Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1991, Side 11

Læknablaðið - 15.04.1991, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 133 Tafla IV. Sýni frá gelnaSarlim. Fjöldi og tegund sýna ásamt jákvœði fyrir HPV 6111. 16118 og 31135/51. N 6/11 16/18 31/35/51 HPV + Eölileg sýni 3 - — — — Koilocytosis/condyloma 18 3 1 1 4 Samtals 21 3 1 1 4 getnaðarlimur 22%). Yfirleitt voru þau sýni, þar sem HPV 6/11 fannst án forstigsbreytinga, en sýni þar sem annað hvort HPV 16/18 eða 31/35/51 fundust, voru yfirleitt með marktækar forstigsbreytingar. í fimm sýnum frá leghálsi fundust bæði HPV 16/18 og 31/35/51 í sama sýni. 1 »eðlilegum« sýnum, þ.e. sýnum án vefjafræðilegra teikna HPV sýkingar eða forstigsbreytinga fundust vörtuveirur ekki með ish/ UMRÆÐA Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar má álykta annars vegar, að HPV af tegundunum 6/11, 16/18 og 31/35/51 valdi allar sýkingum hér á landi og hins vegar, að fylgni forstigsbreytinga krabbameins í leghálsi, leggöngum og leggangnaopi við mismunandi tegundir HPV sýkinga virðist svipuð hér á landi og lýst hefur verið annars staðar. Það sem einkum vekur athygli er tiltölulega lág tíðni jákvæðra sýna með rannsóknaraðferð þessari, því að fræðilega ætti að vera hægt að sýna fram á vörtuveirur í öllum þeim sýnum þar sem sjá má vefjafræðileg teikn um vörtuveirusýkingu. Sennilega má skýra þessa niðurstöðu með takmörkuðu næmi rannsóknaraðferðarinnar. Allar aðferðir á þessu sviði eru bomar saman við blendingu, sem gerð er á nítrósellúlósapappír eða nælonhimnu með geislamerktum þreifurum (Southem blot, SB). Með þessari aðferð fæst jákvæði í 45-60% tilvika (6,9-12). Ljóst er að staðbundnu (in-situ) aðferðimar eru ekki eins næmar og blendingaraðferðin (SB). Þannig þarf 20-50 DNA-sameindir á frumu til að jákvætt svar fáist með ISH en 0.1 DNA á fmmu nægir fyrir SB (miðað við 10 /xg af DNA) (7). SB-aðferðin er hins vegar tímafrek og dýr og hentar illa til klínískra rannsókna. Samkvæmt niðurstöðum annarra sem notað hafa sömu aðferðir og beitt var í þessari rannsókn hefur hlutfall jákvæðra sýna verið 31-35% (7,13), sem er svipuð niðurstaða og fékkst í þessari rannsókn. Nýlega hafa þó komið á markaðinn sams konar þreifarar frá öðrum framleiðanda, sem nota má með ISH- tækni, þar sem næmið virðist svipað og með SB og er því sjálfsagt að nota þá í framtíðinni (7,13). Einnig má geta þess, að nýlega hefur verið byrjað að beita svokallaðri erfðamögnun með polýmerasa keðjuverkun, (polymerase chain reaction, PCR) við greiningu HPV í formalínhertum paraffínsteyptum vef, en með þeirri aðferð er hægt að magna upp lítið magn erfðaefnis þannig að rannsóknaraðferðin er næmari en ISH (7,14). Með PCR er talið að ekki þurfi meira en 10 veirur í 10000 frumum til að prófið sé jákvætt. Okostur er þó að ekki er um vefræna rannsókn að ræða. Enda þótt líklegt sé að hin tiltölulega lága tíðni HPV jákvæðra sýna megi skýra út frá takmörkunum rannsóknaraðferðarinnar, er ekki hægt að útiloka að í einhverjum sýnum kunni að vera sýking af völdum vörtuveira af öðrum tegundum en þreifað var fyrir. Einnig er mögulegt að í einhverjum tilvikum hafi vefjabreytingar sem túlkaðar voru sem vörtuveirusýking verið ofmetnar, enda mat á slíkum breytingum huglægt (15) og breytingar af öðrum toga geta líkst veiruskemmdum í frumum. Við rannsóknina fundust sýkingar í fimm sýnum sem virtust stafa af tveimur tegundum vörtuveira samtímis. Þetta fyrirbrigði er vel þekkt (7,13), en vissulega vakna þó grunsemdir að um víxlblendingu (cross- hybridization) milli þreifara geti verið að ræða, enda ákveðin samsvörun í DNA samsetningu til dæmis milli HPV 16 og HPV 31. ISH er fljótvirk og einföld greiningaraðferð, sem gæti hentað vel sem þjónusturannsókn, enda má nota hefðbundin vefjasýni við rannsóknina. Næmi þessarar aðferðar við greiningu HPV-sýkinga er svipuð í rannsókn þessari og lýst hefur verið annars staðar, en búast má við auknu næmi með tilkomu nýrri þreifara á markaðnum. Er þess að vænta að rannsóknaraðferð þessi geti orðið gagnleg við greiningu, mat á meðferð svo og eftirlit sjúklinga með vörtuveirusýkingar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.