Læknablaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ
295
fékkst greining í 13% tilfella (p=0.34) (tafla
VI). Meðal sjúklinga með aðsvifskennd
var hlutfall ógreindra enn lægra, eða 5%.
Þessar niðurstöður gefa til kynna að sé
sjúklingum fylgt eftir og ítarlegar rannsóknir
gerðar í þeim tilfellum sem orsök finnst
ekki bætir það greininguna til muna. Þannig
hefur raflífeðlisfræðirannsókn á hjarta bætt
greiningarmöguleika hjartsláttartruflana en
vænta má að þeir sjö sjúklingar sem þannig
greindust hefðu annars verið ógreindir.
Mikilvægasta atriði til greiningar er góð
sjúkrasaga og skoðun. Mjög oft má fá
góða hugmynd um orsökina, sem að
baki býr, með því að hlýða á frásögn
sjúklingsins af aðdraganda aðsvifs og
meðfylgjandi einkennum. Þeir sem fá aðsvif
eða aðsvifskennd vegna skreyjutaugarertingar
hafa oft fundið fyrir hræðslu, skyndilegum
sársauka, ekki neytt fæðu sem skyldi
o.s.frv. Hins vegar bendir óreglulegur
hjartsláttur, brjóstverkur eða mæði fremur
til hjartasjúkdóms. Upplýsingar um fyrri
sjúkdóma, einkum hjarta- og taugasjúkdóma,
ásamt lyfjanotkun, hafa mikla þýðingu.
Oft þarf að gera blóðrannsóknir til að útiloka
ákveðna sjúkdóma, svo sem blóðleysi eða
lágan blóðsykur. Hins vegar bendir okkar
rannsókn, svipað og margar aðrar, til þess
að blóðrannsóknir hafi yfirleitt ekki mikla
þýðingu til greiningar á orsökum aðsvifa.
Samkvæmt þessari rannsókn hefur hjartalínurit
talsverða þýðingu. Alls greindust 10 sjúklingar
úr hvorum hópi við töku hjartalínurits.
Hjartasírit er gagnleg rannsókn þegar grunur
er um hjartsláttartruflanir. Um 12% greininga
í báðum hópunum fengust með þessari
rannsóknaraðferð en um fjórða hver síritun
sem gerð var hafði í för með sér greiningu.
I fyrri rannsókn okkar (1) þar sem 24
klst. síritun var gerð leiddi fimmtungur til
greiningar. Þetta staðfestir að 48 tíma síritun
bætir greiningu í samanburði við helmingi
styttri rannsóknartíma (13) (p<0.01).
Réttstöðupróf í átta mínútur hefur reynst
okkur gagnleg rannsókn til að staðfesta grun
um blóðþrýstingsfall við stöðu, ekki síst hjá
sjúklingum sem eru á lyfjum sem lækkað geta
blóðþrýsting.
Áreynslupróf hefur almennt ekki reynst
gagnlegt við greiningu á orsökum aðsvifa
en hefur að sjálfsögðu gildi ef grunur er
um áreynslubundnar hjartsláttartruflanir eða
hugsanlega blóðþurrð til hjartavöðva.
Ábending fyrir ómskoðun á hjarta er einkum
óhljóð við hjartahlustun en annars er óþarfi að
gera slíka rannsókn sem lið í rannsóknum á
aðsvifum.
Tölvusneiðmynd af heila virðist vera til
nokkurs gagns við rannsókn aðsvifa og
studdi greiningu í tveimur tilfellum. Annar
sjúklingur hafði blóðþurrðarsjúkdóm í heila
en hinn heilablæðingu. Ábending fyrir
tölvusneiðmynd er einkum ef fram koma
taugaeinkenni sem bent geta til heilaæxlis.
Heilalínurit er að sjálfsögðu þýðingarmikið
ef grunur er um flogaveiki og gaf ákveðna
greiningu í þriðjungi tilfella. Þetta er í
samræmi við nokkrar fyrri rannsóknir sem
benda til að heilalínurit ætti ekki að gera
nema ákveðinn grunur um flogaveiki vakni
(4,18-20).
Ef bomar em saman orsakir fyrir aðsvifi
annars vegar og aðsvifskennd hins vegar
kemur í ljós að niðurstöðumar eru mjög
svipaðar. Ekki var tölfræðilega marktækur
munur í neinum af þeim sjö greiningarhópum
sem um er að ræða (p>0.05). Niðurstöður
þessarar rannsóknar benda til þess að aðsvif
og aðsvifskennd séu náskyld fyrirbæri og
að orsakimar fyrir þeim séu þær sömu. Þó
veldur flogaveiki oftast meðvitundartapi.
Aðsvifskennd er þannig einkenni sem ber að
taka alvarlega og rannsaka og meðhöndla á
sama hátt og um fullkomið aðsvif væri að
ræða.
SUMMARY
A prospective study aiming to identify the causes
of syncope and near syncope was carried out at
the Reykjavik City Hospital and spanned period
of one year. All patients coming or brought to the
emergency department were included. A total of
173 syncopes occured in 169 patients, (mean age
57 yrs) and 84 near syncopes in 83 patients, (mean
age 58 yrs).
The major causes were similar in both categories,
and vasovagal attack the most common cause,
in 30% of cases for syncope (mean age 39
yrs) and 37% for near syncope (mean age
46 yrs). The second most common cause
were cardiovascular diseases, in 26% of cases
with syncope considerably higher than most
of previously published studies have shown.