Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Síða 5

Læknablaðið - 15.10.1991, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 289-96. 289 Björn Blöndal, Gizur Gottskálksson, Jóhann Ragnarsson ORSAKIR AÐSVIFA OG AÐSVIFSKENNDAR INNGANGUR Aðsvif er algengt fyrirbæri sem mikið hefur verið rannsakað. Oft er orsökin saklaus en einnig getur verið um alvarlegan sjúkdóm að ræða. Ymsir höfundar hafa talið hjartasjúkdóma valda um 10% aðsvifa en í mörgum tilfellum er orsökin óljós (1-3). Fyrri rannsóknir hafa sýnt að mestu máli skiptir fyrir lífslíkur þessara sjúklinga að greina á milli aðsvifs af völdum hjartasjúkdóma og annarra orsaka (4,6). Arin 1985-1986 var gerð ferilrannsókn á Borgarspítalanum (1) á orsökum aðsvifa. í framhaldi af henni var önnur rannsókn framkvæmd með nýjum sjúklingahópi. Markmið hennar var að kanna á ný orsakir aðsvifa og reyna að fá greiningu hjá sem flestum, meðal annars með því að beita ítarlegri greiningaraðferðum, svo sem raflífeðlisfræðirannsókn á hjarta, og fylgja sjúklingum betur eftir. Jafnframt var hópur sjúklinga með aðsvifskennd kannaður á sama hátt. Framþróun hefur orðið í greiningartækni, meðal annars hófst raflífeðlisfræðirannsókn á hjarta hér 1986 en sú greiningaraðferð hefur reynst gagnleg við rannsóknir á aðsvifi og aðsvifskennd (7-11). Lenging hjartasfritunar (Holter) er einnig talin bæta greiningu (12,13). Rannsóknir hafa sýnt að aldur og kyn sjúklinga skipta máli varðandi orsakir aðsvifa (14-16). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Aðsvif (syncope) var skilgreint sem skammvinnt meðvitundarleysi hjá sjúklingi sem kemst til meðvitundar án sérstakra endurlífgunaraðgerða. Aðsvifskennd (near syncope) var skilgreind sem skert meðvitund í skamman tíma þar sem Frá lyflækningadeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Björn Blöndal. sjúklingur er við það að líða út af en verður þó ekki meðvitundarlaus. Eftirtaldir sjúklingahópar voru ekki teknir með í rannsóknina: 1. Sjúklingar með þekkta krampasögu. 2. Þekktir sykursýkissjúklingar sem fóru í dá vegna blóðsykurslækkunar. 3. Sjúklingar sem höfðu eingöngu svima eða urðu valtir á fótum án aðsvifskenndar. 4. Sjúklingar sem voru í dái eða losti. Allir sjúklingar sem leituðu til eða voru innlagðir á Borgarspítalann með aðsvif eða aðsvifskennd á tímabilinu 1. mars 1988 til 1. mars 1989 voru athugaðir. Til spítalans leita sjúklingar með bráða sjúkdóma frá stór-Reykjavíkursvæðinu (um það bil 120.000 manns). Þeim sjúklingum sem voru innlagðir á aðrar sjúkrastofnanir eftir skoðun á Borgarspítalanum var einnig fylgt eftir og afdrif þeirra könnuð. Alls voru þetta 252 sjúklingar sem var um 0.5% þeirra sjúklinga sem leituðu til spítalans þetta ár, en 6-7% þeirra sem leituðu til lyfjadeildarinnar. Nákvæm sjúkrasaga var tekin af öllum með fyrrgreind einkenni og til hjálpar notaður listi með stöðluðum spumingum (sjá mynd). Stuðst var við lýsingu vitnis ef til staðar var. Upplýsingar um fyrri sjúkdóma og lyfjanotkun voru skráðar. Gerð var líkamsskoðun á öllum við komu. Einnig voru gerðar eftirtaldar blóðrannsóknir: Blóðhagur, natríum, kalíum, klóríð, kalsíum, kreatinín og blóðsykur. Þá var alltaf tekið hjartalínurit. Ef saga, skoðun og fyrstu rannsóknir gáfu tilefni til eða orsök atviksins var óljós var sjúklingurinn rannsakaður nánar með tilliti til sjúkdóma í hjartablóðrás eða taugakerfi. Sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús ef grunur var um alvarlega sjúkdóma eða ef um óskýrða

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.