Læknablaðið - 15.04.1991, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 137-40.
137
Skúli Bjarnason, Ingþór Friöriksson, Jón Benediktsson
TÍÐNI BRÁÐRAR MIÐEYRABÓLGU HJÁ
BÖRNUM Á SVÆÐI
HEILSUGÆSLUSTÖÐVARINNAR
BORGARNESI
ÚTDRÁTTUR
Athuguð var tíðni bráðrar miðeyrabólgu hjá
bömum á svæði Heilsugæslustöðvarinnar
Borgamesi. Fyrir eins árs aldur fengu 48%
bamanna bráða miðeyrabólgu, fyrir 18 mánaða
aldur 58% og fyrir tveggja ára aldur 66%.
Við eins árs aldur höfðu 32% bamanna fengið
bráða miðeyrabólgu einu sinni, 11% tvisvar
og 5% þrisvar eða oftar. Við 18 mánaða
aldur höfðu 32% bamanna fengið bráða
miðeyrabólgu einu sinni, 16% tvisvar og 10%
þrisvar eða oftar og við tveggja ára aldur
voru samsvarandi tölur 32%, 19% og 15%.
Við tveggja ára aldur höfðu 77% drengja og
54% stúlkna fengið bráða miðeyrabólgu og er
munurinn marktækur (p<0.05).
INNGANGUR
Bráð miðeyrabólga er algengur sjúkdómur hjá
bömum. Ekki hafa áður verið gerðar kannanir
á tíðni sjúkdómsins hjá íslenskum bömum.
Erlendar rannsóknir sýna að við eins árs aldur
hafa 22-85% bama fengið bráða miðeyrabólgu
(1-4,6,7) og við tveggja ára aldur 37-67% (2-
4).
í rannsóknum þar sem kynjamunur er
athugaður (1,2,4,5) kemur fram í þremur
rannsóknum að bráð miðeyrabólga er
algengari hjá drengjum (1,2,5) en í einni
rannsókninni (4) kemur ekki fram marktækur
munur við níu ára aldur.
Forvitnilegt þótti að kanna tíðni bráðrar
miðeyrabólgu hjá íslenskum bömum og bera
saman við erlendar rannsóknir.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Athuguð vom öll böm fædd 1986
og 1987 sem áttu lögheimili á svæði
Frá Heilsugæslustööinni Borgranesi. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Skúli Bjarnason.
Heilsugæslustöðvarinnar Borgamesi einhvem
tímann fyrir tveggja ára aldur, alls 116 böm.
Skilyrði þess að böm úr þessum hópi væru
tekin með í könnunina vom að þau hefðu
átt lögheimili á svæðinu frá fæðingu til
tveggja ára aldurs og komið í allar reglulegar
ungbamaskoðanir á Heilsugæslustöðina
Borgamesi. Skilyrðin uppfylltu 100 af
þessum 116 bömum, (86.2%), 52 drengir
og 48 stúlkur. Þessi skilyrði voru sett til að
útiloka úr könnuninni böm sem gætu hafa
sótt læknisþjónustu annað. íbúar á svæði
Heilsugæslustöðvarinnar Borgamesi sækja
ekki bráðaþjónustu annað nema ef til vill í
litlum mæli vegna skammtíma dvalar annars
staðar.
Könnuð var tíðni bráðrar miðeyrabólgu til
tveggja ára aldurs. Skilmerki greiningar
var að læknir hefði skráð greininguna bráð
miðeyrabólga í sjúkraskrá. Greiningin var
fyrst og fremst gerð með eymaspeglun,
sjaldnast var framkvæmt hljóðholsrit. Læknar
heilsugæslustöðvarinnar skrá öll samskipti
samkvæmt Egilsstaðakerfi. Ef meira en 30
dagar liðu milli greininga var það talin ný
sýking.
Við tölfræðilega útreikninga voru notuð kí-
kvaðrat próf og t-próf.
NIÐURSTÖÐUR
Við tveggja ára aldur höfðu 66 böm af
bömunum 100 sem könnuð voru fengið
bráða miðeyrabólgu, alls 127 sinnum, sem
er að meðaltali 1.27 sýkingar á hvert bam
í könnunarhópnum, 1.39 hjá drengjum og
1.15 hjá stúlkum. Samsvarandi tölur við 18
mánaða aldur eru 0.99 sýkingar að meðaltali
á hvert bam, 1.13 hjá drengjum og 0.83 hjá
stúlkum; við eins árs aldur 0.70 sýkingar á
hvert bam, 0.83 hjá drengjum og 0.56 hjá
stúlkum. Samkvæmt t-prófun er hér ekki um