Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1991, Page 9

Læknablaðið - 15.04.1991, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 131-4. 131 Bjarni A. Agnarsson, Kristrún R. Benediktsdóttir, Kristrún Olafsdóttir GREINING MISMUNANDITEGUNDA VÖRTUVEIRA Á ÍSLANDI. Fylgni við forstigsbreytingar krabbameins kynfærum á ÚTDRÁTTUR Tilgangur rannsóknarinnar, sem hér verður kynnt, var að kanna dreifingu og tíðni vörtuveirusýkinga í íslenskum sjúklingum. í því skyni voru athuguð öll sýni frá leghálsi (cervix), leggöngum (vagina), leggangnaopi (vulva) og getnaðarlim (penis) sem bárust Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði til vefjagreiningar í janúar og febrúar 1989. Rannsökuð voru 146 sýni með blendingartækni (in-situ hybridization (ISH)) og notaðir DNA-þreifarar gegn vörtuveirum (human papillomavirus, HPV) 6/11, 16/18 og 31/35/51. Hlutfall HPV-jákvæðra sýna, þar sem vefjafræðileg teikn voru um slíka sýkingu, var 30%. Sýni jákvæð fyrir HPV 6/11 voru yfirleitt ýmist án forstigsbreytinga krabbameins eða með vægum breytingum (CIN I) en sýni jákvæð fyrir HPV 16/18 eða HPV 31/35/51 voru yfirleitt með alvarlegri forstigsbreytingar (CIN II eða III). Þessar niðurstöður benda í fyrsta lagi til þess að HPV af tegundunum 6/11, 16/18 og 31/35/51 valdi allar sýkingum hér á landi og í öðru lagi að fylgni forstigsbreytinga krabbameins í leghálsi, leggöngum og leggangnaopi við mismunandi tegundir HPV virðist svipuð hér á landi og lýst hefur verið annars staðar. Vonast er til þess að rannsóknaraðferð þessi geti reynst gagnleg við meðferð sjúklinga með HPV- sýkingar. INNGANGUR Á undanfömum árum hefur miklum upplýsingum verið safnað um tengsl vörtuveiru (human papillomavirus, HPV) og flöguþekjukrabbameins á ytri kynfærum karla og kvenna. Algengt er að frumubreytingar einkennandi fyrir vörtuveirusýkingu (koilocytosis) sjáist samfara Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræöi, Reykjavík. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Bjarni A. Agnarsson. forstigsbreytingum flöguþekjukrabbameins (dysplasia, carcinoma in situ) og sýnt hefur verið fram á vörtuveirur í slíkum meinum svo og í fullgildu krabbameini bæði með ónæmisfræðilegum og sameindalíffræðilegum rannsóknaraðferðum (1). Vörtuveirur af tegundunum HPV 6 og 11 sjást oftast í góðkynja meinum, þ.e. vörtum (condyloma), sem eru ýmist totumyndandi, flöt eða innvaxin, en tegundimar HPV 16 og 18 sjást á hinn bóginn oftast þegar marktækar forstigsbreytingar eða krabbamein er fyrir hendi samfara vörtuveimsýkingu (2-5). Einnig hefur verið sýnt fram á að framvinda (progressio) þessara meina er mest ef um HPV 16 eða 18 sýkingar er að ræða, en minnst við sýkingar af völdum HPV 6 og 11 (6). Það er því hugsanlegt að vitneskja um tegund vörtuveirusýkingar geti skipt máli við mat á meðferð og horfum þessara sjúklinga. Fleiri tegundir af HPV hafa einnig fundist sem virðast skipta máli í tengslum við breytingar af þessum toga. Þannig hafa einnig fundist veirur meðal annars af tegundunum HPV 31, 33, 35 og 51 í tengslum við bæði forstigsbreytingar og krabbamein og sífellt bætast fleiri í hópinn (1). Ekki er hægt að rækta vörtuveirur og er því ein handhægasta greiningaraðferðin fyrir vörtuveirusýkingu blendingartækni (in-situ hybridization (ISH)), en hún byggir á rannsóknaraðferðum sameindalíffræðinnar. Með þessari tækni er sértækum merktum DNA-þreifumm (probes) beitt á vefjasneiðar (7) og tengist þreifarinn tilsvarandi veim- DNA í kjömum sýktra fmmna, ef um sýkingu af völdum þeirrar tegundar vörtuveiru er að ræða. Þannig má ekki aðeins sjá hvort um vörtuveimsýkingu er að ræða og af hvaða tegund, heldur einnig hvaða fmmur eru sýktar, þar sem um vefræna rannsókn er að ræða. Þessari rannsóknaraðferð var beitt í rannsókn þeirri sem hér verður lýst.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.