Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 10
294 LÆKNABLAÐIÐ í báðum hópunum er skreyjutaugarerting algengasta orsökin. Er það í samræmi við fyrri rannsóknir sem birst hafa um orsakir aðsvifa (1-4). Þegar litið er á aðdraganda aðsvifs/aðsvifskenndar hafa þessir sjúklingar oftast forboðaeinkenni (sjá mynd). Um 2/3 þeirra svitnuðu og varð óglatt, tæplega helmingur hafði fundið fyrir sársauka en heldur færri streitu, verið fastandi eða staðið lengi. Meðalaldur þessara sjúklinga var áberandi lægri en annarra greiningarhópa og einnig borið saman við meðalaldur hópsins í heild. Hjartasjúkdómar reyndust vera orsök aðsvifs hjá umtalsverðum fjölda sjúklinga, eða 26%. Er það hærra hlutfall en komið hefur fram í flestum öðrum rannsóknum (tafla VI). Ferilrannsókn frá Pittsburgh (4) (Pittsburgh I í töflu) sýnir þó nánast sömu niðurstöðu hvað þetta varðar. Miðað við fyrri rannsókn á Borgarspítalanum (1) er um marktækan mun að ræða (p<0.001). Rannsókn frá Yale (2) sem einnig var ferilrannsókn og náði yfir eitt ár leiddi í ljós að hjartasjúkdómar voru orsök yfirliðs í 9% tilvika. 1 rannsókn frá Boston (3) sem var afturvirk var þetta hlutfall 8%. í þessum tveimur rannsóknum kemur fram marktækur munur samanborið við okkar rannsókn varðandi þetta atriði (p<0.0001). Skýringar á þessum mun gætu að hluta til verið ítarlegri rannsóknir, meðal annars raflífeðlisfræðirannsókn á hjarta en einnig kemur til að meðalaldur sjúklinga í okkar rannsókn var hærri en í hinum rannsóknunum (1-3). Nýlegar rannsóknir benda til að hjartasjúkdómar séu algeng orsök aðsvifa hjá eldra fólki (14,16). í töflu VI eru niðurstöður tveggja rannsókna á þessum aldurshópi (tvær síðustu) til samanburðar við hinar sem ná yfir alla aldurshópa. Urn er að ræða aðra rannsókn frá Pittsburgh (14) þar sem hjartasjúkdómar reyndust 34% orsaka aðsvifa hjá sjúklingum 60 ára og eldri, hin rannsóknin er frá Frakklandi og voru sjúklingar þar yfir 65 ára aldri (16). í hvorugri þessari rannsókn er tölfræðilega marktækur munur samanborið við okkar rannsókn varðandi hjartasjúkdóma (p=0.10 og p=0.65). Hjartasjúkdómar reyndust orsök aðsvifskenndar í 28% tilvika sem er hærra en í aðsvifshópnum. Mikilvægt er að þekkja þessa sjúklinga því að dánartíðnin er há og hægt er að bæta lífslíkur þeirra með viðeigandi meðferð. Hjartsláttartruflanir með hraðslátt valda hlutfallslega oftar aðsvifskennd (17/21) en aðsvifi (12/33) (sjá töflu III). Ekkert eitt einkenni var algengast en brjóstverkur, sviti, ógleði eða tilfinning fyrir óreglulegum hjartslætti komu fyrir í um það bil 1/3 tilvika hvert fyrir sig og þá fremur þegar um hraðslátt eða hjartadrep var að ræða. Hins vegar höfðu sjúklingar með sjúkan sinus hnút og gáttasleglarof lítil og oft engin forboðaeinkenni. Ber að hafa þetta í huga við aðsvif án nokkurs fyrirvara. Lyf voru orsakavaldur hjá allmörgum. Hjartalyf voru algengust og voru flestir þessara sjúklinga á lyfjum við kransæðasjúkdómi en þó voru nokkrir sem voru á lyfjum gegn háþrýstingi eingöngu. Lyf gegn þunglyndi voru orsökin hjá nokkrum sjúklingum. Oftast ollu lyfin blóðþrýstingsfalli við stöðu en í þremur tilvikum í aðsvifshópnum og hjá einum sjúklingi með aðsvifskennd ollu betahemjarar verulegum hægatakti. Oft á að vera hægt að fyrirbyggja þetta með ráðleggingum, fylgja sjúklingum sem hafa verið settir á lyf betur eftir og varast stóra skammta, einkum hjá eldra fólki. Tólf sjúklinganna, þar sem taugasjúkdómar orsökuðu aðsvif, reyndust hafa áður óþekkta flogaveiki en sex höfðu fengið tímabundna blóðrásartruflun til heila eða heilablóðfall. Nokkru færri sjúklingar með aðsvifskennd lentu í þessum hópi hlutfallslega enda missa sjúklingar með flogaveiki oftast meðvitund í köstunum. Bólgu í jafnvægistaug höfðu tveir og einn völundarsvima (Méniere’s disease). Hugsanleg ástæða aðsvifs og aðsvifskenndar gæti verið skreyjutaugarerting sem afleiðing mikillar vanlíðunar sem þessir sjúkdómar valda. Ekki reyndist unnt að ákveða greiningu 16 sjúklinga með aðsvif (10%) og er þetta lægra hlutfall en kemur fram í þeim rannsóknum sem við höfum til samanburðar. í fyrri rannsókn á Borgarspítalanum var þetta hlutfall 18% (p<0.05). Einnig er marktækur munur miðað við rannsóknir frá Pittsburg (4) og Yale (2) (p<0.0001 í báðum tilvikum). Hins vegar var ekki marktækur munur miðað við rannsóknina frá Boston (3) þar sem ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.