Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1990, Page 58

Læknablaðið - 15.11.1990, Page 58
478 LÆKNABLAÐIÐ í viðmiðunarhóp voru valdir úr þjóðskrá einstaklingar, sem fæddir voru næst á undan og næst á eftir hinum sykursjúka. Viðmiðunarhópurinn var því myndaður af 392 einstaklingum. Haft var samband við þá alla, fyrst bréflega, síðan símleiðis. Þannig fengust einnig nákvæmar upplýsingar um atvinnu feðra við getnað. Við flokkun atvinnu var stuðst við atvinnuvega- og vinnustéttaflokkun Hagstofu Islands. Feður sykursjúkra og feður viðmiðunarhóps flokkuðust alls í 61 vinnustétt innan megin atvinnuvega þjóðarinnar. Iðnaður reyndist þriðji fjölmennasti atvinnuvegurinn, en þar voru aftur á móti flestir feður sykursjúkra (19,9%) og umtalsvert fleiri en feður viðmiðunarhóps (14,0%). Tilsvarandi fækkun var á fjölda feðra sykursjúkra í öðrum atvinnuvegum, einkum í landbúnaði og fiskveiðum. Dreifing feðra sykursjúkra eftir vinnustéttum sýndi mikil frávik. Rösk 20% (20,4%) allra feðra sykursjúkra skipuðust í aðeins sex vinnustéttir, eða í tæplega 1/10 stéttanna, og helmingi oftar en feður viðmiðunarhóps (10,7%). í fjórum þessara vinnustétta var fjöldi feðra nægilega mikill til að meta hvem áratug fyrir sig. I öllum tilvikum var hinn aukni fjöldi feðra sykursjúkra áberandi alla fimm áratugina. Þessar sex vinnustéttir, sem flokkuðust undir þrjá atvinnuvegi, iðnað, mannvirkjagerð og samgöngur, voru: Olíuiðnaður, málmsmíði og vélaviðgerð, bílaviðgerð, pípulögn, akstur strætisvagna og langferðabíla, vöruflutningur á landi, utan sendibíla. Hugsanlegur samnefnari þessara stétta er olíur/oh'ubrennsla f starfsumhverfi þeirra. Niðurstafiu: Það er vísbending um, að atvinna feðra við getnað einstaklinga, sem síðar fá insúlínháða sykursýki kunni að hafa þýðingu í sjúkdómsgerð. RANNÓKNIR Á FERLI CYSTATIN C í MONOCYTUM RÆKTUÐUM FRÁ SJÚKLINGUM MEÐ ARFGENGA HEILABLÆÐINGU VEGNA MÝLILDIS Leifur Þorsteinsson, Guðmundur Georgsson, María Bjarnadóttir, Bjarni Ásgeirsson, Isleifur Ólafsson, Ólafur Jensson, Gunnar Guðmundsson. Erfðafræðideild Blóðbankans, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði Keldum, Raunvísindastofa HI, Klinisk-Kemiska Lab. háskólasjúkrahúsinu Lundi, taugalækningadeild I.andspítala. Arfgeng heilablæðing vegna cystatin C mýlildis (amyloid) erfist ókynbundið rfkjandi. Fram til þessa hefur sjúkdómnum verið lýst í 9 fjölskyldum. Átta eiga rætur kringum Breiðafjörð og ein á Suðurlandi. Til grundvallar blæðingunum liggja mýlildis útfellingar í litlum slagæðum sem í langflestum tilfellum leiða til dauða á unga aldri (20-40 ára). Að auki hefur verið sýnt fram á mýlildis- útfellingar í vefjum utan miðtaugakerfis svo sem í eitlum, munnvátnskirtli, milta, eistum og húð. Próteinið sem myndar mýlildisþræðina er afbrigðilegt proteasa latefni, cystatin C. Hið stökkbreytta cystatin C gen veldur því að amínosýran glutamine (gen) er komin í stað leucine (Leu) í 68. hlekk próteinkeðjunar. Við stökkbreytinguna tapast skerðistaður fyrir ensímið Alu 1 í cystatin C geninu og genbútur sem er 630 basapör (bp) myndast í stað hins 600 bp búts sem einkennir eðlilegt gen. Með agarósarafdrætti greinast því tvö bönd (600 