Læknablaðið - 15.04.1991, Síða 22
142
LÆKNABLAÐIÐ
tíma hafa slík próf ekki verið aðgengileg
læknum.
Lítið er vitað um hversu algeng
heilabilun er meðal sjúklinga á almennum
lyflækingadeildum á íslandi, en um 25%
sjúklinga sem heimilislæknar vfsuðu til
öldrunarlækingadeildar höfðu glöp sem
aðalvandamál (4). í rannsókn frá 1981
(5) fundust miðlungs- og alvarleg glöp
meðal 53-68% aldraðra sjúklinga sem voru
álitnir langlegusjúklingar, inniliggjandi á
bráðadeildum sjúkrahúsanna í Reykjavík.
Meðal aldraðra, sem voru innlagðir á
öldrunarlækningadeild vegna félagslegra
ástæðna á innlagnarbeiðni, höfðu 35% glöp
sem aðalástæðu innlagnar (6).
Til þess að kanna tíðni glapa og óráðs
meðal aldraðra bráðasjúklinga, innlagðra á
lyflækningadeild, var ákveðið að rannsaka
sjúklinga 70 ára og eldri og athuga
jafnframt helstu ástæður innlagnar, aðrar
sjúkómsgreiningar, lyfjanotkun, félagslegar
aðstæður, og legutíma. Einnig voru athuguð
afdrif sjúklinga við útskrift og orsök fyrir
óráði. Rannsókn þessi var framvirk og stóð
yfir í fimm mánuði.
SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR
Á rannsóknartímabilinu, sem var fyrri hluti
árs 1988, var 331 sjúklingur 70 ára og
eldri innlagður brátt á lyflækningadeild
Borgarspítalans (Bsp). Innan tveggja
sólarhringa frá komu voru allir sjúklingamir
metnir með skimprófum með tilliti til
skilvitlegrar starfsemi (skilvitund) og öðrum
upplýsingum safnað saman.
Ekki var hægt að meta 59 sjúklinga með
skimprófum vegna skerðingar á meðvitund.
Tvö hundruð sjötíu og tvo (82%) sjúklinga
var því mögulegt að meta nánar með tilliti til
glapa og óráðs.
Undanskildir voru sjúklingar sem innlagðir
voru á gæsludeild á vegum lyflækningadeildar
og útskrifaðir heim næsta dag svo og
sjúklingar teknir inn af biðlista.
A) Skilvitlegt mat og greining. Sjúklingar
voru fyrst metnir með Mental Status
Questionnaire (MSQ) (7) og var þetta próf
notað sem skimun til að finna þá sjúklinga
sem voru líklegir að hafa glöp og óráð. MSQ
er 10 atriða spumingalisti sem hefur mikið
verið notaður til að meta skilvitlegt ástand
(7-9). Einstaklingar sem fá 0-3 stig hafa
skilvitlega truflun sem samsvarar alvarlegum
glöpum, 4-6 stig samsvara miðlungsglöpum en
þeir sem svara 7-10 atriðum rétt hafa óskerta
skilvitund, í þann hóp flokkast einnig þeir sem
hafa byrjandi og væg glöp (10). Ef sjúklingar
fengu færri stig en 8 á MSQ voru þeir einnig
metnir með Mini-Mental State Examination
(MMSE)(11) sem er stutt 0-30 atriða próf sem
notað er við skimun á skilvitlegri starfsemi og
þar á meðal óráði og glöpum. Viðmiðunargildi
MMSE er 24/23 stig og færri stig sem gefa
til kynna skilvitlega truflun. Þetta skimpróf
hefur verið notað í fjölda rannsókna þar á
meðal á almennum lyflækningadeildum þar
sem sýnt hefur verið fram á notagildi þess
sem skimtækis (12). Þetta próf hefur verið
staðfært á íslenskar aðstæður (13). Sumir hafa
efast um notagildi MMSE sem skimtækis til
að greina í sundur óráð og glöp (14). MSQ er
hvorki jafn næmt né sértækt og MMSE sem
var seinna skimprófið sem notað var.
Sjúklingar sem náðu færri en 23 stigum á
MMSE og 8 stigum eða færri á MSQ voru
metnir og skipt í tvo aðalhópa heilabilunar
óráð og glöp eftir greiningarmerkjum
Diagnostic and Statistical Manual of Mental
Disorders 3rd Edition Revised (DSM-III-R)
(15). Notagildi DSM-III-R er fólgið í því að
fá fram afmarkaðar lýsingar á skilvitlegum
og geðrænum einkennum til þess að hjálpa
læknum að greina og rannsaka ýmsar
geðtruflanir og geðsjúkdóma. Helstu skilmerki
DSM-III-R fyrir óráð og glöp eru eftirfarandi:
/. Óráð
a) Truflun á athygli
b) Truflun á hugsun
c) Truflun á að minnsta kosti tveimur
eftirfarandi sviðum:
i) Meðvitund
ii) Skynjun
iii) Svefni og vöku
iv) Skynhreyfivirkni
v) Áttun
vi) Minni
d) Klínískt yfirbragð kemur á stuttum tíma
(klukkustundir til dagar) og sveiflast yfir
daginn.
e) Annað hvort i) eða ii):
i) Ákveðin sannanleg vefræn orsök sem
veldur ástandinu.