Borgarspítala. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna orsakir BV með þeim aðferðum sem beitt er í daglegri vinnu og bera niðurstöður saman við rannsóknir annars staðar frá. Sjúklingum verður fylgt eftir þar til sex mánuðum eftir að vökvi er horfinn og sjúklingum með óþekkta orsök í tvö ár. Efniviður var allir inniliggjandi sjúklingar sem greindust með BV á röntgenmynd á rannsóknartímabilinu. Á þessu tímabili greindust 44 einstaklingar með BV. Um var að ræða 24 (55%) konur og 20 (45%) karla. Meðalaldur var 68 ár og aldursbil var frá 19 til 88 ára. Flestir lágu á lyfjadeild, 32 (73%), 11 (25%) á skurðdeild og einn (2%) á slysadeild. Helstu klínísku einkenni (eitt eða fleiri) vori: Verkir hjá 14 (32%), mæði hjá 20 (45%), hiti hjá 13 (30%), önnur hjá 5 (11%) og engin hjá tveimur (4,5%). Á röntgenmynd sást vökvi í vinstra brjóstholi eingöngu hjá 25 (57%) og eingöngu í hægra hjá 6 (14%). Þrettán (29%) höfðu vökva í báðum brjóstholum. íferð í lunga höfðu sex (13,5%). Samfall á lunga sást hjá níu (20%). Aukna æðateikningu í lungum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.