bp og 630 bp) hjá arfberum með meingenið en eitt band (600 bp) hjá heilbrigðum (Lancet 1988; 11:603). Verulegrar þekkingar hefur verið aflað um eðli og orsök þessa sjúkdóms á undanfömum árum, en ekkert er vitað um myndunarferil meinsins (pathogenesis), það er frá því próteinið myndast og þar til það fellur út sem mýlildis- þræðir. Rannóknir benda til að einkjama frumur átfrumukerfisins (mononuclear phagocytic system) hafi hlutverki að gegna við myndun mýlildis almennt. Einnig hefur verið sýnt fram á að þær mynda og skilja út cystatin C »in vitro«. Á þessum forsendum ákváðum við að kanna hæfni monocyta úr blóði einstaklinga með gallað cystatin C gen til að mynda og skilja út cystatin C »in vitro«. Monocytar úr blóðgjöfum vom notaðir til samanburðar. Monocytar voru einangraðir úr blóði sex einstaklinga með cystatin C meingenið (þrír voru einkennalausir og þrír höfðu fengið heilablæðingu). Monocytamir voru ræktaðir í æti RPMI 1640 bætt með 10% mannasermi. Þrjár ræktanir voru settar upp úr hverjum einstaklingi og þær ræktaðar í 5, 10, og 15 daga. Tuttugu og fjórum tímum fyrir hirðingu var hver ræktun þvegin vandlega og síðan höfð í æti án sermis. Eftirfarandi þættir voru athugaðir: 1) Mælt magn á cystatin C í æti og sprengdum frumum með ELISA aðferð. 2) Dreifing cystatin C í frumunum athuguð með ónæmislitun. 3) Rafdregið var í SDS polyacrylamide geli og síðan gerð ónæmisbinding (immunoblott) á cystatin C. í ræktunum frá einstaklingum með meingenið var magn frumupróteina (mælt með Coomassie Brilliant Blue G- 250) oftast heldur lægra en hjá heilbrigðum. Þetta átti sérstaklega við um þá sem voru einkennalausir. Hæstu gildin mældust á 10.-15. degi. Heildarmagn cystatin C í sprengdum frumum og æti per mg. frumupróteina var svipað í báðum hópum. Hlutfallið á milli cystatin C í sprengdum frumum/æti var hærra en einn í langflestum ræktunum frá einstaklingum með meingenið óháð því hvort þeir höfðu fengið blæðingu eða ekki. Þetta hlutfall var hins vegar alltaf undir einum hjá heilbrigðum það er minna í sprengdum frumum en æti. Ónæmislitun á frumunum sjálfum sýndi engan mun milli hópanna. Cystatin C fannst einkum í umfrymi en einnig veikt í kjama í sumum frumum. Niðurstöður ónæmisbindingar benda til að cystatin C sem monocytar skilja út sé eins hjá heilbrigðum og einstaklingum með meingenið. Niðurstöður okkar benda til að einhver bilun sé í myndun og/eða útskilnaði á cystatin C frá monocytum einstaklinga með cystatin C meingenið sem er grunnorsök fyrir arfgengri heilablæðingu vegna mýlildis. ILLKYNJA ÆXLI I BRISKIRTLI Á ÍSLANDI. LANDSUPPGJÓR 1974-1985 Davíð O. Arnar, Ásgeir Theodórs, Helgi Ísaksson, Gunnar H. Gunnlaugsson, Hrafn Túlinius, Halldór Jóhannsson, Sigurgeir Kjartansson. Lyflækningadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, lyflækningadeild Borgarspítala, rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, skurðlækningadeiid Borgarspítala, Krabbameinsskrá íslands, skurðlækningadeild Landspítala, skurðlækningadeild Landakotsspítala. Nýgengi krabbameins í briskirtli hefur aukist verulega síðustu áratugi í hinum vestræna heimi. Hið sama

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.