Læknablaðið - 15.04.1991, Side 32
150
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 150-2.
Þorvaldur Ingvarsson, Halldór Baldursson
ER STAÐBUNDIN SLITGIGT í MJÖÐMUM
ARFGENG?
Sautján alsystkini með slitgigt í mjöðmum
INNGANGUR
Slitgigt í mjöðmum er algeng, en upplýsingar
um algengi hennar eru ekki til á Islandi.
Rannsóknir benda til þess að rúmlega 1%
af Svíum 60 ára og yngri hafi slitgigt í
mjöðmum og tæplega 7% af Svfum við 80
ára aldur (1). Slitgigt getur verið staðbundin,
til dæmis í mjöðmum, eða útbreidd. Slitgigt
í mjöðmum er skipt í tvo meginflokka eftir
því hvort orsakir hennar eru þekktar eða
ekki. Ef orsakir slitgigtar eru þekktar, er hún
talin áunnin (secundary coxarthrosis). Ef
orsök er óþekkt, er hún nefnd frum (primer)
(2). Líkur hafa verið leiddar að því að öll
slitgigt í mjöðmum sé áunnin (3,4), ýmist
vegna bólgusjúkdóma, sýkinga, slysa eða
byggingargalla. Frummjaðmarslitgigt sé í raun
ekki til, heldur sé hún aðeins nefnd svo vegna
þess að orsakir hennar eru ekki enn þekktar.
Helstu þekktu orsakir áunnar staðbundinnar
slitgigtar í mjöðmum eru eftirfarandi:
Morbus Perthes, meðfædd liðskekking
(subluxation), meðfætt liðhlaup, kastlos í
lærleggshálsi, brot í lærleggshálsi, brot í
augnkarli, liðhlaup vegna slyss, iktsýki,
hryggikt (spondylitis ankylopoietica) og sóra
(psoriasis) liðbólgur.
Sumarið 1987 lagðist kona inn á
bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri til að fá gervilið í mjöðm vegna
slitgigtar. Hún sagði svo frá að hún væri
ein af sautján systkinum sem langflest hefðu
slitgigt í mjöðmum, og nefndi að móðir
og móðuramma hennar hefðu haft slitgigt í
mjöðmum.
Þetta var kveikjan að rannsókn þeirri sem
skýrt er frá hér. Tilgangur rannsóknarinnar
var þríþættur.
Frá bæklunardeild Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri.
Fyrirspurnir, bréfaskipti: Þorvaldur Ingvarsson.
1. Að kanna hve mörg af þessum sautján
systkinum hefðu slitgigt í mjöðmum.
2. Að athuga hvort fleiri ættliðir hefðu slitgigt
í mjöðmum.
3. Að kanna hvort slitgigt í mjöðmum sé
ættgeng.
AÐFERÐIR
Rannsóknarhópurinn: Sautján systkini,
móðir þeirra og systkini hennar. Móðuramma
systkinanna sautján. (Sjá ættartré.)
Sendur var spumingalisti sem allir
svöruðu. Upplýsinga var einnig aflað með
viðtölum og úr sjúkraskrám. Höfundar
skoðuðu þátttakendur og tóku blóðsýni til
erfðarannsókna. Sextán af sautján systkinum
komu til skoðunar. Leitað var sérstaklega
að ummerkjum áunnar slitgigtar og aflað
röntgenmynda. Upplýsingar voru skráðar á
flokkunarblað Chamley’s og Wroblewski’s
(5).
Slitgigt þótti staðfest ef annað tveggja kom
fram:
1. Ef viðkomandi hafði sjúkdómseinkenni
sem samrýmst gátu slitgigt í mjöðm og
á röntgenmynd sást að minnsta kosti
liðbilslækkun (1,5-7).
2. Ef sjúklingur hafði gervilið í mjöðm og í
sjúkraskrám kom fram að gerviliðsaðgerðin
hefði verið gerð vegna slitgigtar.
NIÐURSTÖÐUR
Fjórtán af 17 systkinum hafa staðfesta
slitgigt í mjöðmum með einkennum og
röntgengreiningu. Af þeim hafa 12 systkini
slitgigt í báðum mjöðmum.
Hjá tveimur af sautján systkinum telst slitgigt
í mjöðm ekki sönnuð, annað þeirra að minnsta
kosti hefur svipuð einkenni og hin systkinin,