Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 479 hefur einnig átt sér stað hér á íslandi. Horfur þessara sjúklinga eru slæmar og hafa lítið breyst á síðari árum. Vefjagreiningu er oft ábótavant og getur það haft áhrif á nákvæmni upplýsinga um nýgengi þessa krabbameins og lifun sjúklinga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna ýmsa faraldsfræðilega þætti illkynja æxla í briskirtli það er nýgengi, greiningaraðferðir, vefjagreiningu, meðferð og lifun. Rannsóknin var afturskyggn. Athugaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga, sem greindust með illkynja æxli í briskirtli á íslandi á 12 ára tíntabili frá 1974 til 1985. Stuðst var við sjúkdómsgreiningarskrár sjúkrahúsanna. Krabbameinsskrá Islands og spjaldskrá rannsóknastofu H.I. í meinafræði. Öll vefjasýni voru endurskoðuð og æxlin fiokkuð eftir meingerð. Alls reyndust 301 sjúklingur hafa illkynjá æxli í briskirtli. Mögulegt var að afla upplýsinga um 281 sjúkling (93,4%). I hópnum voru 150 karlar og 131 kona. Meðalaldur sjúklinga við greiningu var 71,7 ár. Kviðarholskönnun, gerð hjá 146 sjúklingum (52%), var algengasta greiningaraðferðin. Sjúkdómsgreining var staðfest með vefjaskoðun hjá 225 sjúklingum (80%), en 56 sjúklingar (20%) voru klínískt greindir. Kirtilkrabbmein (adenocarcinoma) greindist hjá 205 sjúklingum (91%), en aðrar æxlisgerðir greindust hjá 20 sjúklingum (9%). Hjá 146 sjúklingum (52%) var æxlið í höfði kirtilsins, en ekki var mögulegt að finna æxlinu afmarkaðan stað í kirtlinum hjá 62 sjúklingum (22%). Meinvörp fundust hjá 204 sjúklingum (72,6%) við greiningu. Reynt var að nema æxlið brott hjá 36 sjúklingum (12,8%). Algengasta meðferðin var framhjáhlaup á meltingarvegi og/eða gallgöngum, en það var framkvæmt hjá 109 sjúklingum (38,8%). Meðallifun hópsins alls var 207 dagar. Meðallifun þeirra sjúklinga (205) sem greindust með kirtilkrabbbamein var 118 dagar. Tveir sjúklingar með kirtilkrabbamein eru lifandi tímm árum eftir aðgerð. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í megindráttum svipaðar niðurstöðum sams konar rannsókna á Vesturlöndum, þó er hlutfall þeirra sem staðfesta sjúkdómgreiningu með vefjaskoðun hærra (80%) en áður hefur verið lýst. Sjúkdómurinn er oftast útbreiddur við greiningu og því aðeins raunhæft að reyna brottnámsaðgerð hjá fáum sjúklingum. Meðallifun sjúklinga með briskirtilkrabbamein er stutt og aðeins tveir sjúklingar sem höfðu vefjafræðilega staðfest kirtilkrabbamein náðu fimm ára lifun. MEINVÖRP SORTUÆXLIS FRÁ VÉLINDA HVERFA VIÐ MEÐHÖNDLUN MEÐ a- INTERFERON, CIMETIDINE OG ADRIAMYCIN. SJÚKRATILFELLI AF LANDAKOTSSPÍTALA Jón Atli Árnason, Sigurður Björnsson. Lyflækningadeild Landakotsspítala. Illkynja sortuæxli greindist í vélinda hjá 63 ára gömlum karlmanni. Eftir skurðaðgerð voru engin örugg merki um meinvörp í 5'/2 mánuð. Þá fóru lifrarensým hækkandi og hnútar greindust í lifur og pleura. Hafin var þá meðferð með Adriamycin 20 -30 mg einu sinni í viku, a-Interferon 5 mU s.c. þrisvar í viku og Cimetidine 200 mg p.o. tvisvar á dag. Við þessa meðferð hafa meinvörpin látið undan síga, og eru nú ekki greinanleg. Helstu aukaverkanir eru vegna a-Interferons og hafa þær verið vöðvaverkir og mikil megrun þrátt fyrir næringarríkt fæði. Tvívegis hefur næring um æð valdið verulegri lifrarbólgu. Sjúkratilfelli þetta er dæmi um árangursríka meðferð sjaldgæfs krabbameins sem jafnan hefur reynst erfitt viðureignar. EXTRARENAL WILMS TUMOR í 47 ÁRA GAMALLI KONU Karl Logason, Jón Atli Árnason, Sigurður Björnsson. Lvflækningadeild Landakotsspítala. Fjörutfu og sjö ára, áður heilsuhraust kona var lögð inn á handlækningadeild Landakots 17.11.89, grunuð um nýmasteina. Við rannsóknir þar fundust ekki skýringar á verkjunum og hún því flutt á lyflækningadeild. Tekinn var hnútur undan húð af kviðvegg. Vefjarannsókn leiddi í Ijós illa sérhæft adenocarcinoma af óvissum uppruna. Itarlegar rannsóknir leiddu ekki upprunann í ljós þá, þar til TS- mynd af kvið sýndi fyrirferð í retroperitoneum. Hinn 27.12.89 var gerð laparotomia. Þar fannst stór fyrirferð í retroperitoneum, vaxin upp undir í bris, en ekki inn í nýru, lifur, eggjastokka, mjógimi eða ristil. Tekinn var stór hluti af æxlinu og kom í ljós sams konar æxli og í fyrra sýni. Síðar barst ráðgjafasvar frá Robert Scully í Boston, sem taldi að um væri að ræða »adult onset extrarenal Wilms’ tumor«. Þrátt fyrir mjög harðskeytta lyfjameðferð, líkt og beitt er við Wilms' tumor í bömum, óx æxlið hratt og sjúklingur lést 21.03.90. Ekki fékkst leyfi fyrir krufningu. Extrarenal Wilms’ tumor er mjög sjaldgæfur sjúkdómur. Alls tókst að finna lýsingu á 16 tilfellum, þar af aðeins 6 hjá fullorðnum. FOURIER ANALYSIS OF BILIARY AND PANCREATIC SECRETION IN MAN BASED ON DATA OBTAINED BY A DUODENAL PERFUSION/ASPIRATION TECHNIQUE Ó.G. Björnsson, S.B. Stefánsson, V.S. Chadwick, S. Björnsson. Hammersmith Hospital, London W12 OHS, England, Faculty of Electrical Engineering, University of Iceland, Reykjavík, Iceland. A standard duodenal perfusion/aspiration technique (Clin Physiol 1983; 3: 513-23) was used to continuously monitor biliary and pancreatic secretion in young healthy human subjects, and the data were examined by Fourier power spectral analysis. (Childers D, Durling A. Digital Filtering and Signal Processing. New York: West Publishing Company, 1975.) Experiments were carried out in the fasting state, either without or during a continuous parenteral stimulation by secretin (0,1 CU kg'1 h’1) and the cholecystokinin analogue cemletide (2,5 ng kg’1 h '). The duodenal content aspirated was either discarded after sampling or reinfused into the jejunum. In the fasting state, significant biliary and pancreatic secretion was detected (average output during 6 h: bilirubin, 45,3 mg; bile salts, 4,3 mmol; trypsin, 55,2 KIU), fluctuating with a periodicity of about 60 min. During parenteral infusion with ceruletide/secretin, to simulate a postprandial state, the rate of biliary and pancreatic secretion increased (average output during 6 h: bilirubin, 80,5 mg; bile salts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.