Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Síða 8

Læknablaðið - 15.10.1991, Síða 8
292 LÆKNABLAÐIÐ Tablc I. Classification of syncope according to major caitses Number of patients % Mean age Vasovagal syncope 51 (30) 39 Cardiovascular diseases.. 44 (26) 70 Drug related syncope .... 24 (14) 69 Orthostatic hypotension .. 9 (5) 62 C.N.S diseases 22 (13) 51 Metabolic causes 3 (2) - Unknown causes 16 (10) 67 Total 169 (100) Table II. Classification of near major causes. syncope according to Number of patients % Mean age Vasovagal causes 31 (37) 46 Cardiovascular diseases... 23 (28) 64 Drug related near syncope. 14 (17) 70 Orthostatic hypotension ... 3 (3) - C.N.S. diseases 8 (10) 63 Metabolic causes - - - Unknown causes 4 (5) 53 Total 83 (100) Table III. Ciassification of heart diseases. Syncope Near syncope Myocardial infarction or CAD 6 2 Stenosis aortae ............. 3 1 Sick sinus syndrome....... 10 - Atrioventricular block.... 8 2 Nodal bradycardia............ 3 1 Supraventricular tachycardia 4 10 Ventricular tachycardia .... 8 7 IHSS......................... 1 Embolia pulmonum.......... 1 44 23 IHSS=ldiopathic hypertophic subaortic stenosis. Table IV. Classification of drugs related to syncope and near syncope. Syncope Near syncope Nitroglycerin .... 4 5 Betablockers .... 5 5 ACE - blockers* .... 4 - Diuretics .... 1 - Antidepressants .... 4 1 Other drugs 6 3 24 14 'Drugs that inhibit angiotensin converting enzyme. Sjúklingar með aðsvifskennd voru 83, þar af kom einn tvívegis. Karlar voru 47 (57%) og konur 36 (43%). Meðalaldur var 58 ár og aldursdreifingin 14-92 ár. Af þeim höfðu 26 sögu um kransæðasjúkdóm og fimm sögu um taugasjúkdóm, þar af tveir hvoru tveggja. Af sjúklingum með aðsvifskennd voru 55 lagðir inn á sjúkrahús (66% hópsins). Töflur I og II sýna orsakir aðsvifs og aðsvifskenndar ásamt meðalaldri sjúklinga í hverjum greiningarhópi. Erting á skreyjutaug var algengasta orsökin, hjá 51 (30%) með aðsvif og 31 (37%) með aðsvifskennd. Meðalaldur þessa hóps var lágur eða 39 ár hjá sjúklingum með aðsvif og 46 ár hjá sjúklingum með aðsvifskennd. Næstalgengasta orsök í báðum hópum reyndist vera hjartasjúkdómar (tafla III) hjá 44 (26%) sjúklingum með aðsvif og 23 (28%) sjúklingum með aðsvifskennd. Þriðji algengasti orsakavaldurinn voru lyf, hjá 24 (14%) sjúklingum með aðsvif og 14 (17%) sjúklingum með aðsvifskennd. Tafla IV sýnir nánar flokkun þessara lyfja. í nokkrum tilvikum voru sjúklingar á tveimur eða fleiri lyfjum sem lækkuðu blóðþrýsting. Blóðþrýstingsfall í uppréttri stöðu, án lyfja, var orsök aðsvifs hjá níu sjúklingum og aðsvifskenndar hjá þremur sjúklingum. Með sjúkdóma í miðtaugakerfi greindust 22 sjúklingar í aðsvifshópnum (13%), þar af 12 með krampa, fimm með heilablóðfall, einn með heilablæðingu og einn með slæma höfuðkveisu. Tveir sjúklingar sem fengu aðsvif reyndust hafa vestibular neuritis og einn sjúklingur greindist með völundarsvima (morbus Méniere). Samband aðsvifa og aðsvifskenndar við þessa eymasjúkdóma er þó óljóst. Meðal sjúklinga með aðsvifskennd höfðu átta (10%) sjúkdóm í miðtaugakerfi, tveir sjúklingar reyndust með skammvinna blóðþurrð í heila (TIA), tveir með heilablóðfall, einn með flog (temporal lobe epilepsy) og einn með áfengiseitrun (delerium tremens). Tveir sjúklinganna voru með vestibular neuritis. Hjá 16 sjúklingum (10%) með aðsvif tókst ekki að finna orsökina þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir. Ekki tókst að finna orsök hjá fjórum sjúklingum (5%) með aðsvifskennd.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.