Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1991, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.04.1991, Qupperneq 26
146 LÆKNABLAÐIÐ reyndust 18 hafa skilmerki um glöp og var heildarfjöldi einstaklinga með glöp 59 eða 25% af öllum 70 ára og eldri sem lagðir voru inn bráðainnlögn. I samanburðarhópnum voru 13 einstaklingar með tvær og þrjár innlagnir þannig að fjöldi einstaklinga í þeim hópi var 166 í 185 innlögnum. Ekki reyndist vera neinn tölfræðilegur munur á endurinnlögnum innan þessara hópa. Helstu ástæður fyrir óráði eru sýndar í töflu VI. Þegar mismunandi sýkingar voru teknar saman í heild kemur í ljós að þær voru algengasta ástæðan fyrir óráði sjúklinganna, eða um þriðjungur allra tillfella. Table VI. Main condition underlying delirium. Delirium n (%) Congestive heart failure 10 (27) Stroke 8 (22) Sepsis 6 (16) Pneumonia 4 (11) Urinary tract infection 2 (5) Anemia 1 (3) Other 6 (16) Total 37 (100) Tafla VII sýnir aðalgreiningu (fyrstu) á læknabréfi við útskrift. Algengasta greiningin á læknabréfi fyrir báða hópana var hjartasjúkdómur. (Upplýsingar um samanburðarhópinn voru ekki fyrir hendi). Marktækur munur var á sjúkdómsgreiningunum milli hópanna. Sjúklingar sem höfðu greininguna heilablæðing (stroke) voru einungis í óráðshópnum (p<0.02) og sjúklingar sem fengu greininguna glöp á læknabréfi (alls sjö) voru allir í glapahópnum (p<0.01). Allir sem fengu greininguna sýking (sepsis) voru í óráðshópnum og var mismunurinn rétt yfir skekkjumörkum (0.1>p>0.05). Meðalgildi ýmissa blóðrannsókna fyrir glapa- og óráðshópinn voru innan eðlilegra marka nema sökk og fjöldi hvítra blóðkoma sem kemur heim og saman við það að sýkingareinkenni voru algeng við innlögn. Ekki er marktækur munur á dvöl sjúklinga í óráðs- og glapahópunum, en þó hafa sjúklingar með óráð heldur fleiri legudaga. Meðalfjöldi legudaga fyrir alla aldurshópa á lyflækningadeildinni árið 1988 voru 20.5 Table VII. Main diagnosis on discharge for the patients with delirium and dementia. Delirium n (%) Dementia n (%) P Cardiovascular diseases 13 (35) 15 (30) NS -ami (410) 2 2 -ap (413) 1 2 -chf (428) 7 9 -af (427) 1 - -ihd (414) 2 2 Pneumonia 4 (11) 9 (18) NS Sepsis 4 (11) - NS Dementia - 7 (14) <0.01 Stroke 6 (16) - <0.02 COPD 1 (3) 3 (6) NS Other 9 (24) 16 (32) NS Total 37 (100) 50 (100) Table VIII. Place of discharge from medical wards of patients with delirium and demenita al the time of admission. Delirium Dementia n (%) n (%) P Own home 13 (35) 25 (50) NS Nursing home 4 (11) 10 (20) NS Other(relative/friend/geriatric ward) 8 (22) 11 (22) NS Died 12 (32) 4 (8) <0.01 Total 37 (100) 50 (100)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.