Læknablaðið - 15.04.1991, Side 46
162
LÆKNABLAÐIÐ
49.4% (2) og 32.6% (20), en í þeirri rannsókn
voru sjúklingar með höfuðáverka eina sér
undanskildir.
ISS meðalgildi hjá þeim sem dóu var 43, og
er það svipað og í öðrum könnunum, 42 (19),
43 (14), 53 (18) og 45-46.5 (21).
Margir halda því fram að tími frá slysi
til dauða standi í öfugu hlutfalli við ISS
(6,19,22). Þessi rannsókn virðist ekki benda
verulega í þá átt, að þeir deyi fyrr sem hafa
hátt ISS. Af þeim sem höfðu ISS > 30 voru
aðeins 65% dánir innan sjö daga frá slysi
(tafla IX). Tveir greinarhöfundar (14,20) gátu
ekki fundið neitt samræmi á milli ISS og tíma
frá slysi til dauða. Aðrir sýna fram á það í
sínum niðurstöðum, að þeir sem hafi hátt ISS
hafi tilhneigingu til að deyja fyrr (6,16,19,22),
og þeir sem deyja seint hafi oft fremur lágt
ISS og deyi þá oftast af fylgikvillum, svo
sem graftarsótt (sepsis), lungnareki eða
lungnasýkingum (8,19,20). Sumir halda því
fram að það sé fremur eldra fólk með lágt ISS
sem deyr seint og af fylgikvillum (8,16,21,22).
I þessari könnun voru níu sjúklingar þar sem
fylgikvillar voru taldir orsök dauða, og þeir
dóu allir eftir meira en sjö daga frá slysi. Sjö
þeirra voru eldri en 50 ára, og var meðalaldur
þeirra 67.7 ár. Alls dó 21 seinna en sjö dögum
frá slysi, þar af 11 yngri en 50 ára en 10 eldri.
Hættan á bakteríusýkingu eykst því lengur
sem alvarlega slasaður sjúklingur lifir
eftir slys, og í mörgum tilfellum átti
blettalungnabólga þátt í dauða sjúklings
undir lokin, þótt hún væri ekki talin aðal
dánarorsök. Flestir alvarlega slasaðir eru
hafðir í öndunarvélum um lengri eða skemmri
tíma og lengir það líf þeirra um nokkra daga
eða vikur í mörgum tilfellum. Þess vegna
er oft ekki hægt að draga réttar ályktanir af
niðurstöðum um tímalengd frá slysi til dauða.
Þessi könnun er gerð á sjúklingum úr
slysum, sem komu inn á gjörgæsludeild
Borgarspítalans, en hér er ekki um að ræða
heildarfjölda slasaðra sem voru lagðir inn á
Borgarspítalann á umræddu tímabili. Þessi
rannsókn er því að ýmsu leyti frábrugðin
þeim öðrum rannsóknum sem eru teknar til
samanburðar. Það lýsir sér meðal annars í
því að heildardánartíðni er hér allhá miðað
við sumar aðrar rannsóknir (9,13,16,17),
en nokkrar hafa hærri dánartíðni (6,18).
Einnig að þeir sem deyja af einstökum
höfuðáverkum eru teknir með, en í nokkrum
öðrum rannsóknum eru þeir undanskildir.
Þá er hlutfall þeirra sem eru með ISS > 20
mun hærra hér en í öðrum rannsóknum, en
það er vegna þess að öll alvarlegustu slysin
voru lögð á gjörgæsludeildina en aðeins brot
af minni slysum.
Það liggur því beinast við að skoða
sérstaklega alla sem hafa ISS > 20 til að gera
raunhæfan samanburð á dánartíðni þess hóps
við önnur stærri heildarúrtök.
Niðurstöður þessa samanburðar eru skráðar í
töfiu XII sem sýnir að árangur hér er fyllilega
sambærilegur og ekki lákari en annarra sem
voru með rannsóknir frá svipuðum tíma.
SUMMARY
This is an account of a retrospective study on 401
trauma patients who were admitted to the Intensive
Care Unit at The Reykjavik City Hospital in
Reykjavik, Iceland, over a five years period (1980-
1984). The aim of the study was to evaluate the
outcome in accident cases by comparing the results
of this study with results from other hospitals,
using The Abbreviated Injury Scale (AIS) and The
Injury Severity Score (ISS).
Excluded from the study were patients with only
femoral neck fracture and patients with chronic
subdural hemmorrhage, no bum patients were in
this study, as they were admitted elsewhere.
The patients’ age was from two months to 86
years, with mean age of 29.9 years. There were
285 male patients and 116 female.
The patients were divided into 8 groups depending
on cause of injury. The two most prominent groups
were road traffic accidents 53.6% and falls 27.9%.
The injuries were analysed by AIS-1980, and ISS
was determined for each patient. Trauma to one
region only was found in 34% of the patients and
to more than one region in 66%.
ISS scores less than 20 were found in 55.1%
(221/401) of the patients and ISS scores > 20
in 44.9% (180/401). Mortality within 30 days
was 10.2% but overall hospital mortality rate was
11.5% and 24.4% for the more severily injured,
who had sustained ISS 20 and higher. There was a
significant difference in mortality rate in patients
less than 50 years, who had 7.8% mortality,
and patients 50 years and older, who had 25.6%
mortality. Central nervous system injury was the
primary cause of death in 67.4% of the 46 patients
who died and 19.6% died of complications, such
as multible organ failure, sepsis or pulmonary
infections.