Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1991, Side 21

Læknablaðið - 15.04.1991, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 141-9. 141 Halldór Kolbeinsson 1), Ársæll Jónsson 2) VITGLÖP OG ÓRÁÐ MEÐAL ALDRAÐRA BRAÐASJUKLINGA Á LYFLÆKNINGADEILD ÚTDRÁTTUR Athuguð var tíðni vitglapa (dementia) og óráðs (delirium) meðal aldraðra bráðasjúklinga sjötíu ára og eldri á lyflækingadeild Borgarspítalans. Markmiðið var að kanna hversu algeng vitglöp og óráð væru meðal þeirra og jafnframt að finna ástæður óráðs, kanna lyfjanotkun og félagslegar aðstæður. Vitglöp verða hér eftir nefnd glöp. Af öllum bráðainnlögðum sjúklingum reyndust 45% vera sjötíu ára og eldri. Hægt var að skima 272 sjúklinga og reyndust 32% þeirra hafa skilvitlega truflun. Nánari greining leiddi í ljós óráð hjá 13.6% og glöp hjá 18.6%. I óráðshópnum reyndust tuttugu og sex sjúklingar einnig hafa merki um glöp, þannig að í heild reyndust 28% sjúklingar hafa miðlungs- og alvarleg glöp. Meðalaldur sjúklinga með glöp var um 85 ár, meirihluti voru einhleypar konur úr Reykjavík og komu að mestum hluta frá stofnun fyrir aldraða. Algengasta einkenni við innlögn var hósti, hiti, mæði eða slappleiki. Meðalfjöldi einstakra lyfja var 3.7 og algengasti lyfjaflokkurinn var hjartalyf og þar næst tauga- og geðlyf. Sjúklingar með óráð voru mikið veikir og dó um þriðjungur þeirra á sjúkrahúsinu en 8% þeirra sem eingöngu höfðu glöp létust. Algengustu ástæður óráðs voru alvarlegar sýkingar (30%) og hjartabilun (27%). Rannsóknin sýndi að aldraðir sjúklingar sem fá óráð hafa verulega skertar batahorfur og meta þarf nákvæmlega einkenni þeirra og meðferð. Skima þarf sérstaklega eftir skilvitlegri truflun meðal aldraðra sjúklinga til að finna þá sem hafa glöp og óráð. Einföld skimpróf, eins og Mental Status Questionnaire Frá geödeild 1) og lyflækningadeild 2) Borgarspitalans. Fyrirspumir og bréfaskipti: Halldór Kolbeinsson. (MSQ) og Mini-Mental State Examination (MMSE), hafa reynst handhæg til notkunnar og eru aðgengileg læknum. INNGANGUR Þótt hækkandi aldri fylgi að jafnaði aukin tíðni ýmissa sjúkdóma, þá er fátt erfiðara viðfangs fyrir einstaklinga og samfélagið en skilvitleg truflun (cognitive dysfunction) sem veldur því að fólk missir getu til að sjá sjálft um daglegar þarfir sínar og verður upp á aðra komið. Faraldsfræðilegar rannsóknir á íslandi benda til þess að tíðni skilvitlegra truflana meðal aldraðra sé síst minni en gengur og gerist meðal margra vestrænna þjóða (1). Á Islandi er álitið að fjöldi mjög gamls fólks (áttatíu ára og eldri) komi til með að tvöfaldast á árunum 1986-2020 (2). Fjölgun fólks í elstu aldurshópunum hefur í för með sér aukningu á heilabilunarsjúkdómum (Organic Brain Syndromes)(3) sem valda skilvitlegum truflunum meðal aldraðra. Þessir sjúkdómar koma aðallega fram á tvennan hátt: Vitglöp (dementia) og óráð (delirium). Heilabilunarsjúkdómar valda langvinnum vanda sem hvfla þungt á opinberri þjónustu fyrir aldraða. Öldruðum mun fjölga á næstu áratugum og kallar það á aukna þjónustu einkum á sviði félags- og heilbrigðismála (1,3). Glöp þróast venjulega á löngum tíma og stafa af hægfara sjúkdómum í heila en óráð kemur oftast skyndilega og stafar oftast af öðrum bráðum sjúkdómum. Sjúklingum með glöp er að jafnaði hættara til að fá óráð en óráð getur engu að síður komið fram hjá sjúklingum sem ekki þjást af heilasjúkdómum. Það er til dæmis algengt að böm sem fá háan hita fái óráð. Læknisfræðileg greining glapa og óráðs er háð því, að þeirra sé sérstaklega leitað með prófum á skilvitlegri starfsemi. Til skamms

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.