Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.04.1991, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 153-63. 153 Þorbjörg Magnúsdóttir, Bergþóra Ragnarsdóttir, Bjarni Torfason AIS-ISS KERFI VIÐ MAT Á AFDRIFUM SLASAÐRA Á GJÖRGÆSLUDEILD BORGARSPÍTALANS1980-1984 Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta árangur meðferðar hjá sjúklingum, sem urðu fyrir áverkum og voru vistaðir á gjörgæsludeild Borgarspítalans á fimm ára tímabili, með því að meta og flokka áverkana eftir AIS-ISS kerfi og kanna afdrif sjúklinganna. ÚTDRÁTTUR Afturskyggn könnun var gerð á 401 sjúklingi, sem lent hafði í slysi og lagður á gjörgæsludeild Borgarspítalans frá 1. janúar 1980 — 31. desember 1984. Áverkar hinna slösuðu voru metnir eftir »The Abbreviated Injury Scale (AIS)« - 1980 og út frá því reiknað »The Injury Severity Score (ISS)« fyrir hvem sjúkling. Karlar vom 285 og konur 116, meðalaldur 29.9 ár. Flest slysin eða 62% urðu á Reykjavíkursvæðinu, í öðm þéttbýli 13%, 22% í dreifbýli og 3% annars staðar. Sjúklingunum var skipt í átta flokka eftir orsök slyssins. Flestir lentu í umferðarslysum (53.6%) og næst flestir í fallslysum (27.9%). Þeir sem höfðu fengið áverka á fleiri en einu svæði líkamans vom alls 265. Algengastir vom höfuð- eða hálsáverkar, eða hjá 63% sjúklinga alls, og næst komu útlima- eða mjaðmagrindaráverkar hjá 38%. Af þeim sjúklingum, sem höfðu áverka á einu svæði vom 85 með höfuð- eða hálsáverka, 20 með brjóstholsáverka og 16 með kviðarholsáverka, en færri á öðrum svæðum. Þeir, sem höfðu áverka metna á ISS < 20 vom 55.1% af heildinni, en með ISS > 20 vom 44.9%, þeir áverkar em taldir til mjög alvarlegra eða lífshættulegra áverka. Höfuðslys em mjög mörg í þessari könnun, Frá svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspitalans. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þorbjörg Magnúsdóttir. enda em sjúklingar með alvarlega höfuðáverka frá landinu öllu lagðir inn á deildina. Dánartíðni vegna höfuð- og hálsáverka reyndist hærri á ISS-bili 20-29 en hjá þeim, sem höfðu slasast á öðrum líkamssvæðum, en með sama ISS. Aldur hefur veruleg áhrif á dánartíðni, en hún vex við hækkandi aldur, einkum í lægri ISS flokkum. Við samanburð á dánartíðni tveggja aldurshópa, 0-49 ára og 50 ára og eldri, var dánartíðni þeirra sem voru 50 ára. og eldri rúmlega þrisvar sinnum hærri en hinna yngri. Þeir yngri höfðu meiri möguleika á að lifa af lífshættulega áverka. Dánartíðni innan 30 daga var 10.2%, en dánartíðni yfir heildina fyrir þessa sjúklinga var 11.5% á sjúkrahúsinu, og hjá þeim, sem vom með ISS > 20 var dánartíðni 24.4%, og er það svipaður árangur og ekki lakari en niðurstöður annarra rannsókna frá svipuðum tíma. INNGANGUR Gjörgæsludeild Borgarspítalans tók til starfa í október 1970, og frá þeim tíma hefur stór hluti af álagi á deildina verið vegna slysa. Ári eftir að deildin tók til starfa voru ráðnir tveir heilaskurðlæknar að spítalanum og síðan hafa nær öll meiri háttar höfuðslys af landinu öllu verið lögð inn á þessa deild. Samkvæmt skýrslum frá slysadeild Borgarspítalans 1988 hafa nýkomur tvöfaldast á 20 ámm (1968: 20.203, 1988: 42.920) (1). í Bandaríkjunum er talið að slysadauði sé lang algengasta dánarorsök hjá ungu fólki fyrstu fjóra tugi ævinnar og þriðja algengasta dánarorsök yfirleitt (2). Á Islandi er slysadauði þriðja til fjórða algengasta dánarorsök, líkt og á öðmm Vesturlöndum (3). Eitt af því, sem margir telja mikilvægt, er að flokka slys eftir því hve alvarleg þau eru, svo að hægt sé að bera saman árangur meðferðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.